Er Davíð Oddsson besti knattspyrnumaður þjóðarinnar?

Auglýsing

1. Yfir­veg­aður í teignum

Í við­tali í Bít­inu á Bylgj­unni sagði Davíð Odds­son að „hans mikla reynsla [sé] meðal ann­ars til þess fallin að ekk­ert gæti sett hann úr jafn­væg­i.“ Hann hefur líkt sér við Eið Smára, reynslu­bolt­ann sem haldi yfir­vegun í teignum og skjóti beint í mark á ögur­stundu. Þess vegna sé hann best til þess fall­inn að verða for­seti þjóð­ar­innar

2. Þá tryllt­ist hann

 „Ég var rétt byrj­að­ur, þá tryllt­ist hann, sagði að ég væri að grafa undan til­lögum hans og sagði: „Þarna situr for­sæt­is­ráð­herra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörð­un. Hann hlustar á þig og þú ert að grafa undan þessu. Ef þetta gengur ekki fram mun ég per­sónu­lega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er.“ Jafn­framt sagði hann að ég skyldi ekki hræra í Öss­uri, þá skyldi hann eiga mig á fæti. Hann var væg­ast sagt tryll­ings­legur …“

Tryggvi Þór Her­berts­son um Davíð Odds­son (Skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, 7. bindi, bls. 31. Hér eftir vitnað í með blað­síðu­tali innan sviga).

Auglýsing

3. Seðla­bank­inn, sept­em­ber 2008

Glitnir var að fara á haus­inn. Og raunar allir íslensku við­skipta­bank­arn­ir. Meðal ann­ars vegna þess að árin fyrir hrun hafði Seðla­bank­inn leyft bönk­unum að vaxa út í hið óend­an­lega með því að lána þeim hund­ruði millj­arða með litlum sem engum veðum – svokölluð ást­ar­bréf Seðla­bank­ans sem eru sögð hafa verið ein verstu mis­tökin fyrir hrun. Sam­kvæmt Rík­is­end­ur­skoðun töp­uð­ust um 400 millj­arðar króna vegna aðgerða eða aðgerða­leysis Seðla­banka Dav­íðs Odds­son­ar.

En þetta var ekki komið upp á yfir­borðið í sept­em­ber 2008. Þá voru risa­lán á gjald­daga hjá Glitni og engin leið að fjár­magna rekst­ur­inn. Banka­stjór­inn sagði alla vera komna með „nóg af Íslandi“ (8). Í örvænt­ingu biðl­uðu Glitn­is­menn því til Seðla­bank­ans, enn og aft­ur. Þeir von­uð­ust eftir 600 milljón evra láni (þá 84 millj­arðar íslenskra króna). Þetta sam­svar­aði fjórð­ungi gjald­eyr­is­forða íslenska rík­is­ins. Opin­ber gögn sýndu að Glitnir var með enn stærri lán á gjald­daga næsta hálfa árið, eða upp á 1,4 millj­arða evra. Ósk þeirra um aðstoð var því aug­ljós og ósvífin firra í augum hvers þess sem kynnti sér mál­ið.

En for­maður banka­stjórnar Seðla­banka Íslands þessa örlaga­ríku daga var ekki maður sem kynnti sér mál­in. Hann var ekki maður sem þurfti aðstoð eða ábend­ing­ar. Hann var Davíð Odds­son. 

Í störfum sínum leit­aði rann­sókn­ar­nefnd Alþingis sér­stak­lega eftir upp­lýs­ingum um hvort Seðla­bank­inn hefði kallað eftir aðstoð eða ráð­gjöf erlendra sér­fræð­inga við vinnu sína í kjöl­far beiðni Glitnis um fyr­ir­greiðslu. Skemmst er frá því að segja að slíkrar ráð­gjafar naut ekki við í Seðla­bank­an­um. (60) 

Helg­ina 26.-28. sept­em­ber reyndi þriggja manna banka­stjórn Dav­íðs Odds­sonar að finna lausn á vanda Glitnis í kappi við tím­ann – eitt­hvað þyrfti að ger­ast fyrir opnun mark­aða á mánu­dag. Menn voru undir pressu. Aðeins örfáar mín­útur eftir á leikklukk­unni. Og þá dettur bolt­inn fyrir Davíð Odds­son. Hann var með lausn: Seðla­bank­inn skyldi yfir­taka 75% hlut í Glitni fyrir 600 millj­ónir evra. Íslenska ríkið átti að setja fjórð­ung gjald­eyr­is­forða síns í dauð­vona banka. Af hverju? Spyrjum aðal­hag­fræð­ing Seðla­bank­ans:

