Ísland og deilihagkerfið: skoðum málið betur

April Rinne er sérfræðingur í deilihagkerfinu. Hún mun ræða við íslenska hagsmunaaðila á fundi í byrjun júní.

April Rinne
Auglýsing

Ísland er ótrú­legt land af mörgum ólíkum ástæð­um. Lands­lagið er ein­stakt og menn­ingin engri lík, með sögu sem nær lengra aftur en hjá flestum lönd­um, og Ísland er öfundað af öðrum löndum fyrir fram­taks­semi og stað­festu.

Ég hef verið svo heppin að fá að heim­sækja Ísland nokkrum sinn­um, síð­ast sem fyr­ir­les­ari á ráð­stefn­unni Point Zero sem haldin var árið 2015, og er per­sónu­lega mjög hrifin af land­inu. Íslenskur frum­kvöðla­andi og úrræða­semi er á pari við það sem best ger­ist í heim­in­um. 

Bak­grunnur minn er að ég er alþjóð­legur sér­fræð­ingur í deili­hag­kerf­inu. Ann­ars vegar er ég að vinna með fyr­ir­tækjum sem eru að byggja upp deili­hag­kerfi, og hins vegar er ég að vinna með stjórn­völdum og stefnu­mark­endum við að skilja deili­hag­kerfið og hvernig er hægt að nýta það til þess örva efna­hags­legan vöxt, sjálf­bærni og vit­ræna þróun borga. Ég hef unnið í meira en 50 ríkj­um, sex heims­álfum og innan ótal menn­ing­ar­kima á starfsævi minni. Ein margra spurn­inga sem ég er spurð að við­kemur því að setja hluti í alþjóð­legt sam­hengi: hvernig stendur við­kom­andi borg og eða við­kom­andi land í sam­an­burði við önnur lönd?

Auglýsing

Vegna þess hversu sér­stakt dálæti ég hef á Íslandi, og út frá umræðu hér­lendis um heimagist­ingu og skamm­tíma­út­leigu hús­næðis fann ég mig knúna til að skrifa þessa óum­beðnu grein.

Ég fagna því að Alþingi sé að lög­leiða heimagist­ingu og gera það auð­velt fyrir íbúða­eig­endur að taka þátt í deili­hag­kerf­inu. Lög­gjöfin er klár­lega skref í rétta átt og setur Ísland á stall með mörgum öðrum löndum í Evr­ópu og ann­ars stað­ar. Þrátt fyrir það þá er ég von­svikin að sjá hversu fáar rann­sóknir stjórn­völd hafa gert á því hvernig aðrar borgir og lönd hafa tek­ist á við lyk­il­at­riði, þar á meðal bestu starfsvenjur sem til eru. 

Afleið­ingin eru lög sem eru allt of flókin og óhóf­lega ströng, á sama tíma þá skilja þau eftir sig gloppur verða nán­ast örugg­lega til vand­ræða í fram­tíð­inni. Enn­fremur er það jafn­mikið áhyggju­efni, frá mínum bæj­ar­dyrum séð, að for­dæm­is­gildi lag­anna gætu óvart orðið til þess að bjaga umræð­una um aðra geira innan deili­hag­kerf­is­ins í fram­tíð­inni.

Í vinnu minni við að móta stefnu við heimagist­ingu og skamm­tíma­leigu, sem er unnin í sam­starfi við fjöld­ann allan af rík­is­stjórn­um, hef ég reglu­lega séð eft­ir­far­andi fimm atriði við stefnu­mörk­un: 

  1. Tak­mörkun á tíma og rými: Er tak­mörkun á fjölda daga eða tak­mörkun á því rými sem ein­stak­lingur getur deilt með sér?

  2. Skatt­lagn­ing: eru tekjur af heimagist­ingu skatt­lagð­ar, og ef svo er , eru til ferlar fyrir skatt­heimt­una? Eru aðrir skatt­ar, sem settir eru á ferða­þjón­ust­una eins og til að mynda gistin­átta­skatt­ur, teknir til greina?

  3. Öryggi: Eru örygg­is­k­vaðir á hús­eig­end­ur?

  4. Skrán­ing: Þurfa gest­gjafar að skrá sig ein­hvers staðar eða sækja um leyf­is­veit­ingar umfram það að skrá sig til þess að bóka heimagist­ing­una á við­eig­andi vett­vangi?

  5. Heim­ili eða frí­stunda­eign­ir: eru mis­mun­andi reglur eftir eðli eigna, hvort eignin sé heim­ili eða frí­stunda­eign?

Svo það sé alveg skýrt þá er hver stað­ur, hvert land ein­stakt - og þessi vanda­mál eru ekki tækluð alls staðar - en þetta eru þau vanda­mál sem ég tel vera mik­il­væg­ust að taka á, þar með talið á Íslandi.

Íslensku lögin eru meðal þeirra mest hamlandi sem ég hef skoð­að, sér­stak­lega horf­andi á tíma- og rýmis­tak­mark­an­ir. 90 daga tak­mörk­un­in, sem lögin bjóða upp á fyrir allt að tvær íbúðir (sam­an­lagt) er óvenju­leg; á flestum stöðum eru 90 til 180 dagar á hverja eign hefð­bundið við­mið. Í sumum nor­rænum ríkjum þá er tak­mörk­unin miðuð við fjölda her­bergja eða rúma, á meðan restin af heim­inum ein­beitir sér að því að tak­marka daga á hverja eign.

