Viðhorfin, veröldin og við

kjordagur-2013_14097553020_o.jpg
Auglýsing

Móð­ur­amma mín sagði eitt sinn: „Það er svo und­ar­legt, að ég þekki bara gott fólk!“

Nú þegar for­seta­kosn­ing­arnar eru afstaðn­ar, óska ég nýkjörnum for­seta vel­farn­aðar í emb­ætti. Í kjöl­far úrslita þótti mér for­vitni­legt að velta því fyrir mér, hvers vegna ein­stak­lingur byði sig fram í kosn­ing­um?

Und­an­tekn­ing­ar­lítið tel ég, að ástæðan sé sú, að við­kom­andi tel­ur, að hann geti látið eitt­hvað gott af sér leiða fyrir sam­fé­lag­ið. Vita­skuld gætu þó í sumum til­fellum per­sónu­legir hags­munir ráðið för að ein­hverju leyti.

Auglýsing

Göngum út frá brjóst­viti og inn­sæi ömmu minnar og þeirri skoðun minni, að hinn dýr­mæt­asti kjarni hverrar per­sónu ráði för og skoðum for­seta­fram­bjóð­endur því næst í því ljósi.

Öll sjáum við heim­inn fyrir okkur á mis­mun­andi hátt og mótum okkar við­horf eftir því. Við­horfin skap­ast á lífs­leið­inni og heims­myndin fer eftir því, hvaðan við skoðum mál­in. Fjöllin gengt Húsa­vík hafa þrjú heiti eftir því, hvaðan þú horfir og sjálf­sagt hefur þú, les­andi góð­ur, heyrt sög­una um blindu menn­ina og fíl­inn. Allir mynd­uðu þeir sér skoðun eftir því, hvort þeir snertu rana, búk, hala eða fót.

Þannig er með við­horf fram­bjóð­enda og einnig þeirra, sem meta þá, hvort heldur er um fjöl­miðla­fólk að ræða ellegar hinn venju­lega kjós­anda.

Hvort við­horf fram­bjóð­anda nær eyrum okkar fer þannig eftir því, hvort sam­hljómur fæst í sálum okkar og hvernig við­kom­andi kemur hug­sjónum sínum á fram­færi í ræðu og riti. Stundum er fram­bjóð­anda eðli­legt að vera hann sjálf­ur, án þess að fara í eitt­hvert sér­stakt hlut­verk, sem hann telur að passi aðstæðum hverju sinni.

Oft­ast skortir ekki „hefð­bundna“ greind hjá aðil­um. Stundum getur skort  til­finn­inga­greind, er skapið hleypur með við­kom­andi í gönur og fólk sýnir öðrum ekki til­hlýði­lega virð­ingu. Aðrir eru feimn­ir, eiga erfitt með að koma fram og tjá sín við­horf.

Heims­myndin og við­horfin verða til dæmis ólík eftir mennt­un, inn­ræt­ingu, aldri, fjár­hag og búset­u. 

Við­horf fram­bjóð­end­anna höfð­uðu til þess dýr­mætasta, sem þeir sáu fyrir sér. Ég nefni hér nokkur dæmi:

 • verndun nátt­úru og allrar jarð­ar, við verðum að vera í órjúf­an­legu jafn­vægi vegna þess, að við erum eitt, allt hefur áhrif
 • frið­ar, sem allir þrá, en sífellt er ógnað af per­sónu­legri full­vissu um að hafa rétt fyrir sér eða græðgi 
 • frelsi ein­stak­lings­ins til eigin þroska, valda og klif­urs í met­orða­stig­anum
 • lotn­ingu fyrir sögu lands­ins, þjóð­gilda og menn­ing­ar­arfs
 • stöð­ug­leika og festu, sem skapi öryggi hjá fólki
 • mik­il­vægi þess að vera auð­mjúk­ur, þakk­látur fyrir líf­ið, ætt­ingja og vini
 • víð­sýni og gagn­rýna hugs­un, vissan um, að allt er breyt­ingum háð, það sem virð­ist sann­leikur í dag, getur reynst ósenni­legt eða öðru vísi á morgun
 • áhrifa­máttur hug­ans og bæna, þó svo þekk­ing okkar geti ekki full­yrt neitt, hvernig slíkt á sér stað
 • mik­il­vægi ein­lægni, heið­ar­leika og rækt­unar þjóð­gild­anna, svo að sam­spil alls sé í jafn­vægi
 • ákall um rétt­læti og stjórn­visku svo að ein­stak­lingum verði ekki mis­munað
 • hvernig glettni og góðar sögur geta lífgað til­veru okkar og gefið okkur annað sjón­ar­horn - önnur við­horf á heim­inn og sam­ferða­menn okkar

Fjöl­miðlar og aðr­ir, sem leggja dóm á fram­bjóð­end­ur, ættu að til­einka sér þá reglu að vera víð­sýnir og íhuga, hvaða við­horf hvöttu við­kom­andi til fram­boðs og jafn­framt að meta hinn góða kjarna, sem leyn­ist í öll­u­m. 

Ég óska þess, að allir borg­arar þessa lands sam­ein­ist um öll þau góðu gildi, sem for­seta­fram­bjóð­end­ur, aðrir fram­bjóð­end­ur, þeir, sem huga að hag þjóð­ar­innar og heims­ins sem heild­ar, setja í önd­vegi.

Hug­myndin um við­horfs­breyt­ingu veldur oft hug­ar­angri. Minn­umst þess að við­horf okkar skapa þann heim, sem við skynj­um. Nýir tímar eru framundan með ferskum ein­stak­lingum með glæstar hug­myndir um að veðja á hið „góða, fagra og sanna“. Göngum saman á þeirri veg­ferð. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None