Erfitt að vera bestur

Gunnar Torfi
Auglýsing

Þegar ég heyrði að Björn Þor­láks­son hefði gengið í Pírata og hyggði á fram­boð, kom mér það skemmti­lega á óvart. Ég varð spenntur að fá eins reynslu­mik­inn mann og hann inn í störf Pírata á Norð­aust­ur­land­i. En mér þótti mjög leið­in­legt að heyra í fólki á förnum vegi sem lýsti því yfir, að ef hann yrði í efstu sætum myndi það ekki kjósa Pírata. Gaf fólk ýmsar skýr­ingar sem ég ætla ekki út í hér­. Ég íhug­aði þessar yfir­lýs­ingar vand­lega og komst að þeirri leiðu nið­ur­stöðu að ég gæti ekki kosið Björn í efstu sæt­i. ­Fjöl­miðla­menn eru því miður oft umdeild­ir, auð­velt virð­ist vera að afla sér óvild­ar­manna í því starfi og oft eru þeir bestu umdeild­ast­ir.

Um fram­kvæmd próf­kjörs í Norð­aust­ur­kjör­dæmi hefur kannski ekki mikið verið skrifað í fjöl­miðl­um, en þeim mun meira í netheim­um. Á­stæður fyrir því að ákveðið var að fara í próf­kjör svo snemma sem raun bar vitni voru nokkr­ar.

Talað var um á fundum að stærð kjör­dæm­is­ins væri ákveðið vanda­mál, eftir reynslu úr fyrri kosn­inga­bar­áttu var hvatt til þess að próf­kjör yrði fram­kvæmt tím­an­lega. Þannig væri hægt að nýta sumar og haust í kynn­ing­ar­leið­angra um kjör­dæm­ið. Bent var á að Pírata í Norð­aust­ur­kjör­dæmi sár­vant­aði tals­menn sem talað gætu fyrir hönd Pírata á því svæð­i. M­inn­ast má á í því sam­bandi að lög um Upp­lýs­ing­ar­ráð Pírata koma einmitt frá Norð­aust­ur­kjör­dæmi í beinu fram­haldi af þeirri umræð­u. 

Auglýsing

Eitt það fyrsta sem var rætt á kom­andi fundum var dag­setn­ing. Voru menn sam­mála um að tíma þyrfti til að skipu­leggja próf­kjörið en að það þyrfti þó að passa sig að fara ekki of langt inn í sum­arið þar sem sum­ar­frí og annað sum­ara­mstur myndi lík­lega minnka kosn­inga­þátt­töku. Þannig var kom­ist að þeirri dag­setn­ingu sem ákveðin var. ­Stærsti punkt­ur­inn í þessu öllu er þó sú fárán­lega staða sem núver­andi stjórn­ar­flokkar bjóða land­mönnum upp á, með því að fast­setja ekki kosn­ing­ar. Þannig hafa þeir haldið stjórn­ar­and­stöðu­flokkum í spenni­treyju óvissu og get­gátna um verð­andi kjör­dag.

Píratar höfðu rúm­lega mánuð til að til­kynna fram­boð en allir Píratar gátu boðið sig fram í próf­kjör­inu, óháð búset­u. Hófst svo kynn­ing á fram­bjóð­endum innan flokks­ins og voru fundir stíft aug­lýstir á miðlum Pírata og einnig í and­lits­flettu­hópum Pírata. Allir eru held ég sam­mála um að leið­in­lega fáir gestir létu sjá sig, en það er ekki vegna skorts á aug­lýs­ing­um, vil ég full­yrða. Ekki treysti ég mér til að útskýra dræma fund­ar­sókn að öðru leyti. Próf­kjör fór fram og var ágætis þátt­taka í því, miðað við skráða félaga.

Víkur nú að gagn­rýni Björns sem kemur fram í aðsendri grein í Kjarn­anum mið­viku­dag­inn síð­asta.

