OECD, landbúnaður og tollkvótar

thorolfur_matthiasson.jpg
Auglýsing

Félag atvinnu­rek­enda kynnti skýrslu um aðferðir við úthlutun toll­kvóta á land­bún­að­ar­vörum sam­kvæmt alþjóð­legum samn­ingum 12. ágúst 2016. Í skýrsl­unni er sú upp­boðs­að­ferð­in, sem íslensk og norsk stjórn­völd nota við úthlutun toll­kvóta, harð­lega gagn­rýnd. M.a. er bent á ógagn­sæi sem hlýst af að sem inn­flytj­endur vöru greiða mis­hátt verð fyrir toll­kvóta fyrir þeirrar vöru. Þessu má kippa í lið­inn með því að not­ast við sömu upp­boðs­reglur á inn­flutn­ings­kvóta og ráðu­neytið notar við upp­boð á mjólk­ur­kvóta. Í skýrsl­unni er einnig bent á að upp­boðs­að­ferðin vinni gegn anda þeirra alþjóða­samn­inga sem kveða á um skyldur Íslend­inga til að heim­ila toll­frjálsan inn­flutn­ing land­bún­að­ar­af­urða.

Land­bún­að­ar­ráð­herra, Gunnar Bragi Sveins­son, hélt því fram í sam­tali við frétta­mann Stöðvar 2, aðspurður um þá gagn­rýni sem kemur fram í skýrsl­unni, að sjálft OECD hafi mælt sér­stak­lega með upp­boðs­að­ferð­inni. OECD er skamm­stöfun fyrir Org­an­isation for Economic Co-oper­ation and Develop­ment, gjarnan kölluð Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin í íslenskri þýð­ingu.

OECD hefur um langt ára­bil safnað upp­lýs­ingum um kostnað neyt­enda í aðild­ar­löndum sínum vegna alls lags takmark­ana á inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­af­urða. Þannig kemur í ljós að svo­kall­aður fram­leið­enda­stuðn­ingur nemur tæpum 60% af heild­ar­tekjum bænda á Íslandi árið 2015.  Fram­leið­enda­stuðn­ing­ur­inn er hærri í Nor­egi og Sviss (rúm 60% í báðum lönd­um).  Fram­leið­enda­stuðn­ingur í Evr­ópu­sam­band­inu er umtals­vert lægri, eða um 19% (var um 33% árið 2000).  Þessi stuðn­ingur er ýmist í formi beinna styrkja eða í formi inn­flutn­ings­vernd­ar. Þessi upp­lýs­inga­söfnun OECD opn­aði augu stjórn­mála­manna og almenn­ings fyrir því hversu kostn­að­ar­söm vernd­ar­stefna á land­bún­að­ar­svið­inu í raun­inni er.  Fram til 1995 var vernd­ar­stefnan rekin með algjöru banni við inn­flutn­ingi ákveð­inna vöru­flokka eða með kvóta­setn­ingu þannig að ein­ungis væri heim­ilt að flytja inn til­tekið magn  af við­kom­andi vöru­flokki.  Með Mara­kes­h-­sam­komu­lag­inu um land­búnað sam­þykktu aðild­ar­ríki Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ar­innar (World Trade Org­an­ization) að falla frá magn­hindr­unum og beita tollum (verð­tak­mörkunum) í stað­inn.  

Auglýsing

Í vinnu­skýrslu (Work­ing paper) frá Vinnu­hópi á vegum Við­skipta­nefndar OECD frá 2004 eru rökin fyrir að breyta magn­kvótum í tolla rak­in: „The met­hod of admini­ster­ing a quota can make a great deal of differ­ence as to its effects. The met­hod of administration that most economists would prefer, but which govern­ments only occasionally use, involves the auct­ion­ing of quot­as. This met­hod of admini­ster­ing the quota comes close to replicat­ing a tariff equal to the price of the licen­se, since it not only raises the domestic price above the world price, but also all­ows the govern­ment to acquire the price differ­ence (quota rent) as revenu­e.“(Sjá hér, box 3, bls 29).

