„Afnámsferlið virðist hannað til að greiða götu kröfuhafa og hámarka endurheimtur þeirra, almenningur, atvinnulíf og lífeyrissjóðir reka lestina og þola umtalsverða rýrnun á verðgildi krónunnnar.“ Þetta segir Sveinn Valfells, eðlis- og hagfræðingur, og einn þeirra sem hefur staðið í forystusveit InDefence hópsins.
InDefence hópurinn segir í umsögn sinni um haftafrumvarpið svonefnda, sem samþykkt var á Alþingi í gærkvöldi, að forgangur kröfuhafa í slitabú bankanna og erlendra aflandskrónueigenda, þegar kemur að útleið úr höftunum, séð bæði óþarfur og skaðlegur. Almenningur á Íslandi eigi ekki að reka lestina í þessum efnum, heldur frekar að vera í forgangi.
Forvitnilegt verður að fylgjast með framvindu mála á næstu misserum, en stefnt er að gjaldeyrisútboði Seðlabankans í næsta mánuði, til að vinna á 300 milljarða króna hengju aflandskróna. Eftir það er stefnt að losun hafta á almenning, það er innlenda aðila, eins og það er kallað í lögunum.
Er þetta rétt forgangsröð? Þegar stórt er spurt, er oft fátt um svör...