Hvað gerir Lilja?

Tveir hafa boðið fram krafta sína sem forystumenn Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður en engin í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur ákveðið að sækj­ast eftir 1. sæti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, og mun hann þar meðal ann­ars bít­ast við Þor­stein Sæmunds­son, þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins. Karl og Þor­steinn hafa verið nokkuð áber­andi í þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks­ins, og meðal ann­ars skrif­uðu þeir grein saman þar sem þeir gagn­rýndu fjöl­miðla harð­lega, einkum RÚV, fyr­ir. 

Það verður for­vitni­legt að fylgj­ast með bar­átt­unni um hver það verður sem leiðir lista flokks­ins í kjör­dæm­inu. En á sama tíma má velta því fyrir sér, hver það verður sem leiðir list­ann í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Suð­ur. Þar bein­ist kast­ljósið að Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, utan­rík­is­ráð­herra, sem er utan þings, eftir að hafa komið nokkuð óvænt inn á sviðið þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hætti sem for­sæt­is­ráð­herra. 

Fram­boðs­frestur rennur út á hádegi í dag. Það verður að spenn­andi að sjá hvað Lilja ger­ir. Hún virð­ist eiga nokkuð aug­ljósa leið inn í 1. sætið í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, ef hún kýs svo.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None