Við skýrslu­tökur lýstu Arnór Sig­hvats­son, aðal­hag­fræð­ingur Seðla­bank­ans, og Þór­ar­inn Pét­urs­son, stað­geng­ill aðal­hag­fræð­ings Seðla­bank­ans, því að þeir hefðu ekki verið kall­aðir til starfa í Seðla­bank­anum um helg­ina. Hefðu þeir fyrst frétt af mál­inu í fjöl­miðl­um. Þór­ar­inn lýsti því sér­stak­lega að hann hefði talið nauð­syn­legt að fleiri sér­fræð­ingar Seðla­bank­ans hefðu verið kall­aðir til starfa um helg­ina. (14)

Ókei, hann var ekki á staðn­um. En aðal­lög­fræð­ingur Seðla­bank­ans? Nei, ekki heldur hann? Jæja. Og engir sér­fræð­ing­ar. En þarna var reyndar Bolli Þór Bolla­son, ráðu­neyt­is­stjóri for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Ætli hann hafi skilið vís­indin á bak við aðgerðir banka­stjórnar Dav­íðs?

 „Ég man t.d. eftir því að þessir útreikn­ingar á hlut, hvernig þetta var reikn­að, það var kynnt fyrir okkur upp á svona töflu. Eiríkur Guðna­son [í banka­stjórn Seðla­bank­ans] skrif­aði niður þessar tölur og sýndi okkur hvernig … ja það skildi eng­inn hvernig þetta verð var fundið út. Hvorki fyrr né eftir að hann skýrði þetta […]“ (28)

En þetta eru auð­vitað allt auka­at­riði. Það sem skipti máli var að Davíð hlust­aði ekki á efa­semda­menn heldur inn­sæið sem hafði komið honum í allar helstu valda­stöður íslensks sam­fé­lags. Davíð kynnti lausn­ina svo fyrir Glitn­is­mönn­um, munn­lega. Íslenska banka­kerfið var að hrynja, menn á bull­andi yfir­vinnu – af hverju að vera krota eitt­hvað niður á blað? Og af hverju að afla ein­hverra upp­lýs­inga um bank­ann sem ríkið ætl­aði að dæla 84 millj­örðum inn í? 

Að mati rann­sókn­ar­nefndar Alþingis verður því að álykta svo að það geti ekki talist annað en veru­leg van­ræksla af hálfu banka­stjórnar Seðla­bank­ans að stofn­unin hafi ekki aflað sjálf milli­liða­laust nán­ari upp­lýs­inga um stöðu bank­ans og lána­bók hans svo og upp­lýs­inga um önnur þau atriði sem haft gátu þýð­ingu fyrir mat á því hvort for­svar­an­legt væri að veita bank­anum þrauta­vara­lán. (56)

Veru­leg van­ræksla? En var tím­inn ekki bara of skamm­ur? Var Eið­ur, ég meina Dav­íð, ekki bara að láta vaða á mark­ið?

Enda þótt tím­inn hafi verið mjög stuttur sem Seðla­bank­inn hafði til að rann­saka og und­ir­búa málið hefði verið hægt að senda starfs­menn bank­ans inn í Glitni og fara yfir bækur hans. Kom einnig á dag­inn að nokkrum dögum síðar gat end­ur­skoð­andi Seðla­banka Íslands, Stefán Svav­ars­son, á einum degi aflað sér mun gleggri upp­lýs­inga um stöðu Glitnis en Seðla­banki Íslands hafði haft á þessum tíma. (56)

Já, en …

4.  Húrra! Húrra! Húrra! Húrra!

Glitnis­kaupin gengu sem betur fer aldrei í gegn. En það kom því miður ekki í veg fyrir örvænt­ing­ar­fullar til­raunir Dav­íðs til að bjarga banka­kerf­inu sem hann hafði skapað sex árum fyrr. Minn­is­stætt er þegar hann krýndi nýja eig­endur Lands­bank­ans við­skipta­menn árs­ins undir fjór­földum húrra-hróp­um. Kannski berg­mál­uðu þau hróp í koll­inum á Davíð þegar Seðla­bank­inn veitti Kaup­þingi 500 milljón evra lán (þá um 77,5 millj­arðar króna) nokkrum dögum áður en bank­inn féll. 

