Boðflennur í partýi?

Dagbók manns sem reyndi að komast inn í lokaðan hóp.

Björn Þorláksson
Auglýsing

Það getur verið mik­il­vægt að halda heim­ildum til haga og skrá reynslu á opin­berum vett­vangi. Í nafni lýð­ræð­is, gagn­sæis og lær­dóms hef ég því ákveðið að taka saman og birta upp­lifun mína af fram­boði til Alþingis fyrir flokk sem hefur talað gegn frænd­hygli og veifað sönnum lýð­ræðis­vilja, almenn­ingi til upp­lýs­ing­ar. Þá er þetta einnig skrifað í ljósi þess að aðeins 39 manns, eða 15% félags­manna,  sam­þykktu lista pírata í Norð­aust­ur­kjör­dæmi fyrir alþing­is­kosn­ingar í haust og vekur spurn­ingar um styrk list­ans. Ég óska fram­bjóð­endum góðs gengis en kannski er hér víti til varn­að­ar. Þá skal áréttað að ef mér væri sama um lýð­ræðið í land­inu væri ég ekki að hafa fyrir þessum skrif­um.

Smölun bönnuð

Hér verður fjallað um kerf­is­mál eins og það birt­ist okkur sumum hverjum sem komum á dög­unum ný inn í próf­kjör pírata í NA-­kjör­dæmi. Eftir hvatn­ingu frá almenn­ingi, vegna starfs­fer­ils og vegna þess sem ég hef fundið mig vel í að vinna með ólíkum hóps, m.a. inni á fjöl­breyttum rit­stjórn­um, ákvað ég að taka áskorun og bjóða mig fram í próf­kjöri pírata í NA-­kjör­dæmi þar sem allt benti til að fram­boðið vant­aði öfl­ugt fólk, góðan liðs­auka. Fyrsti félags­fund­ur­inn norðan heiða var áhuga­verður og stefnu­mót­andi. Nýupp­lýst var þá að norð­lenskir píratar ætl­uðu sér að fara af stað með eigið próf­kjör, langt á undan öðrum aðild­ar­fé­lög­um, í raun án þess að almenn­ingur vissi af því. Mynd­ast hafði ráð­andi kjarni hóps inni í félag­inu með sterk tengsl við suma í kjör­dæm­is­ráði sem var ábyrgt fyrir fram­kvæmd. Klíku­kjarn­inn tók áleitnum spurn­ingum um fram­kvæmd og asa próf­kjörs­ins afar illa. Við nýliðar spurðum af hverju það lægi svona á að fara í próf­kjör án þess að kjör­dagur þing­kosn­inga lægi fyr­ir. Svarið var: Við ætlum bara í sum­ar­frí þegar þetta er búið. Þessi kosn­ing er okkar inn­an­fé­lags­mál og það er búið að ákveða fyr­ir­komu­lag­ið. Svo var hnykkt á því að smölun væri bönn­uð. Virt­ist sem sumir rugl­uðu því hug­taki saman við að nýtt fólk bætt­ist sjálf­vilj­ugt í flokk­inn til að kjósa fólk sem það treysti. Aðgangur að félaga­skrá var bann­að­ur, a.m.k. fyrir okkur nýju fram­bjóð­end­urna. Borið var við lands­lög­um! Hvað segja aðrir flokkar um það?

Sumir með VIP-passa

Við nýlið­arnir gáf­umst ekki upp þótt móti blési. Sjálfur vann ég eins og skepna að  metn­að­ar­fullu mark­miði, brann fyrir að sjá eins öfl­ugan lista og orðið gat og horfði þá  einkum til þeirra verð­leika sem jafnan eru metnir í gjót­hörðu sam­keppn­isum­hverfi þegar kom að mati á því hvaða fram­bjóð­endur væru lík­leg­astir til að gæta almanna­hags­muna. Við kaptein­inn hér fyrir norðan áttum tölu­verð sam­skipti um tíma þar sem ég gagn­rýndi þá stöðu sem t.d. hún væri í; að vera bæði for­maður pírata á NA-landi en einnig í fram­boði. Þegar hún steig tíma­bundið til hliðar sem kapteinn vegna próf­kjörs­ins ítrek­aði hún að það væri alls ekki vegna hags­muna­á­rekstra og taldi ósmekk­legt að blanda lífs­björgum hennar inn í gagn­rýni á hennar við­mót. Við rákum okkur á að það skipti ekki máli hvað var sagt og gert heldur hver sagði og gerði hlut­ina. Sumir voru með VIP-passa í partý­inu. Öðrum var legið á hálsi fyrir að vera „þekkt­ir“. Sumir sak­aðir um að vilja fá sér­með­ferð þegar hið rétta var að fólk vildi ein­fald­lega fá sömu virð­ingu og allir eiga skil­ið, nýir eða gaml­ir. Þá gaf að líta „kosn­inga­spá“ til­tek­inna stjórn­ar­manna (sem skjá­skot eru til af) þar sem spáð var löngu fyrir kosn­ingu fyrir um það hvernig loka­upp­röðun yrði. Ótrú­legt en satt þá gekk sú „spá“ nán­ast óbreytt eft­ir.