Regl­urnar um að hafa tekju­há­mark upp á tvær millj­ónir íslenskra króna er eitt­hvað sem ég hef aldrei séð áður. Við­mið­un­ar­mörk á tekjum hafa þó komið upp í umræð­unni um deili­hag­kerf­ið, sem lág­mörk fyrir skatt­lagn­ingu (Bretar leyfa t.a.m. tekjur upp að 7.500 pundum á ári skatt­frjálst fyrir að leigja út her­berg­i). En tekju­há­mörk  eru mjög sjald­gæf; ég hef ekki séð það gert ann­ars staðar í sam­bandi við deili­hag­kerf­ið. Eins og stefnu­mark­endur ættu að vita, gera tekju­há­mörk það eitt að hrekja fólk í „svarta“ atvinnu­starf­semi eftir að hámark­inu er náð, sem gerir verk­efnið tals­vert erf­ið­ara fyrir lög­gjafann en að finna út hvernig skal eyða auka skatt­tekj­um.

Það að setja í lög að tekju­há­mark sé sam­eig­in­legt með lög­heim­ili og frí­stunda­eignum skautar yfir þá mik­il­vægu aðgrein­ingu sem í orð­unum felst. Það er að verða algeng­ara og algeng­ara að þróa mis­mun­andi reglur fyrir þessar mis­mun­andi gerðir eigna. Reglur og lög yfir lög­heim­ili eru yfir­leitt mjög rúmar þar sem hver mann­eskja getur ein­ungis átt eitt lög­heim­ili og það að leigja það út stöku sinnum á meðan eig­endur eru í burtu mun ekki raska fjöl­býli eða hverfi þar sem leigt er út, þó svo að báðir þessir hugs­an­legu nei­kvæðu kostir séu umhugs­un­ar­efni á Íslandi. Hins vegar eru yfir­leitt strang­ari reglur settar á frí­stunda­eign­irn­ar. 

Mun­ur­inn milli lög­heim­ila og frí­stunda­heim­ila er álíka mik­il­vægur og mun­ur­inn milli þeirra sem gera þetta að atvinnu sinni og hinna sem gera það ekki. Að mestu leyti eru þeir sem deila íbúð­unum sjaldan ekki að gera það í atvinnu­skyni og allar tekjur sem vinn­ast af því eru ein­ungis auka­tekjur (þessi teg­und tekna er sú sem breska reglu­gerðin miðar að því að auka). Þeir sem deila íbúð­unum sínum í atvinnu­skyni eru á hinn bóg­inn að gera það með því mark­miði að af þeim stafi meiri­hluti tekna þeirra. Að deila íbúð í atvinnu­skyni eða ekki er þess vegna ekki ein­föld tala sem hægt er að miða við. Væri þá ekki eðli­leg­ast að, í stað­inn fyrir að ein­blína á tekju­há­mörk, hvetja Íslend­inga til þess að deila lög­heim­ilum sínum með ferða­mönnum eins mikið og þeir vilja? 

Ef við skoðum deili­hag­kerfið í stóru mynd­inni, þá hef ég áhyggjur af því að sama afstaða verði tekin með aðrar atvinnu­greinar í fram­tíð­inni. Munum við sjá tak­mark­anir á stærð skrif­stofu­rýmis sem hægt er að deila, eða þjón­ustu í eft­ir­spurn, félags­legri starf­semi eins og að starf­rækja rólu­velli eða bíl­för sem eru partur af deili­hag­kerf­inu? Þessi lög sem eru nú til umræðu á Alþingi gefa öðrum, óskrif­uðum lögum sem fjalla eiga um deili­hag­kerfið mjög íþyngj­andi for­dæmi. Ég er ekki viss um að lög­gjaf­inn hafi tekið áhrifin af svona þving­andi lögum fylli­lega til greina þegar lögin voru sam­in, og það er það sem heldur mér vak­andi (fyrir utan mið­næt­ur­sól­ina á sumrin á Ísland­i).

Ég hlakk­aði til að skrifa um deili­hag­kerfið á Íslandi en mig óraði ekki fyrir því að ég myndi gera það undir kring­um­stæðum sem þess­um. Ísland hefur mögu­leika á að gegna leið­andi hlut­verki meðal Norð­ur­landa þegar kemur að deili­hag­kerf­inu, sér­stak­lega þegar litið er til sjálf­bærrar ferða­þjón­ustu. Því miður þá tel ég að lögin sem liggja fyrir á Alþingi myndu hindra þá veg­ferð. Ég vil því hvetja Alþingi til þess að end­ur­hugsa lög­in, fresta ákvarð­ana­tök­unni þangað til að það hafa farið fram frek­ari rann­sóknir á því sem er að ger­ast ann­ars staðar og beita sér fyrir umræðu, sem gæti mótað betri lög­gjöf en nú er verið að tala fyr­ir. Skyn­sam­leg­ur, alþjóð­legur vöxtur á Íslandi í fram­tíð­inni veltur á þessu. 

April Rinne vinnur sem sjálf­stæður ráð­gjafi fyrir fyr­ir­tæki í deili­hag­kerf­inu, stjórn­völd, stefnu­mark­endur og fjár­festa ásamt því að taka þátt í „think tanks“ út um allan heim. Hún er „Young Global Leader“ hjá World Economic For­um, en þar leiðir hún hóp sem rann­sakar deili­hag­kerf­ið. Enn­fremur þá er April ferða­langur og hefur hún sótt heim 93 lönd(við síð­ustu taln­ing­u).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None