Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að sækjast eftir 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, og mun hann þar meðal annars bítast við Þorstein Sæmundsson, þingmann Framsóknarflokksins. Karl og Þorsteinn hafa verið nokkuð áberandi í þingflokki Framsóknarflokksins, og meðal annars skrifuðu þeir grein saman þar sem þeir gagnrýndu fjölmiðla harðlega, einkum RÚV, fyrir.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með baráttunni um hver það verður sem leiðir lista flokksins í kjördæminu. En á sama tíma má velta því fyrir sér, hver það verður sem leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Þar beinist kastljósið að Lilju D. Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra, sem er utan þings, eftir að hafa komið nokkuð óvænt inn á sviðið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hætti sem forsætisráðherra.
Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag. Það verður að spennandi að sjá hvað Lilja gerir. Hún virðist eiga nokkuð augljósa leið inn í 1. sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður, ef hún kýs svo.