Leiða upplýsingafulltrúar til minna fylgis?

Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var að ráða sér upplýsingafulltrúa.
Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var að ráða sér upplýsingafulltrúa.
Auglýsing

Þótt áherslur síð­ustu tveggja rík­is­stjórna lands­ins hafi verið afar ólíkar þá er þróun á ánægju kjós­enda með þær það ekki. Rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur hóf sinn starfs­tíma með tæp­lega 57 pró­sent stuðn­ing en hann féll ansi fljótt og fór mest niður í 22 pró­sent í heit­ustu Ices­a­ve-­deil­un­um. Í síð­ustu könnun MMR fyrir kosn­ing­arnar 2013 studdu ein­ungis 31,5 pró­sent frá­far­andi rík­is­stjórn.

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar upp­lifði sam­bæri­legar sveifl­ur. Tæp­lega 60 pró­sent lands­manna studdu hana fyrst eftir að hún var mynduð en í könnun sem birt var dag­inn eftir að Sig­mundur Davíð hrökkl­að­ist frá völd­um, 6. apríl 2016, náði stuðn­ingur við hana sögu­legri lægð þegar hann mæld­ist ein­ungis 26 pró­sent.

Stuðn­ing­ur­inn hefur aðeins bragg­ast eftir að Sig­urður Ingi Jóhanns­son tók við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu en mæld­ist samt sem áður ein­ungis tæp­lega 34 pró­sent í síð­ustu könn­un.

Auglýsing

Það sem gerir þessa hnignun á stuðn­ingi við síð­ustu tvær rík­is­stjórnir athygl­is­vert er að ráð­gjafa- og aðstoð­ar­manna­stoðið í kringum slíkar hefur aldrei verið meira en hjá þeim tveim. Þá hafa þær báð­ar, einar rík­is­stjórna í Íslands­sög­unni, ráðið sér­staka upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórnar til að tala upp verk þeirra við öll mögu­leg tæki­færi og ríf­ast við fólk á sam­fé­lags­miðl­um. Jóhann Hauks­son gengdi því starfi í tíð Jóhönn­u-­stjórn­ar­innar en Sig­urður Már Jóns­son hefur gert það í tíð þeirrar sem nú sit­ur.

Mögu­lega er lær­dóm­ur­inn sem má draga af þessu sá að það borgi sig frekar að leyfa kjós­endum að ákveða sjálfir hvort þeir séu ánægðir með störf rík­is­stjórna í stað þess að vera með menn á háum launum við að segja þeim hversu frá­bær rík­is­stjórn hvers tíma sé.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None