Auglýsing

Leynd yfir próf­kjöri áhyggju­efni

Mis­klíðin milli eldri félaga og okkar sem kannski mátti vel kalla „boð­flennur í partý­inu“ er marg­skjal­fest. Við þessi nýju áttum erfitt með að fall­ast á sumt sem okkur fannst ein­kenna próf­kjörið þótt annað væri vel gert, van­efnin voru alltaf auð­sæ. Blaða­mannsnefið sem ég hef þjálfað í að sjá hvað eru almanna­hags­munir og hvað sér­hags­munir sagði mér að þótt áleitnar spurn­ingar fengju engan hljóm­grunn innan lókal­fé­lags­ins yrði að ræða ýmis lýð­ræð­is­leg og fram­kvæmd­ar­leg álita­mál við pírata á lands­vísu. Ég ræddi því við kosn­inga­stjóra pírata, Jóhann Krist­jáns­son, um árekstra nýrra liðs­manna við „hefð­ar­vald­ið“ hér norðan heiða og skort á því að hans leið­bein­ingum um fram­kvæmd próf­kjörs­ins væri fylgt eft­ir. Ég ræddi líka við ýmsa trún­að­ar­menn pírata í Reykja­vík og komst að því að asinn, van­bún­að­ur­inn og það sem ég leyfi mér að kalla leyndin yfir pró­kjör­inu væri mörgum flokksmönnum utan Akur­eyrar mikið áhyggju­efni. Sjálfs­for­ræði kjör­dæma­ráðs yrði þó ekki stöðv­að, sögðu þeir, en við­ur­kenndu að afar óheppi­legt væri að reynslu­laust fólk færi fram langt á undan öllum öðrum kjör­dæm­um. Helgi Hrafn Gunn­ars­son var í hópi gagn­rýnenda og benti á að svona kynja­halli gæti engan veg­inn end­ur­speglað almenna kjós­endur árið 2016. Hann spurði hvað lægi á eins og kom fram í frétt­um. Svörin við okkar gagn­rýni voru að gat væri í lögum til að grípa inn í, það var talað um byrj­un­arörð­ug­leika, fjár­skort og alls­herjar van­bún­að. Af því að píratar eru pírat­ar, tákn sak­leysis og rétt­lætis myndu sumir segja, var maður beð­inn um að afsaka aðstæður og halda bara áfram. En hvað með hug­takið ábyrgð? Lát­laus „við og hin­ir“ umræða var í gangi. Ann­ars vegar kvart­aði ráð­andi elíta stað­ar­fé­lags­ins yfir því hvað píratar fyrir sunnan væru þverir og afskipta­sam­ir, laga­tækni­hyggja þeirra var t.d. talin blóts­yrði. Til mála­mynda var þó fram­boðs­frestur fram­lengdur um viku og þá ekki síst til að fá fleiri konur en nið­ur­staðan að loknum úrslitum er jafn­rétt­is­slys eins og síðar verður vikið að.

