Hvorn stílinn viljum við?

Auglýsing

Ein lít­il póli­tísk minn­ing rifj­ast oft upp fyrir mér, til dæmis núna í aðdrag­anda ­for­seta­kosn­inga. Hún hlýtur að vera meira en tíu ára göm­ul, því þá voru þeir ungir menn og upp­renn­andi í borg­ar­mál­un­um, Dagur borg­ar­stjóri (sem nú er) og Gísli Mart­einn. Ein­hver góður útvarps­mað­ur, vís­ast Hall­grímur Thor­steins­son, hafði stefnt þeim saman sem tals­mönnum and­stæðra fylk­inga. Ekki man ég leng­ur hvaða ágrein­ings­mál þeir töl­uðu um, en þeim mun minn­is­stæð­ara er mér hvernig þeir töl­uðu. Ekki hvort fram­hjá öðrum, því síður hvor yfir ann­an, heldur hvor við ann­an. Póli­tískir and­stæð­ingar sem þó töl­uðu saman – eins og menn! Til­búnir að við­ur­kenna það sem þeir ­gátu fall­ist á hvor hjá öðrum, sam­taka um að útskýra fyrir hlust­endum hvað þeir væru ekki sam­mála um og af hverju ekki.

Aldrei hafði ég skynjað svo glöggt mun­inn á sam­ræðu­stjórn­málum og átaka­stjórn­mál­um.

Nú var Dagur vissu­lega „minn ­mað­ur“ sem ég kaus og sá aldrei eftir því. En ég fann til þess und­ir­ út­varps­þætt­inum að ef ekki ætti að kjósa milli flokka heldur kyn­slóða, þá væri það kyn­slóð þess­ara manna sem ég yrði að treysta til for­ustu miklu frekar en mín­um eigin jafn­öldr­um.

Auglýsing

Ég get reyndar skilið að sum­ir kunni betur en ég að meta átaka­stjórn­málin og aðhyllist póli­tíska for­ingja með­ munn­inn sem lengst fyrir neðan nef­ið. Til dæmis sem flokks­for­mann eða borg­ar­stjóra.

En sem for­seta lands­ins – það skil ég ekki. Ekki að afrek í átaka­stjórn­málum geri mann að æski­legum for­seta.

Fyrsti for­seti lýð­veld­is­ins, ­Sveinn Björns­son, hafði á yngri árum látið að sér kveða í póli­tík. Þá var hann ­meðal for­ingja í flokks­broti sem gekk undir upp­nefn­inu „Langs­um“ – af því að hann og hans menn stóðu ekki eins „þversum“ gegn málum and­stæð­inga sinna og eðli­leg­t þótti í átaka­stjórn­málum þess tíma. Eft­ir­maður Sveins, Ásgeir Ásgeirs­son, var líka val­inn úr röðum stjórn­mála­manna. En ekki úr hópi þeirra sem mest kvað að í hörð­ustu deil­un­um. Þegar Ásgeir stóð í fremstu röð þá var það sem full­trú­i ­þjóð­legrar sam­stöðu – for­seti sam­ein­aðs þings á Alþing­is­há­tíð­inni 1930 – eða þegar póli­tískir and­stæð­ingar neydd­ust til að vinna sam­an. Sú staða kom upp­ 1932, þegar heimskreppan stóð sem hæst, og þá gat eng­inn myndað stjórn nema Ásgeir.

Þegar Ásgeir dró sig í hlé vald­i ­þjóðin ópóli­tískan for­seta, Krist­ján Eld­járn. En stjórn­mála­mað­ur­inn sem féll ­fyrir Krist­jáni, Gunnar Thorodd­sen, var ekki í fram­boði sem neinn ­per­sónu­gerv­ingur átaka­stjórn­mál­anna heldur þvert á móti: „mýksta silki­tunga ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins“ – eins og Hanni­bal Valdi­mars­son hafði ein­hvern tíma orð­að það.

Af harð­skeytt­ari stjórn­mála­mönn­um má nefna Jónas Jóns­son frá Hriflu sem að vísu var nefndur sem hugs­an­leg­t ­for­seta­efni, bæði 1944, á móti Sveini Björns­syni, og 1952 þegar Ásgeir var val­inn. Þeir Ásgeir höfðu átt sam­leið framan af, báðir virkir í ung­menna­fé­lags­hreyf­ing­unni, for­göngu­menn í fræðslu­málum og sam­herjar í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Þar til Ásgeir fórn­aði stöðu sinni í flokknum til að leiða ó­vin­sælt stjórn­ar­sam­starf þegar Jónas vildi láta hart mæta hörðu.

Jónas frá Hriflu var Íslands­meist­ari í átaka­stjórn­mál­um. Hann var hug­sjóna­ríkur fram­fara­mað­ur, óþreyt­andi í bar­átt­u sinni og fékk mörgu góðu til leiðar kom­ið. Hann var drjúgur og holl­ur liðs­mað­ur, bæði manna og mál­efna sem hann vildi styðja, en um leið skæðast­i and­stæð­ingur sem hægt var að kom­ast í kast við, hvort sem var í opin­berum ­deilum eða tafl­inu bak við tjöld­in. Jónas átti ein­læga aðdá­endur – amma mín var ein þeirra – og átti það fylli­lega skil­ið. En það voru ekki aðdá­endur hans sem héldu honum fram sem for­seta­efni, hvorki á móti Sveini né Ásgeiri. Það vor­u and­stæð­ingar hans sem í háði eða hálf­kær­ingi létu að því liggja að hann hefð­i auga­stað á for­seta­tign­inni.

Því auð­vitað fann fólk að þá ­teg­und af stjórn­málafor­ingja viljum við ekki fyrir for­seta.

Höf­undur er pró­fessor í sagn­fræði við Háskóla Íslands.Frá rit­stjórn: Röng fyr­ir­sögn var birt með grein­inni. Það hefur verið lag­fært. Beðist er vel­virð­ingar á þeim mis­tök­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None