Tolla­í­gildi inn­flutn­ings­banns er mjög hátt. Auga leið gefur að sé tollur festur í hinu háa gildi mun ekki koma til inn­flutn­ings. Toll­frjálsu kvót­unum er ætlað að brjóta þessa Catch-22 stöðu með því að opna glufu þar sem inn­fluttar land­bún­að­ar­af­urðir í hátollaum­hverfi gætu verið seldar á sam­keppn­is­hæfu verði við heima­fram­leiðslu. Það má segja að með því að bjóða upp toll­kvót­ana hafi íslensk stjórn­völd (og önnur stjórn­völd sem not­ast við sömu aðferð) unnið gegn anda sam­komu­lags­ins en ekki með því.  

Und­ir­rit­aður hefur leitað að stað­fest­ingu þess að OECD hafi mælt með því að toll­frjálsir kvótar á land­bún­að­ar­vörum séu boðnir upp en ekki fund­ið. Und­ir­rit­aður hefur fundið bréf frá Sam­tökum afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði þar sem þessi full­yrð­ing er sett fram. Í því bréfi er vitnað til skýrslu starfs­hóps um tolla­mál á sviði land­bún­aðar til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra.  Í skýrslu starfs­hóps um tolla­mál er vitnað í ofan­greinda skýrslu OECD frá 2004. Aðrar heim­ildir um þessa meintu afstöðu OECD hefur und­ir­rit­uðum ekki tek­ist að finna. En lýsir vinnu­skýrslan frá 2004 afstöðu OECD? Á bls. 5 segir m.a.: „The cur­rent study contri­butes to a more comp­lete ana­lysis of quantita­tive trade restrict­ions and seeks to provide additional back­ground mater­ial rel­evant for the NTB-related discussions of the Negoti­at­ing Group on Market Access for Non-A­gricultural Prod­uct­s.“ Hér er berum orðum sagt að papp­ír­inn sé tek­inn saman sem stuðn­ingur við frek­ari umræður á vett­vangi samn­inga­nefndar á sviði mark­aðs­að­gangs fyrir vörur sem ekki eru land­bún­að­ar­vör­ur! Vinnu­skýrslan er ekki stefnu­skjal og lýsir ekki afstöðu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar til aðferða við úthlutun toll­kvóta land­bún­að­ar­af­urða sam­kvæmt alþjóð­legum samn­ing­um.

Vinnu­skýrslan ber með sér að verið er að fjalla um ágæti þess að leggja af magn­tak­mark­anir (Qu­antita­tive Restrict­ions,  skamm­stafað QR) og not­ast frekar við tolla­í­gildi og/eða upp­boð toll­kvóta sem lönd hafa sett ein­hliða. Und­ir­rit­aður getur ekki séð að verið sé að fjalla um hvernig farið skuli með toll­kvóta sem settir eru á grund­velli tví­hliða- eða marg­hliða milli­ríkja­samn­inga. Mark­mið ein­hliða kvóta er að vernda inn­lenda fram­leiðslu. Rök höf­undar vinnu­skýrsl­unnar (Peter Czaga heitir hann) eru þau að betra sé að bjóða slíka kvóta upp en að úthluta þeim með handa­hófs­kenndum hætti. Mark­miðið með WTO-kvót­unum og ESB-kvót­unum sem land­bún­að­ar­ráðu­neytið íslenska býður upp með jöfnu milli­bili er allt ann­að. 

Mark­miðið með þeim kvótum er að opna íslenskan markað fyrir erlendri fram­leiðslu. Mark­miðið er ekki að loka íslenskum mark­aði fyrir erlendri fram­leiðslu. Þess vegna er órök­rétt að beita þeirri aðferð sem OECD mælir með að sé not­uð, sé mark­miðið að tak­marka inn­flutn­ing „hæfi­lega mik­ið“. Þess vegna er rök­rétt að nota aðrar aðferðir en upp­boð við úthlutun toll­kvóta á land­bún­að­ar­af­urðum sam­kvæmt alþjóð­legum samn­ing­um. Þess vegna er alrangt að segja að OECD mæli með „ís­lensku aðferð­inni“ við úthutun toll­kvóta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None