Tíu spurningar og svör um búvörusamninga

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna
Auglýsing

Alþingi fjallar þessa dag­ana um nýja búvöru­samn­inga sem rík­is­valdið og bændur skrif­uðu undir í febr­úar síð­ast­liðn­um. Samn­ing­arnir eru fjórir tals­ins, einn ramma­samn­ingur og þrír búgreina­samn­ingar sem fjalla um starfs­skil­yrði sauð­fjár­bænda, kúa­bænda og garð­yrkju­bænda. Marg­vís­leg kynn­ing hefur farið fram á samn­ing­un­um, en til að bæta enn á upp­lýs­inga­gjöf­ina er bæði ljúft og skylt að setja fram nokkur svör við spurn­ingum sem hafa vaknað í umræð­unni.

1. Er verið að auka við stuðn­ing við land­bún­að?

Nei. Í lok samn­ings­tím­ans verða fram­lög rík­is­ins svipuð upp­hæð og árið 2016.  Miðað við að hag­vöxtur verði áfram hærri en verð­bólga er ljóst að stuðn­ingur við land­búnað sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu mun áfram lækka. Nýir fjár­munir koma inn í ramma­samn­ing­inn vegna nýrra verk­efna og auk­innar áherslu á almenn­ari stuðn­ing. Á móti aukn­ing­unni kemur 8,1% hag­ræð­ing­ar­krafa á samn­ings­tím­an­um.

2. Hefur leynd hvílt yfir samn­inga­gerð­inni?

Nei, þvert á móti. Við­ræður bænda og full­trúa rík­is­valds­ins stóðu í nokkra mán­uði en alls voru haldnir yfir 40 samn­inga­fund­ir. Meðan á því ferli stóð voru samn­inga­málin rædd opin­skátt á vett­vangi bænda. Aldrei áður hafa verið haldnir opnir bænda­fundir áður en samn­inga­gerð­inni lauk. Jafn­framt kynntu full­trúar bænda samn­ing­ana fyrir öllum sem ósk­uðu eftir því, m.a. full­trúum stjórn­mála­flokka, fyr­ir­tækja og hags­muna­sam­taka.

Auglýsing

Frú Lauga. Mynd: Bændasamtök Íslands3. Snú­ast búvöru­samn­ingar um kaup og kjör bænda?

Nei, bændur líta ekki svo á að um kjara­samn­inga sé að ræða, líkt og á vinnu­mark­aði. Eins og kerfið er núna er þetta stuðn­ingur við búrekstur bænda í dreif­býli. Hækk­anir á fjár­hæðum í samn­ingnum eru langt frá þeim tölum sem samið hefur verið um á vinnu­mark­aði und­an­far­ið. Miklu meiri fjár­muni þyrfti ef samn­ing­arnir ættu að vera afkomu­trygg­ing fyrir bænd­ur.

4. Hvað þýða samn­ing­arnir fyrir neyt­end­ur?

Stutta svarið við því er að stuðn­ingur við land­búnað gerir grein­inni kleyft að fram­leiða afurðir á hag­stæð­ara verði fyrir neyt­end­ur. Það er varla til sá staður þar sem að stjórn­völd hlut­ast ekki á ein­hvern hátt til um land­búnað – með stuðn­ingi, vernd­ar­að­gerðum eða hvoru tveggja. Ein­hliða ákvörðun okkar um að hætta stuðn­ings­að­gerðum yrði ein­fald­lega til þess að greinin hefði ekki sann­gjarna sam­keppn­is­stöðu.

5. Hvaða ávinn­ingur er af íslenskri búvöru­fram­leiðslu?

Land­bún­að­ar­fram­leiðslan hefur víð­tæka þýð­ingu fyrir landið í heild. Á hverju ári á sér stað mikil verð­mæta­sköpun í íslenskum land­bún­aði. Árið 2015 var verð­mæti land­bún­að­ar­af­urða 54 millj­arður króna en að við­bættri annarri starf­semi 57 millj­arð­ar. Um 4.200 lög­býli eru í notkun hér á landi og tæp­lega 4.000 manns starf­andi í land­bún­aði sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands. Alls munu um 11.000 störf tengj­ast land­bún­aði með einum eða öðrum hætti. Íslenskur land­bún­aður er mik­il­vægur þáttur í virð­is­keðj­unni og skilar hann og við­skipti með land­bún­að­ar­vörur miklum skatt­tekjum til rík­is­ins.

