Almannahagur og sérhagsmunir

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Á fimmtu­dag­inn funda nokkrir tugir þjóð­ar­leið­toga í Lund­únum til að ræða að­gerðir gegn spill­ingu. Á dag­skrá verður meðal ann­ars áskorun 300 hag­fræð­inga ­sem hafa ritað þjóð­ar­leið­togum um heim allan og hvatt þá til að við­ur­kenna að engin efna­hags­leg rök séu fyrir því að leyfa áfram­hald­andi til­vist skatta­skjóla. Þeir segja enn­fremur að það verði ekki auð­velt að brjóta nið­ur­ ­kerfi aflands­fé­laga og skatta­skjóla þar sem valda­miklir aðilar hafi mikla hags­muni af því að standa vörð um skatta­skjólin en sé litið til almanna­hags­muna sé ekk­ert gagn í skatta­skjól­um. Því þurfi að grípa til aðgerða, meðal ann­ars að ­fyr­ir­tækjum verði gert að birta yfir­lit yfir skatt­skyld umsvif sín eft­ir lönd­um.

Skatta­skjólin eru að mati hag­fræð­ing­anna hluti af kerfi sem skapar auk­inn ó­jöfnuð og veldur sam­fé­lögum um allan heim ómældum skaða til hags­bóta fyr­ir­ ­fá­mennan hóp auð­manna. Í hópi hag­fræð­ing­anna eru heims­þekktir fræði­menn á borð við Thomas Piketty, Angus Deaton og Ha-Joon Chang. Bent hefur verið á að ef vilji er fyrir hendi hjá þjóð­leið­togum er hægt að gera breyt­ingar á því kerf­i ­sem nú er við lýði. En við skulum ekki halda að þeir sem hagn­ast á kerf­inu mun­i ­gefa það frá sér svo auð­veld­lega.

Áskorun  hag­fræð­ing­anna sýnir glögg­t ­mik­il­vægi Panama­skjal­anna fyrir 99% mann­kyns. Skyndi­lega hefur hul­inn heim­ur orðið sýni­legur öllum almenn­ingi. Það er risa­stórt hags­muna­mál almenn­ings um allan heim að þjóð­ar­leið­togar hlusti á þessa áskorun og ráð­ist í raun­veru­leg­ar að­gerð­ir. Þessi afhjúpun má ekki snú­ast um upp­hróp­anir sem týn­ast svo í glaumi dag­anna uns næsta hneyksli kemur fram.

Auglýsing

En enn skortir nokkuð upp á vilj­ann til breyt­inga. Í umræðum á Alþingi um Panama­skjölin hefur það við­horf verið áber­andi að þar sem ekki sé ólög­legt að ­stofna félög í skatta­skjólum sé ekk­ert við það að athuga. En lög geta aldrei verið tæm­andi mæli­kvarði á alla kima sam­fé­lags­ins. Í ljósi þess­ara van­kanta á lög­unum er þeim mun mik­il­væg­ara ræða áhrif skatta­skjól­anna og spyrja hvort þau ­styðji við heil­brigt atvinnu­líf og sam­fé­lag – og svarið þarf að vera skýrt. Mitt svar er nei. Mun lík­legra eru að þau grafi undan heil­brigðu atvinnu­lífi og ­sam­fé­lagi, skekki sam­keppn­is­stöðu og auki ójöfn­uð.

Skatta­skjól snú­ast nefni­lega ekki ein­göngu um skattaund­an­skot þó að þau séu aug­ljós­asta birt­ing­ar­mynd þeirrar mein­semdar sem skatta­skjól eru. Aflands­fé­lög í skatta­skjólum lúta öðrum reglum en inn­lend fyr­ir­tæki, í skatta­skjólum er ­reglu­verk oft lítið sem ekk­ert og hægt að halda leynd yfir starf­semi og eign­um við­kom­andi fyr­ir­tækja.

Þegar kemur að skattsvikum þá hafa á síð­ast­liðnum þremur ára­tugum ver­ið ­gerðar að minnsta kosti fjórar skýrslur eða grein­ar­gerðir um umfang skattsvika á Íslandi. Sú síð­asta kom í nóv­em­ber í fyrra og þar er talið að árleg skattaund­an­skot geti numið um 80 millj­örð­um. Hluti af þessum und­an­skotum fara fram í gegnum aflands­fé­lög en aðeins hluti. Ef þessi áætlun er nærri lagi má ­sjá að hæg­lega mætti byggja nýjan með­ferð­ar­kjarna fyrir Land­spít­ala Íslands á einu ári fyrir þetta fé og fara langt í að gera heil­brigð­is­þjón­ust­una gjald­frjálsa – svo að eitt­hvað sé nefnt.

Það er því til mik­ils að vinna,  bæð­i hér heima og á alþjóða­vísu.

Með því að taka virkan þátt í bar­átt­unni á alþjóða­vett­vangi og taka und­ir­ ­kröfu hag­fræð­ing­anna 300 er hægt að ná fram breyt­ingum á alþjóða­vísu og breyta ­kerf­inu þannig að það þjóni almanna­hags­munum fremur en fámennum hópum auð­manna. Þannig verður unnt að styrkja vel­ferð­ina í hverju sam­fé­lagi fyrir sig og auka jöfn­uð.

Hag­fræð­ing­arnir hafa lík­lega rétt fyrir sér þegar þeir segja að eng­in efna­hags­leg rök séu fyrir því að leyfa áfram­hald­andi til­vist skatta­skjóla. Það ­sem skiptir þó ekki minna máli er að engin sam­fé­lags­leg og póli­tísk rök eru ­fyrir til­vist skatta­skjóla. A.m.k. ef litið er til stjórn­mála þar sem almanna­hags­mun­ir ráða för, ekki sér­hags­mun­ir.

Höf­undur er for­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None