Svör við tíu spurningum

Auglýsing

Eitt af stærri mál­unum í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni nú eru samn­ingar þeir sem for­svars­menn BÍ gerðu við ríkið í febr­ú­ar, búvöru­samn­ing­ar. Laga­breyt­ingar vegna þeirra eru enn á dag­skrá hjá Alþingi. Þetta er mál sem varðar bændur mikið eins og alla aðra neyt­endur í land­inu. Þörfin fyrir víð­tæka og mikla umræðu um málið blasir því við. Til að umræða skili mark­tækum nið­ur­stöðum verður hún hins vegar að vera byggð á réttum upp­lýs­ing­um. Núna birt­ist á Kjarn­anum „Tíu spurn­ingar og svör um búvöru­samn­inga“ frá for­manni BÍ Sindra Sig­ur­geirs­syni. Í grein­inni er það mikið af sér­stökum yfir­lýs­ing­um, hálf­sann­leika og jafn­vel rang­færslum að ábyrgð­ar­laust tel ég með öllu að þegja þar um. Þó að slík fram­setn­ing sé nán­ast meist­arafag Sindra verður hann að svara nánar til um all­mörg atriði. Uppá síðkastið ber að vísu nokkuð á hjá honum þegar hann er kraf­inn um slíkt að hann ein­fald­lega þegi.

Til að gera les­endum auð­veldar að fylgja mál­flutn­ingnum þá vel ég því að fjalla um hverja ein­staka spurn­ingu eins og þær koma fyrir í grein Sindra.

Auglýsing

1. 

Fyrstu spurn­ingu sinni um hvort varið sé meira fé til samn­ings­ins en áður var svarar hann með for­taks­lausu neii. Þegar hann og fleiri aðilar úr samn­inga­nefnd BÍ voru að kynna samn­ing­inn í febr­ú­ar, og það sama heyrði ég raunar hann sjálfan segja á kynn­ing­ar­fundi í Þing­borg, að einn af ávinn­ingum samn­ings­ins væri auka­fjár­magn uppá nokkuð marga hundraði milj­óna sem bæði hann og ráð­herra héldu þar að mönn­um. Þetta heyrði ég fjöl­marga bændur halda fram sem meg­in­rökum fyrir sam­þykki við samn­ing­ana. Nú tel ég mig vita manna best að ágrein­ings­laust svar um hækkun eða lækkun fram­laga fæst aldrei. Þar má enda­laust toga og tæta. Til Sindra er hins vegar eðli­legt að beina þeirri spurn­ingu hvort hann telji sig hafa verið að ljúga að bænum þegar hann kynnti samn­ing­ana eða að les­endum með pistli hans sem hér er fjallað um. Öðrum hópnum svarar hann sjálfur já og hinum nei. Aug­ljóst er að aðeins annað getur verið rétt og eðli­legt að hann upp­lýsi les­endur um hvort er lygi.

2. 

Spurn­ingu um hvort leynd hafi hvílt yfir samn­inga­fundum svarar hann neit­andi. Þetta þykja mér merki­leg tíð­indi og ætla ögn að greina nánar frá og láta les­endum síðan eftir að dæma sjálfir um hinn opna samn­inga­fer­il. Fund­ar­gerðir samn­inga­funda er hvergi að finna á opnum vett­vangi. Vitað er að um nokkurn tíma eftir að við­ræður hófust af fullum þunga var mestum þunga varið til að skoða mjólk­ur­samn­ing. Það spurð­ist út hvað til umræðu var og olli kurr hjá bænd­um. Minn­ist þess að allt að tveir for­ystu­menn í sumum flokkum fóru til fundar með eyfirskum mjólk­ur­fram­leið­endum um mál­ið. Minn­ist ekki að hafa frétt af til­svar­andi fundum samn­ing­ar­nefnd­ar­manna bænda í opna ferl­in­um. Þá lét BÍ gera skoð­ana­könnun meðal mjólk­ur­fram­leið­enda um þessi mál sem samt var ekki kynnt með neinum lúðra­blæstri. Enn merki­legra er samt að nið­ur­stöður hafa mér vit­an­lega aldrei verið birt­ar. Ég mundi þess vegna biðja Sindra að skýra nánar frá þess­ari könn­un, fram­kvæmd og nið­ur­stöð­um, ef mögu­lega er aðeins um slakt minni mitt að ræða. Vitað er í öllu falli að öllum meg­in­á­kvörð­unum um mjólk­ur­samn­ing var slegið á frest í nokkur ár og látið bíða atkvæða­greiðslu bænda þá. Þetta eru menn­irnir sem kunna að taka á sínum mál­um.