6. Hvaða fjár­hæðir er um að ræða í samn­ing­un­um?

Heild­ar­út­gjöld rík­is­ins vegna samn­ing­anna verða nán­ast þau sömu í lok samn­ings­tím­ans (á föstu verð­lagi) og þau eru nú. Fjár­hæðir í ramma­samn­ingi nema kr. 1.743 millj­ónum árið 2017 en enda í kr. 1.516 millj­ónum árið 2026 við lok samn­ings. Naut­gripa­rækt­ar­samn­ingur er á fyrsta ári 6.550 millj­ónir króna og endar í 6.138 millj­ónum árið 2026. Sauð­fjár­rækt­ar­samn­ingur nemur 4.932 millj­ónum króna árið 2017 en endar í 4.470 millj­ónum árið 2026. Garð­yrkju­samn­ingur er að verð­mæti 551 milljón króna árið 2017 en við lok samn­ings­tíma árið 2026 nemur stuðn­ingur við garð­yrkj­una 533 millj­ónum króna. Verð­trygg­ing­ar­á­kvæði eru í samn­ing­un­um. Gerð er hag­ræð­ing­ar­krafa í sem nemur 0,5% fyrstu 5 ára samn­ing­anna en 1% næstu 5 ár á eft­ir. Þetta á við um alla þætti samn­ing­anna nema þeim sem lúta að nið­ur­greiðslu raf­orku og fram­lögum til Fram­leiðni­sjóðs land­bún­að­ar­ins. 

Fjár­hæðir í samn­ing­unum eru áfram fastar og verði aukin fram­leiðsla þynn­ast greiðslur út á afurð­ir. Samn­ing­arnir fela ekki í sér fastar greiðslur á fram­leitt magn. Það er því ekki hægt að sækja sér ótak­mark­aða fjár­muni í rík­is­sjóð með auk­inni fram­leiðslu. Þar fyrir utan er ljóst að mikil fram­leiðslu­aukn­ing er lík­leg til að lækka afurða­verð. Komið er í veg fyrir of mikla sam­þjöppun í land­bún­aði. Þannig eru settar reglur um hámarks­hlut­fall af stuðn­ingi sem hver ein­stakur fram­leið­andi getur fengið af heild­ar­stuðn­ingi hvers samn­ings. Það er nýmæli. Það kemur ekki í veg fyrir hag­ræð­ingu en und­ir­strikar að ríkið vill fyrst og fremst styðja við fjöl­skyldu­bú.

Sauðfé. Mynd: Bændasamtök Íslands. 7. Hverjar eru stærstu breyt­ing­arnar í samn­ing­un­um?

Eitt af meg­in­mark­miðum samn­inga­nefnd­ar­innar var að leggja drög að því að leggja niður kvóta­kerfi í mjólk og greiðslu­marks­kerfi í sauð­fjár­rækt. Til­gang­ur­inn með þeirri stefnu er að létta kostn­aði við kaup á þessum rétt­indum af grein­un­um. Mark­miðið er að gera nýliðun og kyn­slóða­skipti auð­veld­ari og beina þunga stuðn­ings­ins til þeirra sem eru að fram­leiða á hverjum tíma.

Í samn­ing­unum er lögð aukin áhersla á líf­ræna fram­leiðslu, vel­ferð dýra, umhverf­is­vernd og sjálf­bæra land­nýt­ingu. Sér­stakt verk­efni kemur inn í samn­ing­inn um stuðn­ing við skóg­ar­bændur til að auka virði skóg­ar­af­urða. Um leið er kveðið á um annað nýtt verk­efni um mat á gróð­ur­auð­lindum sem ætlað er til frek­ari rann­sókna á landi sem nýtt er til beit­ar. Jafn­framt verða mögu­leikar á fjár­fest­inga­styrkjum í svína­rækt fyrri hluta samn­ings­tím­ans t2il þess að hraða umbótum sem bæta aðbúnað dýra. Jarð­rækt­ar­stuðn­ingur er auk­inn veru­lega og gerður almenn­ari. Hægt verður að styðja betur við rækt­un, þar með talið ræktun mat­jurta sem er nýung. Um leið verður tek­inn upp almennur stuðn­ingur á rækt­ar­land sem er ekki bund­inn ákveð­inni fram­leiðslu. Stuðn­ingur við líf­ræna fram­leiðslu verður tífald­aður frá því sem nú er og sér­stakur stuðn­ingur verður tek­inn upp við geit­fjár­rækt, sem ekki hefur verið áður. 

Áfram er stuðn­ingur við leið­bein­inga­þjón­ustu eins og áður en hann þrep­ast niður á samn­ings­tím­an­um. Að sama skapi verður áfram stutt við kyn­bóta­verk­efni eins og skýrslu­hald og rækt­un­ar- og ein­angr­un­ar­stöðvar - einnig plöntu­kyn­bæt­ur.