Fleiri hundar en fólk á félags­fundi

Ég varð vitni að því þegar norð­an­deildin hunds­aði boð­aðan sátta­fund í höf­uð­stöðvum pírata, Tortú­ga, með lands­fé­lag­inu vegna sam­skipta­vanda sem hafði komið upp. Ég varð líka vitni að því þegar kosn­inga­stjóri pírata á lands­vísu sagði á félags­fundi á Akur­eyri að það YRÐI að aug­lýsa fram­boðs­fund­ina hér fyrir norðan áður en þeir fóru fram. Eigi að síður varð nið­ur­staðan sú að ENGIR fundir voru aug­lýst­ir. Nið­ur­staðan varð vita­skuld sú að nán­ast engir óháðir og leit­andi fund­ar­gestir komu á fram­boðs­bund­ina til að meta þá ein­stak­linga sem buðu sig fram til æðstu trún­að­ar­starfa fyrir land og þjóð, allan almenn­ing en ekki bara pírata. Fleiri hundar en fólk jafn­vel og þá er ég ekki að grín­ast. Ég sá einn nýjan fund­ar­gest sem var for­vit­inn að koma inn á fram­boðs­fund spurðan hvort hann væri nokkuð með ofnæmi fyrir hundum þar sem hann stóð tví­stíg­andi í gætt­inni! Alls komu sam­an­lagt innan við tíu tví­fættir óháðir gestir á þessa þrjá fundi sem voru þó opnir öll­um, sam­an­lagt um 10 gestir á þremur „opn­um“ en óaug­lýstum fundum fyrir utan ókost­aðar kynn­ingar á face­book, um 10 fund­ar­gestir sam­an­lagt á Akur­eyri, Húsa­vík og Egils­stöð­um. Þá er ekki minnst á hið mein­gall­aða raf­ræna umhverfi sem nota átti í kosn­ing­unni. Mörgu tölvu­ó­vönu fólki stóð væg­ast sagt stuggur af því. Vitað er um all­mörg atkvæði sem runnu út í sand­inn vegna tækni­legra hind­r­ana og engin síma­númer til að hringja í. Auk þess fá ekki allir tölvu­pósta um það sem er í gangi hverju sinni.

Kærður fyrir brot á siða­reglum

Það sem tor­veld­aði okkur nýliðum í fram­boð­inu að fá ýmsan vanda (og það sem við álitum ama­töris­ma) ræddan opin­ber­lega var að búið var að sam­þykkja siða­reglur fram­bjóð­enda sem þótt góðar væru tor­veld­uðu gagn­rýni. Það var búið að sam­þykkja að bannað væri að halla opin­ber­lega máli á aðra fram­bjóð­endur í próf­kjör­um. Opin­ber gagn­rýni á ólýð­ræð­is­lega og van­búna fram­kvæmd próf­kjörs  gat orðið gagn­rýni á þá sem sett höfðu regl­urnar sjálfir en voru svo tengdir fram­bjóð­endum eða voru sjálfir fram­bjóð­endur og báru sann­ar­lega tvo hatta eftir að þeir hinir sömu ákváðu svo líka að bjóða sig fram í efstu sæti. Ekki hjálp­aði til þegar sá sem hér skrifar var kærður í kosn­inga­vik­unni fyrir brot á siða­regl­um! Kæran var í raun byggð á þeim grunni að ég hefði í skrif­legri kynn­ingu gefið til kynna að ég byggi yfir reynslu sem gæti nýst mjög vel til þing­mennsku! Sér­stök nefnd innan pírata tók málið fyrir og vís­aði kærunni sam­stundis frá en ég var lát­inn vita af því að kvörtun hefði borist. Af þessu máli spruttu margar póst­send­ingar sem verða e.t.v. birtar síð­ar. Ég taldi engin færi á að gera athuga­semdir opin­berar fyrir lands­lýð á meðan á þessu við­kvæma ferli stóð og þeir sem voru í próf­kjöri voru – a.m.k ekki enn – orðnar opin­berar per­són­ur. 

Ekki eðli­leg útkoma

Flestir sem studdu okkur nýlið­ana vildu ekki ganga í pírata til að kjósa í próf­kjör­inu en sögð­ust myndu kjósa okkur í haust. Ég skildi það vel að fólk vildi ekki binda sig við stjórn­mála­sam­tök eins og ástandið er. Svo popp­aði nið­ur­staða próf­kjörs­ins upp á pírata­síð­unni x.pirat­ar.is kl. 12 á mið­nætti á mánu­dags­kvöldi. Nið­ur­staðan var eins og maður ótt­að­ist. Dag­inn eftir hafði pírati sam­band við mig og benti á að það væri ekki eðli­leg útkoma að öll stjórnin hefði tekið þrjú efstu sætin og ekki eðli­leg útkoma að hlut­skipti mitt hefði orðið 7. sæt­ið. Sá pírati sagð­ist hafa heyrt að hópur fólks hefði ekki kosið eftir sann­fær­ingu heldur sleppt því að haka við mig og aðra nýliða sem sumum staf­aði ógn af eða sett okkur kerf­is­bundið með hóp í kringum sig í neðstu sæti. Ekk­ert hafi enn verið spurt um verð­leika, traust og bak­grunn fram­bjóð­enda.