Ég get aðeins sagt af eigin reynslu að fyrir mig reynd­ist nán­ast ómögu­legt að nálg­ast nokkrar upp­lýs­ingar um gang samn­ing­anna. Leit­aði ég alloft til Ernu Bjarna­dóttur hag­fræð­ings BÍ, sem óum­deil­an­lega er sterkast fag­maður BÍ á sviði búvöru­samn­inga hvort sem er hér á landi eða í nágranna­lönd­un­um. Af ein­hverjum ástæðum var hún alveg jafn blönk og ég.

Nú vill hins vegar svo til að sjálfur hef ég komið að vinnu við alla eldri búvöru­samn­inga frá upp­hafi og ýmis­legt þekki ég þar um vinnu­lag. Þar var það nán­ast regla að samn­inga­nefndin byggði sér upp fag­hópa innan stofn­un­ar­innar sem hún gat leitað eftir áliti hjá á ein­stökum stigum samn­ing­anna og oft var þannig mögu­legt að færa ýmsar ákvarð­anir til betri veg­ar. Getur ástæða vinnu­bragð­anna nú verið að samn­inga­nefndin hafði enga fag­lega mót­aða áætlun í hönd­unum við samn­ing­ana. Hafi svo verið bið ég hinn opna for­mann að birta þá stefnu og útskýra.

Les­endum læt ég sjálfum eftir að dæma um það hvort samn­inga­um­hverfið var opn­ara eða lok­aðra nú en áður. Út frá reynsl­unni leyfi ég mér að full­yrða að svarið er annað en for­maður BÍ setur fram

3. 

Hér fara nú yfir­lýs­ingar fyrst að verða eft­ir­tekt­ar­verðar og bið ég Alþing­is­menn sér­stak­lega að taka eft­ir. BÍ er hætt kjara­bar­áttu fyrir bænd­ur. Er ekki eitt­hvað farið á skjön við búvöru­lög. Sindri, hvar fer kjara­bar­átta bænda fram þegar hún er ekki lengur við gerð búvöru­samn­inga? Sindri er ef til vill gengin eins og önnur tröll í fjöll með villt­ustu tals­mönnum frjálsrar versl­un­ar. Nú finnst mér hinn hluti svars­ins benda til að stjórn BÍ hafi sagt skilið við kjara­bar­áttu bænda. Bið Sindra að svar því afdrátt­ar­laust hvort svo sé. Sé svarið jákvætt eins og mér sýn­ist svar Sindra benda til eru hér meiri fréttir en lengi hafa verið sagðar af íslenskum land­bún­aði. Gæti verið að hinn almenni bóndi og margir fleiri í þjóð­fé­lag­inu vilji biðja um smá frest til að melta frétt­ina.

4.

Þetta svar er það sam­heng­is- og hugs­un­ar­laust að um það er ekk­ert hægt að segja. Mál­efnið er hins vegar stórt og hefði átt að krefj­ast svara með heilli hugs­un. Þetta er mál sem þarfn­ast umræðu. Umræða á grunni raka þekki ég hins vegar að er mikið eitur í beinum Sindra.

5. 

