Nýliðar íslensks sjávarútvegs

Jens Garðar Helgason
Auglýsing

Í almennri umræðu um sjáv­ar­út­vegs­mál kemur oft upp krafan um aukna nýliðun í grein­inn­i.  Í þessum kröfum fel­ast hug­myndir um að skerða afla­heim­ildir eins til að færa með póli­tískum útdeil­ingum til ann­ar­s.  Að baki þess­arra hug­mynda er sú róm­an­tíska sýn að ungir frjáls­huga menn geti farið á litlum bátum og róið til sjávar – nýliðar í sjáv­ar­út­veg­i.  Þessi hug­mynda­fræði átti kannski við fyrir nokkrum árum eða ára­tugum síðan – alveg eins og orfið og ljár­inn voru eitt sinn helstu verk­færi íslenskra bænda eða konur og karlar að salta síld undir berum himni á síld­arplönum um allt land.  Það er nefni­lega ekki langt síðan að íslenskur sjáv­ar­út­vegur var staðn­að­ur, fjár­fest­ing var lít­il, inn­grip stjórn­valda voru dag­legt brauð, sjóðir settir upp til bjargar grein­inni, störf voru árs­tíð­ar­bund­in, atvinnu­ör­yggi lítið og fiski­stofnar voru ofveidd­ir.  Greinin var ósjálf­bær og veiðar óábyrg­ar.  Greinin var óum­hverf­is­væn og fiski­skipa­flot­inn var alltof stór.

En árið er 2016.  Und­an­farna rúma tvo ára­tugi hefur íslenskur sjáv­ar­út­vegur tekið stakka­skiptum og sökum þess fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfis sem við búum við í dag hefur skap­ast mögu­leiki fyrir grein­ina að stór­auka gæði, sækja á kröfu­harð­ari mark­aði með ferskari vöru, hugsa til lengri tíma, búa til frjóan jarð­veg fyrir nýsköpun og áfram­vinnslu, minnka vist­spor við veiðar og vinnslu og síð­ast en ekki síst búa til atvinnu­grein þar sem sjó­mönnum og land­verka­fólki er tryggt atvinnu­ör­yggi og betri laun.  

Það er einmitt á þessum grunni sem jarð­vegur hefur mynd­ast fyrir nýsköpun og nýliðun í grein­inn­i.  Við erum meðal fremstu þjóða þegar kemur að nýsköpun og fjölgun sprota­fyr­ir­tækja í einni atvinnu­grein.  Ungt, menntað og hug­mynda­ríkt fólk horfir á tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi með öðrum hætti í dag en áður.  Um allt land hafa sprottið upp fyr­ir­tæki sem sjá sókn­ar­færi í sjáv­ar­út­vegi – að nýta betur og full­nýta það hrá­efni sem úr haf­inu fæst.  Nokkur dæmi um fyr­ir­tæki sem hafa þróað vörur fyrir heilsu- og lyfja­geirann, unnar úr auka­af­urðum í fisk­vinnslu, eru Cod­land, Ker­ecis, Zymet­ech, Genís, Pri­mex, Iceprot­ein, Ankra og fleiri.  Íslenski Sjáv­ar­klas­inn er suðu­pottur hug­mynda þar sem yfir 50 fyr­ir­tæki tengd þjón­ustu og nýsköpun eru á sama stað og leita nýrra tæki­færa og þróa nýjar afurð­ir.  Þau tækni­fyr­ir­tæki sem að grein­inni standa eru í fremstu röð eins og Mar­el, Skag­inn, Vélfag, 3X, Valka og fleiri.  Þessi fyr­ir­tæki hanna og fram­leiða hátækni vélar og hug­búnað fyrir kröfu­harðan sjáv­ar­út­veg sem alltaf leit­ast við að nýta hrá­efnið betur og auka gæð­i.  Á þeim grunni hafa þessi félög byggt sig upp og eru mörg hver stór á sínu sviði í alþjóð­legri sam­keppni.  

Auglýsing

Ungt fólk sem fer í skip­stjórn­ar- eða vél­stjórn­ar­nám menntar sig til að starfa um borð í skipum þar sem öryggi, starfs­að­staða og annar aðbún­aður er til fyr­ir­myndar og atvinnu­ör­yggi er stöðugt.  

Sam­starf grein­ar­innar og háskól­anna hefur getið af sér öfl­ugar náms­brautir og verk­efni tengd sjáv­ar­út­vegi eins og sjáv­ar­út­vegs­fræði í Háskól­anum á Akur­eyri, Haf­tengd nýsköpun í Vest­manna­eyjum og Hnakka­þon í HR.  For­senda þess að við náum enn frek­ari árangri í verð­mæta­sköpun og efl­ingu mannauðs er að efla enn frekar og styðja við nám á öllum skóla­stigum tengt sjáv­ar­út­vegi.

Þannig mætti lengi telja en að ofan má greini­lega sjá að nýliðar í sjáv­ar­út­vegi eru fjöl­margir og þeir horfa til fram­tíð­ar. Sjá sókn­ar­færin í vöru­þróun og nýsköp­un, að starfa hjá spenn­andi tækni­fyr­ir­tækjum sem keppa á alþjóða­mark­aði og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum sem eru í fremstu röð á heims­vísu. Á þessi mið róa nýliðar nútíma sjáv­ar­út­vegs.

Höf­undur er for­maður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None