Óþekktir Akur­eyr­ingar skipa efstu sætin

Fjórir óþekktir Akur­eyr­ingar skipa því fjögur efstu sætin á lista pírata í þessu víð­feðma kjör­dæmi, lista sem aðeins 15% félags­manna gátu hugsað sér að sam­þykkja. Kynja­skipt­ingin er þannig að aðeins ein kona er í efstu átta sætum fram­boðsliðsta pírata í NA-­kjör­dæmi. Var kannski óþarft að kjósa í þessu dverg­próf­kjöri? Var búið að stilla upp áður en við nýlið­arnir buðum fram krafta okk­ar?

Ástæða þess að öfl­ug­asta konan (sem hafði hlotið kosn­ingu í 4. sæt­ið, býr á Aust­ur­landi og hefði orðið frá­bær þing­mað­ur) tók ekki sæti sitt og lét taka sig af list­anum er vænt­an­lega sú að þrjú efstu (stjórn­in) hefur ekki verið til við­tals um að láta lækka sig um sæti sem þó hefði verið land­fræði­lega afar skyn­sam­legt með liti til þess að svæði vilja eiga eigin full­trúa sam­kvæmt gammali sögu, það veit ég eftir að hafa fjallað um póli­tík sem frétta­maður ára­tugum sam­an. Engir Aust­firð­ingar eru í mögu­legum þing­sæt­um. Engir Þing­ey­ing­ar. Engir í Fjalla­byggð. Það spyr spurn­inga um raun­veru­lega ást þess­ara þriggju efstu á lýð­ræð­inu og raun­veru­legan vilja til að laða að sem mest fylgi fyrir pírata á lands­vísu. Konan sem hafn­aði 4. sæt­inu hefði orðið frá­bær odd­viti list­ans. Hún  skrif­aði dokt­ors­rit­gerð um höf­unda­rétt. Þurftu píratar ekki á slíkri mann­eskju að halda?

Þagn­ar­hjúpur og leynd

Ég lét orð falla að feng­inni nið­ur­stöðu sem ég hefði betur látið ósögð. En þau ummæli eru ekki kjarni máls­ins heldur það sem gerð­ist bak við tjöld­in. Ég er ekki að afsaka mig en það sem olli mér mestu tjóni að lok­inni nið­ur­stöðu var „frústra­sjón”, burt­séð frá eigin fram­gangi, að sjá lít­inn en ráð­andi hóp fólks fara svo óvar­lega með mögu­leika kjós­enda að koma að umfram annað sann­gjörnum og lýð­ræð­is­legum lista. Meira er undir en svo að þagn­ar­hjúpur og leynd skuli leika um þá sem bera ábyrgð á að svo fór sem fór. Reynsla okkar nýlið­anna rímar vel við reynslu ann­arra af pírötum fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar árið 2014. Lík­indi þeirrar sögu sem Mar­grét Tryggva­dóttir fyrrum þing­maður sagði í pistli á her­du­breid.is, eru tölu­verð. Kíkjum nú aðeins á töl­ur. Um kynni Mar­grétar af pírötum í Kópa­vogi segir eft­ir­far­andi í grein henn­ar: „Í fjöl­miðlum var greint frá því að próf­kjörið lyktaði af „smöl­un” sem var auð­vitað fyndið í ljósi þess að aðeins 25 tóku þátt í að velja 11 fram­bjóð­end­ur. „Smöl­un­in” var auð­vitað ekki í próf­kjörið sjálft heldur á auka­að­al­fund­inn 23. apríl þar sem til stóð að breyta lög­unum svo fleiri gætu kos­ið. Nið­ur­staðan réðst af því að aðeins örfáir höfðu atkvæða­rétt."