Hér er stórt mál tekið til umræðu. Svarið sýnir líka að sjón­deild­ar­hring­ur­inn er ákaf­lega þröng­ur. Að íslenskur land­bún­aður ráði miklu um hvað Ísland verði á kom­andi árum er ekki nefnt einu orði. Aukin krafa til land­bún­aðar um allan heim til að leggja sinn hlut til síauk­innar mat­væla­þarfar í heim­in­um. Því síður að nefnt sé að land­bún­að­ur­inn mun skipta miklu máli gagn­vart þróun lofts­lags- og umhverf­is­mála. Meg­in­málin skipta ekki máli. Það verður að vísu vel skilj­an­legt í ljósi þess að yfir­stjórn BÍ hefur týnt öllu sem flokka má sem fram­tíð­ar­sýn.

6. 

Hér er að mestu upp­taln­ing talna úr samn­ingum og verða ekki gerðar athuga­semdir við það. Vona að Sindri hafi getað fært upp­hæðir rétt á milli samn­ing­anna til greinar sinn­ar. Ætla ekki að gefa mig út sem end­ur­skoð­anda.

7. 

Hér fer Sindri að telja meg­in­mark­mið samn­inga sinna. Hann byrjar á að telja fram aflagn­ingu kvóta­kerfis og greiðslu­marks­kerf­is. Þannig eigi að létta kostn­aði af fram­leið­end­um. Nú spyr ég Sindra hvar séu úttektir á að þetta ger­ist endi­lega í raun? Áfall­inn kostn­aður breyt­ist ekki. Ég þekki ekki rann­sóknir sem sýni að kvóta­kostn­aður kunni ekki að ein­hverju leyti að fær­ast yfir á jarð­ar­verð í fram­tíð­inni. Hinn sann­leik­sausandi Sindri upp­lýsir okkur sjálf­sagt um hvar þær nið­ur­stöður er að finna sem sýni þetta svart á hvítu. Hann leggur áherslu á auk­inn stuðn­ing við líf­ræna fram­leiðslu. Því miður er engin stefnu­mörkun þarna og Sindri ætti manna best að vita að stuðn­ingur hér­lendis við þessa búskap­ar­hætti er eins og kræki­ber í hel­víti í sam­an­burði við nálæg lönd. Hrein­legra að upp­lýsa það. Þá er talað um stuðn­ing við aukna sjálf­bæra nýt­ingu lands. Það er fyrst og fremst í sauð­fjár­samn­ingi sem þess ætti að sjá stað. Sindri, hvernig dettur þér til hugar að halda fram svona bulli þegar fyrir liggur er stuðn­ingur við sauð­fjár­fram­leiðsl­una dregst hlut­falls­lega mest saman á þeim stöðum sem allir eru sam­mála um að sjálf­bærni fram­leiðsl­unnar er mest? 