8. Eru samn­ing­arnir meit­l­aðir í stein til tíu ára?

Í samn­ing­unum er kveðið á um end­ur­skoð­anir árin 2019 og 2023. Það er gert til að bregð­ast við þróun og meta hvernig mark­mið nást. Gangi þau ekki eftir er hægt að bregð­ast við og stjórn­völd sem verða við völd á hverjum tíma geta lagt fram sínar áhersl­ur. Það er því ekki búið að læsa starfs­um­hverfi land­bún­að­ar­ins í tíu ár, en það er mörkuð ákveðin stefna. Því til við­bótar eru breyt­ingar hæg­fara fyrstu árin, einkum í sauð­fjár­samn­ingn­um. 

9. Hver eru áhrif samn­ing­anna á bændur eftir búsetu?

Af hálfu bænda voru áhrif samn­ing­anna á ein­stök lands­svæði ekki met­in. Bænda­sam­tökin sem full­trúi allra bænda í land­inu geta ekki haft for­göngu um að gera upp á milli bænda eftir búsetu. Þess vegna hefur Byggða­stofnun verið falið að gera til­lögur um útfærslu svæð­is­bund­ins stuðn­ings í sauð­fjár­rækt. Hingað til hefur vilji stjórn­valda jafn­framt verið afskap­lega tak­mark­aður til að stýra því hvar ákveðnar greinar land­bún­aðar séu stund­aðar og hvar ekki. Fyrir því geta alveg ver­ið  rök en þá verða stjórn­völd að ganga að því verki með opin augu og segja skýrt að við ætlum að styðja við ákveðna búgrein eða búgreinar á einum stað en ekki öðr­um. Þá verður um leið að segja það berum orðum við það fólk sem vill stunda búskap á þeim svæðum sem ekki eiga að njóta stuðn­ings. Einnig hafa verið nefnd í þessu sam­hengi rök um land­nýt­ingu. Bændur vilja vinna að meiri sátt um þau mál og þess vegna er verk­efni í ramma­samn­ingi þar sem gert er ráð fyrir að efla mat á gróð­ur­auð­lindum og búa þá til verk­færi til að stýra þeirri nýt­ingu bet­ur. 

10. Eru allir bændur sáttir við samn­ing­ana?

Nei, enda væri það óeðli­legt með jafn víð­feðma samn­inga og þessa. Gagn­rýni á sauð­fjár­samn­ing­inn kemur fyrst og fremst frá svæðum þar sem keypt hefur verið mikið greiðslu­mark. Greiðslu­mark í sauðfé er skil­greint sem ærgildi þar sem hvert ærgildi gefur rétt­indi til ákveð­innar fjár­hæðar (bein­greiðslu)  í stuðn­ing. Eina skil­yrðið er að eiga að minnsta kosti 7 kindur á móti hverjum 10 ærgildum (0,7 reglan). Samn­ing­ur­inn var vissu­lega umdeildur en fékk 60% stuðn­ing í atkvæða­greiðsl­unni í mars. Best hefði verið ef fjár­munir hefðu verið í boði til að bæta greiðslu­marks­höfum upp tekju­skerð­ing­una, en á því var ekki kostur og það var mat samn­inga­nefndar bænda að sú leið sem farin er í samn­ingnum væri ásætt­an­leg fyrir grein­ina í heild.

Samið er um að fram fari kosn­ing meðal kúa­bænda árið 2019 um hvort þeir vilji halda áfram á sömu leið út úr kvóta­kerfi í mjólk­ur­fram­leiðslu. Afstaða bænda við þá end­ur­skoðun mun byggj­ast á nið­ur­stöðu atkvæða­greiðsl­unn­ar.

Í samn­ing­unum er lítið komið til móts við þær búgreinar sem verða hvað harð­ast fyrir barð­inu á áhrifum tolla­samn­ings Íslands og ESB sem kom óþægi­lega á óvart inn í miðjar samn­inga­við­ræð­urn­ar. Þær greinar eru ekki sáttar við sinn hlut búvöru­samn­ing­unum en reyndar er enn að störfum vinnu­hópur sem er að meta áhrif tolla­samn­ings­ins og nýrra aðbún­að­ar­reglu­gerða. Eðli­legt er að til­lögur þess hóps verði ræddar um leið og samn­ing­ur­inn sjálfur við með­ferð Alþing­is, en hóp­ur­inn er nú að leggja loka­hönd á þær. Ef stjórn­völd vilja koma betur til móts við þessar grein­ar, sem eru svína- og ali­fugla­rækt­in, eru bændur sann­ar­lega til­búnir að ræða það.

Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður Bænda­sam­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None