Hvorn stílinn viljum við?

Auglýsing

Ein lít­il póli­tísk minn­ing rifj­ast oft upp fyrir mér, til dæmis núna í aðdrag­anda ­for­seta­kosn­inga. Hún hlýtur að vera meira en tíu ára göm­ul, því þá voru þeir ungir menn og upp­renn­andi í borg­ar­mál­un­um, Dagur borg­ar­stjóri (sem nú er) og Gísli Mart­einn. Ein­hver góður útvarps­mað­ur, vís­ast Hall­grímur Thor­steins­son, hafði stefnt þeim saman sem tals­mönnum and­stæðra fylk­inga. Ekki man ég leng­ur hvaða ágrein­ings­mál þeir töl­uðu um, en þeim mun minn­is­stæð­ara er mér hvernig þeir töl­uðu. Ekki hvort fram­hjá öðrum, því síður hvor yfir ann­an, heldur hvor við ann­an. Póli­tískir and­stæð­ingar sem þó töl­uðu saman – eins og menn! Til­búnir að við­ur­kenna það sem þeir ­gátu fall­ist á hvor hjá öðrum, sam­taka um að útskýra fyrir hlust­endum hvað þeir væru ekki sam­mála um og af hverju ekki.

Aldrei hafði ég skynjað svo glöggt mun­inn á sam­ræðu­stjórn­málum og átaka­stjórn­mál­um.

Nú var Dagur vissu­lega „minn ­mað­ur“ sem ég kaus og sá aldrei eftir því. En ég fann til þess und­ir­ út­varps­þætt­inum að ef ekki ætti að kjósa milli flokka heldur kyn­slóða, þá væri það kyn­slóð þess­ara manna sem ég yrði að treysta til for­ustu miklu frekar en mín­um eigin jafn­öldr­um.

Auglýsing

Ég get reyndar skilið að sum­ir kunni betur en ég að meta átaka­stjórn­málin og aðhyllist póli­tíska for­ingja með­ munn­inn sem lengst fyrir neðan nef­ið. Til dæmis sem flokks­for­mann eða borg­ar­stjóra.

En sem for­seta lands­ins – það skil ég ekki. Ekki að afrek í átaka­stjórn­málum geri mann að æski­legum for­seta.

Fyrsti for­seti lýð­veld­is­ins, ­Sveinn Björns­son, hafði á yngri árum látið að sér kveða í póli­tík. Þá var hann ­meðal for­ingja í flokks­broti sem gekk undir upp­nefn­inu „Langs­um“ – af því að hann og hans menn stóðu ekki eins „þversum“ gegn málum and­stæð­inga sinna og eðli­leg­t þótti í átaka­stjórn­málum þess tíma. Eft­ir­maður Sveins, Ásgeir Ásgeirs­son, var líka val­inn úr röðum stjórn­mála­manna. En ekki úr hópi þeirra sem mest kvað að í hörð­ustu deil­un­um. Þegar Ásgeir stóð í fremstu röð þá var það sem full­trú­i ­þjóð­legrar sam­stöðu – for­seti sam­ein­aðs þings á Alþing­is­há­tíð­inni 1930 – eða þegar póli­tískir and­stæð­ingar neydd­ust til að vinna sam­an. Sú staða kom upp­ 1932, þegar heimskreppan stóð sem hæst, og þá gat eng­inn myndað stjórn nema Ásgeir.

Þegar Ásgeir dró sig í hlé vald­i ­þjóðin ópóli­tískan for­seta, Krist­ján Eld­járn. En stjórn­mála­mað­ur­inn sem féll ­fyrir Krist­jáni, Gunnar Thorodd­sen, var ekki í fram­boði sem neinn ­per­sónu­gerv­ingur átaka­stjórn­mál­anna heldur þvert á móti: „mýksta silki­tunga ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins“ – eins og Hanni­bal Valdi­mars­son hafði ein­hvern tíma orð­að það.

Af harð­skeytt­ari stjórn­mála­mönn­um má nefna Jónas Jóns­son frá Hriflu sem að vísu var nefndur sem hugs­an­leg­t ­for­seta­efni, bæði 1944, á móti Sveini Björns­syni, og 1952 þegar Ásgeir var val­inn. Þeir Ásgeir höfðu átt sam­leið framan af, báðir virkir í ung­menna­fé­lags­hreyf­ing­unni, for­göngu­menn í fræðslu­málum og sam­herjar í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Þar til Ásgeir fórn­aði stöðu sinni í flokknum til að leiða ó­vin­sælt stjórn­ar­sam­starf þegar Jónas vildi láta hart mæta hörðu.

Jónas frá Hriflu var Íslands­meist­ari í átaka­stjórn­mál­um. Hann var hug­sjóna­ríkur fram­fara­mað­ur, óþreyt­andi í bar­átt­u sinni og fékk mörgu góðu til leiðar kom­ið. Hann var drjúgur og holl­ur liðs­mað­ur, bæði manna og mál­efna sem hann vildi styðja, en um leið skæðast­i and­stæð­ingur sem hægt var að kom­ast í kast við, hvort sem var í opin­berum ­deilum eða tafl­inu bak við tjöld­in. Jónas átti ein­læga aðdá­endur – amma mín var ein þeirra – og átti það fylli­lega skil­ið. En það voru ekki aðdá­endur hans sem héldu honum fram sem for­seta­efni, hvorki á móti Sveini né Ásgeiri. Það vor­u and­stæð­ingar hans sem í háði eða hálf­kær­ingi létu að því liggja að hann hefð­i auga­stað á for­seta­tign­inni.

Því auð­vitað fann fólk að þá ­teg­und af stjórn­málafor­ingja viljum við ekki fyrir for­seta.

Höf­undur er pró­fessor í sagn­fræði við Háskóla Íslands.Frá rit­stjórn: Röng fyr­ir­sögn var birt með grein­inni. Það hefur verið lag­fært. Beðist er vel­virð­ingar á þeim mis­tök­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None