Bandaríkjadalur kostar nú 122 krónur. Fyrir ári síðan kostaði hann 138 krónur. Gengi krónunnar gagnvart erlendum myntum hefur styrkst nokkuð að undanförnu, og ef ekki kemur til inngripa frá Seðlabanka Íslands þá ætti gengi krónunnar að styrkjast enn meira.
Þar vegur ekki síst þungt, mikið gjaldeyrisinnstreymi vegna ferðaþjónustunnar, en gert er ráð fyrir því að það verði yfir 400 milljarðar króna á þessu ári og fari jafnvel yfir 500 milljarða á næsta ári.
Þetta eru miklar stærðir, og augljóst að mikill uppgangur í ferðaþjónustu er að breyta íslenska hagkerfinu.
Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvernig gengi krónunnar mun þróast á næstu misserum. Vonandi hafa þeir sem hafa fjárfest í uppbyggingu í ferðaþjónustunni reiknað með því í sínum áætlunum, að gengi krónunnar geti styrkst nokkuð frá því sem nú er. Til dæmis að Bandaríkjadalur geti farið í 100 krónur jafnvel. Árið 2007 kostaði hann um tíma 57 krónur.
Þar vegur ekki síst þungt, mikið gjaldeyrisinnstreymi vegna ferðaþjónustunnar, en gert er ráð fyrir því að það verði yfir 400 milljarðar króna á þessu ári og fari jafnvel yfir 500 milljarða á næsta ári.
Þetta eru miklar stærðir, og augljóst að mikill uppgangur í ferðaþjónustu er að breyta íslenska hagkerfinu.
Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvernig gengi krónunnar mun þróast á næstu misserum. Vonandi hafa þeir sem hafa fjárfest í uppbyggingu í ferðaþjónustunni reiknað með því í sínum áætlunum, að gengi krónunnar geti styrkst nokkuð frá því sem nú er. Til dæmis að Bandaríkjadalur geti farið í 100 krónur jafnvel. Árið 2007 kostaði hann um tíma 57 krónur.
Það er erfitt að gera áætlanir fram í tímann þegar gengi krónunnar er annars vegar.