Okonjo
Auglýsing

Dr. Ngozi Okonjo-Iweala ­starfar nú sem að­al­ráð­gjafi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Laz­ard. Hún var á árum áður fjár­mála­ráð­herra Nígeríu og fram­kvæmda­stjóri hjá Al­þjóða­bank­an­um (World Bank). 

Fer­ill hennar er stór­merki­leg­ur, og er hún álitin með allra áhrifa­mestu konum heims­ins. Fortune nefndi hana meðal 50 áhrifa­mestu konum heims­ins, og Time nefndi hana sem eina af 100 áhrifa­mestu ein­stak­lingum heims­ins. Svo eitt­hvað sé nefnt.

Það sem hún er einna þekkt­ust fyr­ir, er að hafa leitt samn­inga­nefnd Níger­íu, fjöl­menn­asta rík­is­ins Afr­íku með 190 millj­ónir íbúa, sem náði sam­ingum við kröfu­hafa lands­ins árið 2005. Þá voru skuldir end­ur­skipu­lagð­ir, og afskrif­aðar að hluta. 

Auglýsing

Í ræðu sem sá ­sem þetta skrif­ar, hlust­aði á hana flytja í gær, fjall­aði hún um mik­il­vægi stefnu­mörk­unar og eft­ir­fylgni í alþjóða­starfi og stjórn­mál­um. Hún sagði þetta mál, sem sjaldn­ast næðu fyr­ir­sögn­um, en samt væru engin mál á vett­vangi stjórn­mál­anna mik­il­væg­ari. Sér­stak­lega væri þetta mik­il­vægt í ríkjum sem væru með hag­kerfi sem væru að miklu leyti drifin áfram af nátt­úru­auð­lind­um. Skýr lang­tíma­stefna þyrfti að þola álag og ágang frá hags­muna­að­il­um.

Hún nefndi heima­land sitt Nígeríu sem dæmi, en einnig Bras­ilíu og Rúss­land.

Staða mála í Nígeríu þegar hún var fjár­mála­ráð­herra var um margt erf­ið. Fyrst var hún ráð­herra á árunum 2003 til 2006 og síðan aftur frá 2011 til 2015. ­Spill­ing hefur verið risa­vaxið vanda­mál í Nígeríu ára­tugum sam­an, en miklar brey­ingar hafa þó orðið á innviðum og reglu­verki í land­inu til hins betra á síð­ustu árum. Und­an­farin miss­eri hefur óstöð­ug­leiki verið nokkur vegna efna­hags­legrar nið­ur­sveiflu, sem ekki síst er rakin til verð­lækk­unar á olíu. En inn­viðir lands­ins eru mun sterk­ari nú, en þeir voru fyrir ára­tug.

Okonjo-Iweala beitti sér af alefli fyrir stefnu sem mið­aði að því að og styrkja mark­aðs­bú­skap­inn, þannig að trú­verð­ugur mark­aður gæti virkað í Níger­íu. Þetta þýddi í reynd, að stöðva mis­notkun á mark­aði og byggja upp markað sem þjón­aði almenn­ingi bet­ur. 

Til lengdar litið er að það stórt mál fyrir Afr­íku. Þessi stefnu­mál eru meðal ann­ars talin hafa átt mik­inn þátt í því, að Afr­íka hefur fram­þró­ast hratt til hins betra á und­an­förnum árum, þó margir hafi ennþá ímynd af heims­álf­unni, sem er tvö­falt fjöl­menn­ari en Evr­ópa, að þar sé við­var­andi ófriður og fátækt.

Dag einn, þeg­ar O­konjo-Iweala var á leið til vinnu, fékk hún hring­ingu. Í sím­anum var maður sem sagð­ist vera með móður hennar í haldi. Hún yrði drep­in, ef Okonjo-Iweala myndi ekki draga til baka laga­breyt­ing­arnar sem styrktu eft­ir­lit með mark­aðnum og komu í veg fyrir áður umsvifa­mikil við­skipti. Þeir sem voru með móður hennar í haldi, hót­uðu því að afhausa hana og fóru fram á að O­konjo-Iweala myndi segja af sér opin­ber­lega. Eftir að hafa ráð­fært sig við föður sinn, ákvað hún að verða ekki við því sem mann­ræn­ingj­arnir fóru fram á. 

Í ræð­unni var hún tár­vot, þegar hún sagði frá þessu, og sagði þetta hafa verið verstu daga sem hún hefði lif­að. En ástæðan fyrir því að hún vildi ekki verða við þessum óskum var sú, að hún ótt­að­ist að þetta gæti haft gríð­ar­lega alvar­legar afleið­ingar í för með sér fyrir Afr­íku og fram­þróun álf­unn­ar. Allir væru með­vit­aðir um að upp­bygg­ing Nígeríu og álf­unnar væri lang­hlaup, en það væri einmitt upp­bygg­ingin á reglu­verk­inu í gegnum stefnu­mótun sem þyrfti að þola álag. Veik­leika­merkin mættu ekki koma fram, þegar mikið væri und­ir. Á þetta lagði hún mikla áherslu í ræð­unni.

Hún setti sig í sam­band við lög­reglu og sér­sveit hers­ins, og á sama tíma og hún til­kynnti um að ekki yrði látið undan þrýst­ingi, þá var móðir hennar frelsuð í dramat­ískri björg­un­ar­að­gerð. Litlu mun­aði að illa færi.

Lík­lega eru ekki svo margir Íslend­ingar sem þekkja til Okonjo-Iweala, en þessi boð­skapur hennar er afar mik­il­vægur og á erindi til Íslands. 

Smá­at­riðin í stefnu­mörkun þjóða til langs tíma, eru stóru atrið­in. Þau skipta miklu máli. Hin raun­veru­legu stjórn­mál, eru þau sem snú­ast um að bæta stöð­una á grund­velli lang­tíma­sýnar og vel útfærðrar stefnu.

Stundum þarf hug­rekki til að þess að fram­fylgja mik­il­vægum mál­um, þar sem miklir sér­hags­munir eru und­ir. En almanna­hags­mun­irnir þurfa að ráða ferð­inni, þegar öllu er á botn­inn hvolft. Allar hindr­anir á þeirri leið þarf skipu­lega að yfir­stíga, svo heim­ur­inn verði betri í dag en í gær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None