Þetta var mjög dul­ar­fullur gjörn­ing­ur. Ekk­ert er vitað um þau gögn sem lágu fyrir lán­veit­ing­unni. Ekk­ert. Davíð hringdi reyndar í Geir H. Haarde for­sæt­is­ráð­herra áður en lánið var veitt. Afrit af því sím­tali er því eina hald­bæra gagnið um lán­veit­ing­una en það hefur aldrei feng­ist birt. Skrít­ið. Ef Davíð er jafn­trúr sinni sann­fær­ingu og hann hefur látið í veðri vaka hlýtur hann að birta þessi gögn á næstu dög­um. Þá hafði Davíð lánað Kaup­þingi 73 millj­ónir evra og 200 millj­ónir norskra króna nokkrum dögum fyrr. Alls streymdi tæpur fjórð­ungur af gjald­eyr­is­forða þjóð­ar­innar inn í Kaup­þing þegar bank­inn var með fjör­fisk í störu­keppni við dauð­ann.

Nokkrum dögum síðar var allt hrun­ið. Og vissu­lega tákn­rænt og allt að því fal­legt að ljós­móðir hinna einka­væddu banka skyldi taka að sér að brenna tugi millj­arða í bálför­inn­i. 

5. Átta árum síðar – mat­reiðsla

„Ætli skýr­ingin sé ekki sú að ég telji að það mætti hafa einum fleiri rétta á for­seta­mat­seðl­in­um.“ Þannig kynnti Davíð Odds­son fram­boð sitt til for­seta. Og bætti við: „Þá býst ég við því að bæði reynsla mín og þekk­ing, sem er nokk­ur, gæti fallið vel að þessu starf­i.“

Ekki þarf að hafa fleiri orð um þá reynslu og þá þekk­ingu í þessum pistli. Þeir sem nánar vilja kynna sér reynslu Dav­íðs eru svo heppnir að geta lesið um best skrá­setta klúður Íslands­sög­unnar í Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is.  

En það er þetta með for­seta­mat­seð­il­inn. Því þótt sá sem þetta skrifar sé ekki kokkur má telja aug­ljóst að litlu skiptir hvaða réttir eru settir á mat­seð­il­inn; ef hrá­efnið hefur spillst verður útkoman bragðvond, óæt, jafn­vel eitr­uð. Og þótt það sé lýð­ræð­is­legur réttur hvers og eins að panta sér eins og honum sýn­ist af mat­seðl­inum er ósk­andi að við kjósum okkur sam­fé­lag sem er ekki svo eitrað að fólk missi mat­ar­lyst­ina. 

6. Heyrn­ar­lausi hers­höfð­ing­inn

Davíð Odds­son mun næstu vikur skýra fyrir þjóð­inni aðkomu sína að örlaga­ríkum and­ar­tökum í Íslands­sög­unni út frá sjón­ar­horni hins vitra lands­föð­ur. En þegar við tökum þátt í því sam­tali skulum við ekki gleyma því að Davíð er sjálfur heyrn­ar­laus. Hann hlust­aði ekki á Stein­grím Ara Ara­son sem sagði sig úr einka­væð­ing­ar­nefnd Lands­bank­ans því hann hafði aldrei kynnst öðrum eins vinnu­brögð­um. Davíð hlust­aði ekki á efa­semda­menn þegar Seðla­bank­inn lán­aði hund­rað millj­arða til bank­anna árin fyrir hrun, kynti þannig undir ofvöxt þeirra og tap­aði 400 millj­örð­um. Davíð kærði sig heldur ekki um að hlusta á sér­fræð­inga þegar hann gam­blaði með gjald­eyr­is­forða Seðla­bank­ans á víta­verðan hátt nokkrum dögum fyrir hrun. Ekki hlust­aði Davíð á okkur þegar hann setti fjöl­miðla­lögin sem hann dró svo til baka áður en þjóðin fékk að kjósa þau burt. Og við skulum aldrei nokkurn tíma gleyma því þegar Davíð Odds­son, borg­ar­stjóri, for­sæt­is­ráð­herra, utan­rík­is­ráð­herra, seðla­banka­stjóri, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og nú sjálftitl­aður kyndil­beri sáttar og sam­vinnu, skráði íslensku þjóð­ina í stríð við Írak. Leyfum þeirri blóð­ugu skömm að lifa með mann­inum á meðan við sjálf ein­beitum okkur að því að halda mat­ar­lyst­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None