78 manns kokk­uðu saman lista

Ég mæli með að áhuga­menn um lýð­ræði lesi grein Mar­grétar í heild nú þegar óum­deilt er að 78 atkvæði eru ábyrg fyrir þing­manna­lista án þess að nokkur mæl­ing hafi verið gerð um óskir almenn­ings. 78 sáu um að kokka saman lista hjá stærsta flokki lands­ins skv. skoð­ana­könn­un­um. Þrír trú­verð­ugir fram­bjóð­endur létu taka nöfn sín af lista pírata í NA-­kjör­dæmi að lok­inni nið­ur­stöðu og aðrir báðu um að fara neðar en þar fóru ekki fremstir í flokki stjórn­ar­menn­irnir í þremur efstu sæt­un­um. Auð­vitað hafa allir stjórn­mála­flokkar óhreinan þvott og það væri barna­skapur að ætla að Píratar væru þar und­an­skild­ir. Það sem hins­vegar hefur vakið vonir í brjóstum okkar margra var að píratar væru ekki í felum með það sem bját­aði á. Til að mynda dáð­ust eflaust margir að hug­rekki þeirra þegar upp kom að vinnu­sál­fræð­ingur hefði verið feng­inn til að leysa deilur innan flokks­ins. En Píratar eru hættir að flagga óhreina þvott­inum sín­um, enda stutt í kosn­ing­ar. Ég skil það sum­part vel en þöggun skil ég ekki. Eru ekki allir vel­komnir í þetta partý?

Flokkur pírata eða almenn­ings?

Lág­marks­krafa að mínu mati í svo van­búnu próf­kjöri var að allir flokks­bundnir píratar ættu að eiga kost á að kjósa. Best hefði verið að hafa opn­ara próf­kjör t.d. ekki með girð­ingum eins og að við­kom­andi hefði þurft að vera 30 daga í flokknum fyrir kosn­ing­ar. Þegar eins skammur fyr­ir­vari er fyrir fólk að bjóða sig fram eins og raun bar vitni í NA-­kjör­dæmi nýt­ist það þeim best sem eru innstu koppar í búri. Það getur bitnað á nið­ur­stöð­unni. Orð­spor fram­bjóð­enda, lýð­ræð­is­legur vilji og trú­verð­ug­leiki á að ráða vali kjós­enda. Ekki 78 atkvæði.

Það mætti skrifa aðra grein um það magn­aða hug­sjóna­starf sem mætti mér á lands­vísu sem og frá­bæra frammi­stöðu þing­manna pírata sem aug­ljós­lega hafa mest að segja um gott fylgi í skoð­ana­könn­un­um. Kannski gerir maður það síð­ar. Eftir situr spurn­ingin um ábyrgð, traust og virkt lýð­ræði. Ætla píratar sér bara að vera flokkur pírata eða ætla píratar að vera flokkur almenn­ings?

Eina kjör­dæmið með óþekktu fólki

Og eitt að lok­um: Það kæmi mér ekki á óvart eins og ég marg­hélt fram á félags­fundum að sú staða kynni að koma upp (þegar ég taldi mig finna hvernig naprir norð­an­vind­arnir blésu gegn okkur nýja fólk­inu, sem sann­ar­lega vorum þó a.m.k. sum hver þekkt­ari fyrir bar­áttu okkar fyrir almanna­hags­munum en klíku­hóp­ur­inn) að NA-­kjör­dæmi verði eina kjör­dæmið þar sem óþekkt fólk rað­ast upp í efstu sæti. Kosn­inga­rann­sóknir sýna að þing­kosn­ingar eru að miklu leyti per­sónu­kjör. Kýs almenn­ingur fólk sem það veit ekki hvort það getur treyst? Snú­ast ekki kosn­ingar um traust gagn­vart ein­stak­lingum ekki síður en um stefnu­skrá? Kýs almenn­ingur þá sem hafa aldrei áður sannað að þeir búi yfir óspilltri hugsun og góðri og sjálf­stæðri dóm­greind? Er nóg að klíka fái umboð til æðstu trún­að­ar­starfa fyrir almenn­ing fyrir það eitt að segj­ast í góðri trú, án þess að hún hafi sýnt opin­ber­lega að henni sé treystandi? Eru orð ein og sér lík­leg til að laða að það massa­fylgi sem píratar sann­ar­lega þurfa til að geta fram­kvæmt rót­tækar breyt­ingar á stjórn­kerfi lands­ins? Er aðeins ein teg­und af orð­ræðu leyfi­leg? Þurfa allir þeir sem bjóða sig fram fyrir pírata að hjakk­ast á því á meðan á kosn­inga­ferli stendur að hóphyggjan sé mik­il­væg­ari en ein­stak­ling­ar. Að eng­inn sé öðrum hæf­ari? Er það þannig sem við breytum ver­öld­inni til hins betra?

Höf­undur er blaða­maður og rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None