Þá fjallar hann um nýtt verk­efni um mat á gróð­ur­auð­lind­um. Orða­far hans um það verk­efni er mér ill­skilj­an­legt. Sindri, viltu ekki gera þetta skilj­an­legt eða er mögu­legt að þú vitir ekki um hvað þú ert að ræða í raun? Þá kemur að einu stór­at­riði samn­ing­anna sem er styrkur á ræktað land. Víða erlendis hefur auk­inn styrkur á land verið áber­andi í stuðn­ings­formun síð­ustu ára. Hér er þessi tíma­móta­á­kvörðun tekin sem bæri að fagna væri ein­hver vit­ræn glóra í henni. Land­nýt­ing hér á landi er ákaf­lega frá­brugðin því sem ger­ist í nán­ast öllum lönd­um. Hér er ákveðið að þessi stuðn­ingur skuli aðeins bundin rækt­uðu landi. Úthaga­nýt­ing er ákveð­inn lyk­il­þáttur bæði í hrossa­rækt og sauð­fjár­rækt mögu­lega stærsta nátt­úru­auð­lind Íslands. Í fyrstu grein búvöru­laga er meira að segja kveðið á um að stuðla skuli að betri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Er það best gert með að horfa fram­hjá beit­inni? Þar sem um slíka tíma­móta­á­kvörðun er að ræða verður að krefja Sindra svara um þau atriði sem hér er spurt um. Mest verður samt að krefj­ast svars um hvernig það sé rök­stutt að taka upp slíka grund­vall­ar­breyt­ingu á styrkja­formi án þess að láta fara fram nokkra fag­lega vinnu áður um fram­kvæmd­ina og áhrif. Eins og þegar er tekið fram er þörf fyrir slíkt meiri hér á landi en í öðrum lönd­um. Hvernig rök­styður Sindri það að sam­tök sem vilja láta telja sig ábyrg vinni (ekki) á þennan hátt að mál­um? Er raun­veru­lega til nokkur önnur skýr­ing í því máli nema lands­þekkt fag­fyr­ir­litn­ing Sindra í hvaða máli sem er sem snýr að land­bún­aði? Hann tekur sér­stak­lega fram að áfram sé veitt fé til leið­bein­inga­starfs í sam­ræmi við bún­að­ar­lög. Honum tekst að vísu að skera þann stuðn­ing hlut­falls­lega meira niður en annað í samn­ing­un­um. Breyt­ing hefði samt vart verið nema honum hefði tek­ist að ná þessum þætti útúr samn­ingnum sem varla er ástæða til að ætla annað en hugur hans hafi staðið til.

8. 

Eru samn­ing­arnir meit­l­aðir í stein til tíu ára? Þannig hljóðar þessi vold­uga spurn­ing sem ég fæ ekki alveg séð til­gang­inn með. Þar lýsir Sindri sínum náð­ar­sam­lega vilja um að nýjar rík­is­stjórnir á næsta ára­tug megi mögu­lega koma að end­ur­skoðun á næstu tíu árum. Auk þess er hann víst búinn að skuld­binda sam­tök sín um end­ur­skoðun á mjólk­ur­samn­ingi að und­an­geng­inni atkvæða­greiðslu meðal mjólk­ur­fram­leið­enda um það meg­in­mál sem hann heykt­ist á að takast á við og áður er fjallað um.

9. 

Þá kemur þessi spurn­ing og fer nú að verða ofur­lítið kjöt á bein­un­um. Þar tekur hann fram að BÍ sem sam­tök bænda geti ekki haft for­göngu um að gera upp á milli bænda eftir búsetu. Nú er það hverjum aðila ljóst sem er eldri en tvæ­vetur að samn­ingar geti aldrei annað en haft slík áhrif á einn eða annan hátt. Þeim er ætlað að vísa veg­inn í málum land­bún­að­ar­ins og hvernig það eigi að ger­ast án þess að hafa nokkur áhrif verður að fá ofur­menni líkt og Sindra til að útskýra fyrir okk­ur. Það gerir hann áreið­an­lega af greið­vikni sinni. Hins vegar gerði samn­inga­nefnd bænda sauð­fjár­samn­ing sem nálg­ast það mjög að vera glæpa­verk og skal aðeins rök­stutt nán­ar. Það liggur fyrir að með samn­ingnum verða fjár­munir í veru­legi mæli færðir á milli sauð­fjár­fram­leið­enda. Það hlýtur að vera mörkuð stefna samn­inga­nefnd­ar­innar og gengur þvert á öll ákvæði búvöru­laga. Þarna gerir samn­inga­nefndin nákvæm­lega það sem Sindri segir að BÍ þurfi að forð­ast. Þarna er upp­á­halds­iðja Sindra í blóma, að segja eitt en gera ann­að. Slíku vilja sumir líkja við lyg­ar. Þess þarf ekki Sindra vegna hann kemur þeim nógu víða við án þess. Það merki­lega mun vera að sauð­fjár­samn­inga­nefnd­ar­hluti bænda hafði ekki til­burði til að bregða upp ein­föld­ustu sviðs­myndum af áhrifum samn­ing­anna, hefði svo verið hefði hryðju­verk­inu von­andi verið forð­að.  Áður er nefnt hvernig þessi til­flutn­ingur samn­ings­ins á stuðn­ingi frá sjálf­bær­ustu svæð­unum í land­inu verður verð­ur. Það er víst brot á upp­hafs­grein búvöru­laga um til­gang þeirra. Einnig er þessi til­flutn­ingur frá þeim búum sem náð hafa bestum árangri í grein­inni og ættu þess vegna að vera líf­væn­leg­asti meið­ur­inn. Muni ég rétt er fyrsta atriði í mark­mið­staln­ingu búvöru­lag­anna að þau skuli stuðla að auk­inni hag­kvæmni í land­bún­aði en hag­kvæm­ustu búin eru að sjálf­sögðu þau sem að framan grein­ir. Þarna fundu þeir enn eitt atriði búvöru­laga til að brjóta. Ekki veit ég hvort þetta sem hér er talið fellur undir að þver­brjóta lög. Sauð­fjár­samn­ing­ur­inn er hins vega áreið­an­lega Íslands­met í að marg­brjóta lög eins og hér er rak­ið.

