Landsbankinn valinn til að selja hluti ríkisins

Landsbankinn
Auglýsing

Íslenska rík­ið, í gegnum félagið Lind­ar­hvol, hefur valið Lands­bank­ann, í eigu íslenska rík­is­ins, til þess að veita ráð­gjöf við sölu á hluta­bréfa­eignum rík­is­ins. Um er að ræða eignir rík­is­ins í stórum fyr­ir­tækjum sem eru skráð á mark­að, Eim­skip, Sím­an­um, Reitum og Sjó­vá.

Ríkið eign­að­ist hluti í fjölda­mörgum fyr­ir­tækjum í gegnum stöð­ug­leika­fram­lög frá slita­búum fall­inna banka. Þetta verður stór einka­væð­ing og það er mik­il­vægt fyrir alla að vel tak­ist til við söl­una, enda verður vænt­an­lega um millj­arða við­skipti að ræða.

Lands­bank­inn er ekki beint með flekklausan feril við sölu rík­is­eigna, eftir söl­una á hlut bank­ans í Borg­un, í lok­uðu sölu­ferli fyrir lágt verð til val­inna fjár­festa. Ráða­menn hafa við­ur­kennt að allt í kringum þá sölu hafi verið klúð­ur. Lands­bank­inn nýtir von­andi þetta tæki­færi til þess að sýna fram á að hann hafi lært af því dæma­lausa klúðri, og hafi gegn­sæið að leið­ar­ljósi þegar rík­is­bank­inn selur rík­is­eign­irn­ar. 

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None