Framboð Þorsteins reiðarslag fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Þorsteinn-víglundsson-nytt3.jpg
Auglýsing

Fram­boð Þor­steins Víglunds­sonar fyrir hönd Við­reisn­ar, í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um, er merki­legt fyrir margra hluta sak­ir. Óhætt er að segja að það sé mikið reið­ar­slag fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, þar sem Þor­steinn hefur verið í for­svari fyrir Sam­tök atvinnu­lífs­ins og hefur þótt standa sig vel í því starfi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur ára­tugum saman verið með mikil ítök hjá hags­muna­sam­tökum í atvinnu­líf­inu, en sú staða virð­ist vera gjör­breytt.

Hann á sér marga fylg­is­menn í atvinnu­líf­inu, sem ávallt hefur verið helsta vígi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Nú virð­ast vera miklar blikur á lofti og breyt­ingar í kort­un­um. Fram­boð Við­reisnar er lík­legt til þess að ein­angra Sjálf­stæð­is­flokk­inn og taka frá honum mikið fylgi. Það sama má segja um Sam­fylk­ing­una, því Við­reisn tekur vafa­lítið einnig fylgi frá henn­i. 

Nú verður for­vitni­legt að sjá hvernig hið póli­tíska svið þróast, fram að kosn­ing­um. Það er stuttur tími til stefnu fyrir stjórn­mála­menn, að gera grein fyrir sínum stefnu­mál­um. Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins virð­ist óra­fjarri því að geta hald­ið velli, eins og mál standa nú. Svo mikið er víst.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None