Það getur orðið nokkuð flókin sið­ferði­leg spurn­ing hvort eðli­legt sé að flytja stuðn­ing til aðila sem seldu sig frá rík­is­stuðn­ingi fyrir ára­tug­um, m.a. með rík­is­kaupum sem fjár­mögnuð voru sam­kvæmt eldri samn­ingum á þeim tímum eða frá öðrum bændum sem ætíð hafa unnið sam­kvæmt gild­andi samn­ingum hverju sinni. Frá nokkrum af þeim sem áður höfðu gengt því starfi sem Sindri gegnir nú hafa bændur sem ætl­uðu sér að starfa áfram í stétt­inni verið hvattir til að fjár­festa í kaupum á greiðslu­marki (kvóta) til að tryggja rekstr­ar­grunn búa sinna. Þessum ráð­legg­ingum fylgdi mik­ill fjöldi góðar bænda. Þessi hópur virð­ist hafa verið Sindra sér­stakur þyrnir í augum og eins og fram kemur í fyrstu máls­grein hans í svari við spurn­ingu 7. Ég hef áður bent á í skrifum um samn­ing­ana að sauð­fjár­samn­inga­nefnd­ar­hóp­ur­inn hafði annað ákaf­lega hættu­legt erfða­góss í far­angri sínum sem ef til vill skýrir betur en annað að svona hlutir geti gerst. Þetta verða bændur í fram­tíð­inni að láta sér að kenn­ingu verða við skipan samn­inga­nefnda sinna.

Í þessum lista sínum um atriði samn­ing­anna víkur Sindri hvergi ein orði að gripa­greiðsl­um, lofts­lags- eða umhverf­is­mál­um. Vafa­lítið er það með ráðum gert þar er jafn­vel enn ömur­legri sögu af störfum samn­ing­ar­nefnd­ar­manna að finna. Það verður því ekki rætt hér að sinni.

Síð­ustu spurn­ingu Sindra er aðeins beint til bænda og verður ekki rædd frekar hér. Aðeins á það bent að atkvæða­greiðsla fer fram í kjöl­far viða­mik­illa kynn­ing­ar­fund um allt land. Mjög margir bændur fengu þar sín fyrstu og einu kynni af samn­ing­un­um. Þeir voru kynntir af full­trúum samn­inga­nefnd­anna á mjög líkan hátt og sá vill­andi og rangi texti Sindra sem hér er til umfjöll­un­ar. Menn meta það síðan hvað sé lík­legt að þannig kynn­ing gefi af sér. Ég verð að biðja bændur afsök­unar á að hafa ekki þá þegar reynt að koma sterk­ari skila­boðum á fram­færi. Eftir betri skoðun síðan þá hefur botn­leysi samn­ing­anna að vísu orðið mér ljós­ara og ljós­ar. Ég mætti á tvo kynn­ing­ar­fundi í Þing­borg og Víði­hlíð. Sér­stak­lega eftir fund í Víði­hlíð eftir við­bót­ar­visku samn­inga­manna þar dró úr mér allan mátt. Þar gól for­maður LS yfir þing­heim við útskýr­ingu á þýð­ing­ar­miklum samn­ings­lið að hann skýrð­ist af því að meg­in­markið hefði verið að koma á breyti­legra stuðn­ings­formi en áður og umræddur liður var settur inn eins og hann er í samn­ingnum hefði samn­inga­nefnd­inni dottið til hugar að hafa þetta svona og þess vegna yrði þetta þannig. Samn­inga­nefnd­ar­maður í mjólk­ur­samn­inga­hluta rök­studdi gripa­greiðslur að tals­verðum hluta með því að setja hefði þurft inn ein­hverja liði til að koma stuðn­ingnum í samn­ing­unum til bænda.