Björn minn­ist á að smölun sé óheim­il. Það þarf ekki að hafa mörg orð um sið­leysi smöl­unar í próf­kjörum þar sem pít­sur og bjór er í boði fyrir atkvæð­i. ­Fólk sem skráði sig í Pírata 30 dögum fyrir próf­kjör var heim­ilt að kjósa og ekki býst ég við að kjör­dæma­ráð hefði gert athuga­semd við að Björn hefði reynt að stækka Pírata á Norð­aust­ur­landi með því að tala fyrir flokkn­um, en ekki tókst honum það. Mis­skiln­ingur held ég að ráði því að Björn heldur að lands­lög banni aðgang að félaga­tali. Hins vegar eru það lög Pírata sem banna aðgang óbreyttra félags­manna að félaga­tali, mig grunar nú að hann viti það, hitt hljómar bara bet­ur. ­Setur hann síðan út á kosn­inga­spá, en mig grunar að það sé hrein­lega skoð­ana­könnun á And­lits­flett­in­u. Það ætti nú ekki að koma fjöl­miðla­mann­inum á óvart að skoð­ana­könnun hafi síðan reynst sann­spá um úrslit kosn­inga.

Þegar ég ræddi við fólk á aðal­fundi Pírata uppgvötvaði ég að smá sam­skipta­leysi hafði átt sér stað. Ég stóð í þeirri trú að félagar okkar fyrir sunnan vissu rökin fyrir því að ákveðið var að ráð­ast í próf­kjör eins fljótt og auðið var. Þessi ákvörðun var ekki umdeild, að ég best veit, þegar hún var tekin og ástæður aug­ljós­ar, að okkur fannst. Engin leynd hvíldi yfir fram­kvæmd­inni, engum var synjað um upp­lýs­ingar og voru menn reyndar hvattir til að kynna sér hvernig Norð­aust­ur­kjör­dæmi stæði að próf­kjöri. Fólk gæti þá séð hvað var vel gert og hvað mætti betur fara.

Kynja­hlut­föll eru, með réttu, Birni hug­leikin og á sú gagn­rýni rétt á sér­. Hins­vegar má benda á að erf­ið­lega gekk að fá konur til að bjóða sig fram og hef ég ekki trú á að það hefði breyst þó svo að próf­kjöri hefði verið frestað til hausts. Ekki kann­ast ég við pirr­ing yfir félögum okkar fyrir sunn­an.  Því til stað­fest­ingar voru breyt­ingar á lög­um, sem Norð­aust­ur-P­íratar lögðu fram sam­þykkt. En þær komu í veg fyrir að allir skráðir Píratar gætu kosið í próf­kjörum all­stað­ar­. Það var gert til að „lukku­ridd­ar­ar“ eigi erf­ið­ara með að hljóta kosn­ing­u. Það er rök­stutt með því að það er ekki hægt að ætl­ast til að allir Píratar kynni sér alla fram­bjóð­endur í öllum kjör­dæm­um. Þá kemur hættan á því að fólk kjósi nafn sem það þekkir þó það hafi kannski aldrei talað við fram­bjóð­and­ann. Ekki var fund­ur­inn kl. 8 á laug­ar­dags­morgn­inum umtal­aður sem sátta­fund­ur, heldur var talað um hitt­ing til að kynn­ast og slíkt. ­Fæstir treystu sér til að mæta á þann fund, sér­stak­lega ekki eftir kynn­ing­ar­fund­inn á föstu­dags­kvöld­inu sem stóð nokkuð leng­i. Ekki er mér kunn­ugt um annan fund. ­Björn veit full­vel að allir fundir voru aug­lýstir á miðlum Pírata. Þó það hefði ekki verið verra að ná að aug­lýsa í stað­bundnum miðlum þá voru hrein­lega ekki tök á því.

