Nýliðar íslensks sjávarútvegs

Jens Garðar Helgason
Auglýsing

Í almennri umræðu um sjáv­ar­út­vegs­mál kemur oft upp krafan um aukna nýliðun í grein­inn­i.  Í þessum kröfum fel­ast hug­myndir um að skerða afla­heim­ildir eins til að færa með póli­tískum útdeil­ingum til ann­ar­s.  Að baki þess­arra hug­mynda er sú róm­an­tíska sýn að ungir frjáls­huga menn geti farið á litlum bátum og róið til sjávar – nýliðar í sjáv­ar­út­veg­i.  Þessi hug­mynda­fræði átti kannski við fyrir nokkrum árum eða ára­tugum síðan – alveg eins og orfið og ljár­inn voru eitt sinn helstu verk­færi íslenskra bænda eða konur og karlar að salta síld undir berum himni á síld­arplönum um allt land.  Það er nefni­lega ekki langt síðan að íslenskur sjáv­ar­út­vegur var staðn­að­ur, fjár­fest­ing var lít­il, inn­grip stjórn­valda voru dag­legt brauð, sjóðir settir upp til bjargar grein­inni, störf voru árs­tíð­ar­bund­in, atvinnu­ör­yggi lítið og fiski­stofnar voru ofveidd­ir.  Greinin var ósjálf­bær og veiðar óábyrg­ar.  Greinin var óum­hverf­is­væn og fiski­skipa­flot­inn var alltof stór.

En árið er 2016.  Und­an­farna rúma tvo ára­tugi hefur íslenskur sjáv­ar­út­vegur tekið stakka­skiptum og sökum þess fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfis sem við búum við í dag hefur skap­ast mögu­leiki fyrir grein­ina að stór­auka gæði, sækja á kröfu­harð­ari mark­aði með ferskari vöru, hugsa til lengri tíma, búa til frjóan jarð­veg fyrir nýsköpun og áfram­vinnslu, minnka vist­spor við veiðar og vinnslu og síð­ast en ekki síst búa til atvinnu­grein þar sem sjó­mönnum og land­verka­fólki er tryggt atvinnu­ör­yggi og betri laun.  

Það er einmitt á þessum grunni sem jarð­vegur hefur mynd­ast fyrir nýsköpun og nýliðun í grein­inn­i.  Við erum meðal fremstu þjóða þegar kemur að nýsköpun og fjölgun sprota­fyr­ir­tækja í einni atvinnu­grein.  Ungt, menntað og hug­mynda­ríkt fólk horfir á tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi með öðrum hætti í dag en áður.  Um allt land hafa sprottið upp fyr­ir­tæki sem sjá sókn­ar­færi í sjáv­ar­út­vegi – að nýta betur og full­nýta það hrá­efni sem úr haf­inu fæst.  Nokkur dæmi um fyr­ir­tæki sem hafa þróað vörur fyrir heilsu- og lyfja­geirann, unnar úr auka­af­urðum í fisk­vinnslu, eru Cod­land, Ker­ecis, Zymet­ech, Genís, Pri­mex, Iceprot­ein, Ankra og fleiri.  Íslenski Sjáv­ar­klas­inn er suðu­pottur hug­mynda þar sem yfir 50 fyr­ir­tæki tengd þjón­ustu og nýsköpun eru á sama stað og leita nýrra tæki­færa og þróa nýjar afurð­ir.  Þau tækni­fyr­ir­tæki sem að grein­inni standa eru í fremstu röð eins og Mar­el, Skag­inn, Vélfag, 3X, Valka og fleiri.  Þessi fyr­ir­tæki hanna og fram­leiða hátækni vélar og hug­búnað fyrir kröfu­harðan sjáv­ar­út­veg sem alltaf leit­ast við að nýta hrá­efnið betur og auka gæð­i.  Á þeim grunni hafa þessi félög byggt sig upp og eru mörg hver stór á sínu sviði í alþjóð­legri sam­keppni.  

Auglýsing

Ungt fólk sem fer í skip­stjórn­ar- eða vél­stjórn­ar­nám menntar sig til að starfa um borð í skipum þar sem öryggi, starfs­að­staða og annar aðbún­aður er til fyr­ir­myndar og atvinnu­ör­yggi er stöðugt.  

Sam­starf grein­ar­innar og háskól­anna hefur getið af sér öfl­ugar náms­brautir og verk­efni tengd sjáv­ar­út­vegi eins og sjáv­ar­út­vegs­fræði í Háskól­anum á Akur­eyri, Haf­tengd nýsköpun í Vest­manna­eyjum og Hnakka­þon í HR.  For­senda þess að við náum enn frek­ari árangri í verð­mæta­sköpun og efl­ingu mannauðs er að efla enn frekar og styðja við nám á öllum skóla­stigum tengt sjáv­ar­út­vegi.

Þannig mætti lengi telja en að ofan má greini­lega sjá að nýliðar í sjáv­ar­út­vegi eru fjöl­margir og þeir horfa til fram­tíð­ar. Sjá sókn­ar­færin í vöru­þróun og nýsköp­un, að starfa hjá spenn­andi tækni­fyr­ir­tækjum sem keppa á alþjóða­mark­aði og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum sem eru í fremstu röð á heims­vísu. Á þessi mið róa nýliðar nútíma sjáv­ar­út­vegs.

Höf­undur er for­maður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS).

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None