Samkvæmt fundargerð Peningastefnunefndar frá 31. maí síðastliðnum, sem birt var í gær, þá bendir margt til þess að þrýstingur verða áfram á gengi krónunnar í átt til styrkingar. Á einu ári hefur gengi krónunnar gagnvart evru og Bandaríkjadal styrkst nokkuð. Dalurinn kostar nú 123 krónur, en fyrir ári kostaði hann 136 krónur. Evran kostar nú 139 krónur en hún var á ríflega 150 krónur fyrir ári síðan.
Mikill straumur gjaldeyris er inn í hagkerfið með erlendum ferðamönnum, en á sama tíma hefur skuldastaða þjóðarbússins gagnvart útlöndum sjaldan verið betri. Eftir að rúmlega sjö þúsund milljarða skuldir voru þurkkaðar út, þegar leyst var úr vanda slitabúa bankanna, þá hefur staðan vænkast, svo ekki sé meira sagt.
Þó bjart virðist framundan, á nær alla mælikvarða, þá eru samt hættur sem þarf að varast. Vonandi verður ferðaþjónustan tilbúin að takast á við það, ef gengi krónunnar styrkist umtalsvert, og það sama á við útflutninginn almennt.
Það er áhugaverð pæling, að velta því fyrir sér hvar skurðpunkturinn liggur þegar kemur að gengi krónunnar, því það mun skipta Ísland miklu máli, að geta verið með samkeppnishæfa stöðu þegar kemur að útflutningi