Sindri! Ég átta mig ekki full­kom­lega til hvers þú varst að semja þennan spurn­inga­lista fyrir sjálfan þig. Þú stendur í öllu falli frekar klaufa­lega að þessu „svind­li“ með að eiga ekki skárri svör við flestum spurn­ing­anna.

Hvort sauð­fjár­samn­ing­ur­inn er ódæði og ill­virki eða fávita­af­glöp hjá þeim sem mynd­uðu samn­inga­nefnd bænda skal ósagt lát­ið. Óháð hvað er hið rétta þá segir nið­ur­staðan það eitt að til verks­ins  í sauð­fjár­samn­inga­nefnd­ar­hóp­inn hafa valist óhæfir aðil­ar.

Þegar Alþingi nú stendur frammi fyrir orðnum hlut þess­ara ógæfu­manna þá hlýtur nið­ur­staðan að verða sú að vísa þessum kaleik frá sér en snúa sér þess í stað að málum sem fremur mega verða þjóð­inni til fram­drátt­ar. Þannig mundi traust Alþingis aukast.

Þannig skap­að­ist bændum og stjórn­völdum tími til að vinna nýja samn­inga bænd­um, landi og þjóð til fram­gangs. Bændur þurfa að losa sig við tvo þrjá af æðstu stjórn­endum sam­taka sinna í dag og fylla í skörðum með nýjum og hug­mynda­ríkum ein­stak­lingum sem finna má í hópum í bænda­stétt þá geta þeir áreið­an­lega mætt bar­átt­uglaðir til leiks. Þrátt fyrir það er ef til vill meiri bjart­sýni að ætla að þá verði komin stjórn­völd með fram­tíð­ar­sýn þó að nýjum kosn­ingum sé lofað síðla hausts. Sig­urður Ingi byrj­aði nálgun sína að þessum málum af meiri fram­sýni og vilja en verið hafði um ára­bil. Því miður hélt sú sýn ekki. Heim­il­is­erjur á stjórn­ar­heim­il­inu gætu valdið ein­hverju, það er svo lokað að erfitt er að dæma um það. Í öllu falli tók hann við eit­ur­bik­arnum sem búvöru­samn­ing­arnir eru. Ljóst er af því litla sem heyrst hefur til eft­ir­manns hans í ráð­herra­stólnum að hann er með öllu óhæfur um að fjalla um þessi mál.

Þetta eru í lengd mik­il­væg­ari mál fyrir þróun sam­fé­lags­ins og því gott að gefa aðilum tíma til að end­ur­skoða mál­in. Þá má kalla fram atriði sem horfa til fram­tíðar en ekki for­tíðar eins og fyr­ir­liggj­andi samn­ing­ar. Umfram allt feng­ist samt tæki­færi til að vinna mál á fag­legan hátt. Það var ekki gert við núver­andi samn­inga­gerð (yf­ir­leitt ekk­ert unnið enda sér­stakt eitur í beinum for­manns BÍ) nema hvað varðar hlut LK og garð­yrkju­bænda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None