Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög sem veita Seðlabankanum heimild til þess að setja bindiskyldu innstreymi fjármagns til landsins. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að þannig sé búið í haginn fyrir betri stjórntæki til varnar vaxtamunaviðskiptum sem reynst hafi skeinuhætt.
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, kallaði á dögunum eftir því, að Seðlabanki Íslands fengi nýtt hagstjórnartæki, til þess meðal annars að vinna gegn vaxtamunarviðskiptum erlendra aðila sem geti grafað undan stöðugleika í hagkerfinu. Þessi nýsamþykktu lög eru í takt við þessar óskir Gylfa, og því hægt að segja að orðið hafi verið við því sem hann nefndi í grein sinni í Vísbendingu.