Verðbólgan minnkar enn og mælist nú 0,9 prósent. Hún var áður 1,1 prósent. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru ennþá órafjarri verðbólgunni, eða 5,25 prósent á síðasta vaxtaákvörðunardegi, 24. ágúst, þá ákvað peningastefnunefndin að lækka vexti niður úr 5,75 prósent.
Ennþá eru vextir alltof háir, samkvæmt öllum eðlilegum viðmiðum og akademískum kenningum sem Seðlabankinn miðar við. Lág verðbólga nú er alls ekkert að gera með vaxtastefnu Seðlabanka Íslands að gera, eins og bankinn hefur raunar sjálfur útlistað. Þróun mála í heimsbúskapnum hefur leitt til þess að verðbólgan hefur farið niður á við, svo sem mikil verðlækkun á olíu og lágt hrávöruverð. Þá hefur gengi krónunnar styrkst mikið, vegna mikil innstreymis gjaldeyris frá ferðamönnum, og hefur seðlabankinn frekar verið að halda geningu veiku en hitt.
Spurningin sem hlýtur að vakna er núna, er hvort ekki sé tilefni til að lækka vexti miklu meira, til dæmis niður í þrjú prósent. Seðlabankinn skuldar betri skýringar á þessu, því nú er ekkert skjól í akademískum Taylor-kenningum eða öðru. Vextirnir ættu að vera lægri. Spár bankans gengu engan veginn eftir og hröð vaxtahækkun reyndist alveg óþörf.