Not­ast var við raf­rænt kosn­inga­kerfi Pírata. Rétt er það að kvart­anir heyrð­ust um að erfitt væri að finna réttan stað á síð­unni til að kjós­a. Var brugð­ist mjög hratt við því og leið­bein­ingar settar á net­ið.  Ef fólk gat ekki kosið með hjálp þeirra, er það mjög mið­ur­. En ég ætla að leyfa mér að efast um „all­mörg“ atkvæði, nema við Björn skil­greinum „all­mörg“ mjög ólíkt. ­Tölvu­pósta fá allir Píratar með skráð net­föng, vanda­málið er, eins og með svo marga tölvu­pósta, að fólk les þá ekki alltaf. ­Björn full­yrðir hins­vegar að sumir fái ekki senda pósta. Það er mjög leitt að heyra en varla við skipu­leggj­endur próf­kjörs að sakast ef fólk skráir sig ekki rétt.  

Björn kemur svo með eina alvar­leg­ustu athuga­semd sína, sem verður að svara. Hún er sú að þeir sem voru í próf­kjöri hafi haft áhrif á fram­kvæmd próf­kjörs­ins. ­Björn veit það alveg að hann fer með rangt mál. ­Kjör­dæma­ráð var skip­að, ágrein­ingur kom upp í byrjun sem end­aði með að einn með­lima sagði sig úr ráð­in­u. Allt leyst­ist þó um síðir og gaf ráðið út fram­boðs­regl­ur. Kynn­ing­ar­hópur var skip­að­ur, hann hafði veg og vanda að skipu­leggja kynn­ing­ar­efni og fund­i. En þetta fólk sakar Björn um að hafa ekki gætt fyllsta hlut­leysis í sínum störfum og er það mið­ur­. ­Björn bætir svo frekar í en hitt og sakar hóp fólks innan Norð­aust­ur-P­írata um að hafa ekki kosið eftir sinni bestu sann­fær­ing­u. Heldur hópað sig um að kjósa gegn hon­um. Þetta er ekki svara­vert og lýsir Birni betur en kjós­endum í próf­kjör­inu.

Mik­ill missir er af Krist­ínu Amalíu af list­anum en hún náði 4. sæti sem hún afþakk­að­i. Við Björn erum sam­mála um að hún hefði orðið frá­bær þing­mað­ur­. Ekki veit ég af hverju hún afþakk­aði sætið og ætla ekki að giska á það eins og Björn gerir í sínum pistli. Birni er tíð­rætt um þagn­ar­hjúp og leynd og reynir að gera alla fram­kvæmd­ina tor­tryggi­lega og leitar eftir þeim sem bera ábyrgð á nið­ur­stöðum sem feng­ust út úr lög­legum kosn­in­um, en það er kjör­dæma­ráð, leyndin er ekki meiri en svo. Vitnar hann svo í grein sem Mar­grét Tryggva­dóttir skrif­aði fyrir tveim árum. Ég bendi á að mikið vatn hefur runnið til sjávar síð­an, mörgum lögum breytt og starfs­hættir aðrir innan Pírata.

Lýkur Björn grein sinni með nokkrum spurn­ing­um. Eins og til dæmis hvort að kosn­ingar snú­ist ekki „um traust gagn­vart ein­stak­lingum ekki síð­ur, en um stefnu­skrá?“ Þarna hittir Björn naglan á höf­uðið því benda má á að próf­kjör gera það einnig, þau snú­ast um traust. Næst kemur spurn­inga­flóð sem lýsir best van­kunn­áttu Björns á innra starfi og upp­bygg­ingu Pírata. P­íratar standa einmitt ekki fyrir það að koma frægum ein­stak­lingum á þing. Það er alls ekki þannig að það sé tal­inn galli að „venju­legt“ og „óþekkt“ fólk bjóði sig fram, eins og kemur best fram í því að Helgi Hrafn telur að hann nýt­ist betur í gras­rót­inni en á þingi þegar það tekur við eftir kosn­ing­ar, hvernig svo sem þær fara.

Höf­undur er með­limur í kynn­ing­ar­nefnd Norð­aust­ur-­kjör­dæm­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None