tyrkland_9952987556_o.jpg
Auglýsing

Rit­höf­und­ur­inn Jaroslav Hašek, sem lést fer­tugur að aldri árið 1923, hafð­i hálf­gerða náð­ar­gáfu þegar kom að því að greina flókin sam­fé­lags­mál með húmor­inn að vopn­i. 

Bókin sem hann dó frá áður en hann náði að klára hana, sagan stór­kost­lega um Góða dát­ann Svejk, er til marks um óvenju­lega frá­sagn­ar­hæfi­leika hans til þess að takast á við stórar spurn­ingar með hníf­beittan húmor­inn að vopn­i. 

Svejk fer í gegnum hörm­ungar fyrri heim­styrj­ald­ar­innar og lendir í ýmsum ævin­týrum, en nær alltaf að koma niður á löpp­un­um. Und­ir­liggj­andi eru hörm­ungar stríðs­ins, og hvaða hvatir það leiðir fram í fari manna. 

Auglýsing

Balkanskag­inn og Aust­ur-­Evr­ópa er helsta land­fræði­lega sögu­svið bók­ar­inn­ar, en þar kveikti morðið á rík­is­arf­anum Franz Ferdin­and í Sara­jevo, í júlí 1914, bálið sem hrinti af stað skelfi­legu stríði. Bókin hefst á því að Svejk fær þessar fréttir hjá rak­ar­an­um.

Staða mála í Tyrk­landi nú, minnir á stöð­una á Balkanskag­anum í upp­hafi fyrri heim­styrj­ald­ar. Þá var kom­inn upp mik­ill flótta­manna­vandi og mikil spenna milli ólíkra þjóð­brota og trú­ar­hópa. 

Í Tyrk­landi, þar sem búa tæp­lega 80 millj­ónir manna, er við­kvæm staða þessa dag­ana, svo ekki sé meira sagt. Erdogan for­seti er nú að „hreinsa“ til í stjórn­kerf­inu eftir mis­heppn­aða valda­ránstil­raun, en skammt undan er skelf­ing stríðs, alþjóða­póli­tísk spenna við landa­mæri og mik­ill straumur flótta­manna til lands­ins. 

Von­andi tekst að stilla til friðar á þessu svæði, en spor sög­unnar hræða. Bless­un­ar­lega eru nú fyrir hendi alþjóða­stofn­anir og ríkja­banda­lög sem hjálpa til við að efla sam­starf og stilla til frið­ar, þegar þess þarf. 

En atburð­irnir í Tyrk­landi gefa samt vís­bend­ingar um, að hlut­irnir geti breyst hratt til hins verra. Alveg eins og raunin var hjá Svejk, þó alltaf hafi nonum tek­ist að kom­ast leti­lega í gegnum marg­vís­legar og ólíkar hindr­an­ir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None