Már Guðmundsson
Auglýsing

Verð­bólgan minnkar enn og mælist nú 0,9 pró­sent. Hún var áður 1,1 pró­sent. Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands eru ennþá óra­fjarri verð­bólg­unni, eða 5,25 pró­sent á síð­asta vaxta­á­kvörð­un­ar­degi, 24. ágúst, þá ákvað pen­inga­stefnu­nefndin að lækka vexti niður úr 5,75 pró­sent.

Ennþá eru vextir alltof háir, sam­kvæmt öllum eðli­legum við­miðum og akademískum kenn­ingum sem Seðla­bank­inn miðar við. Lág verð­bólga nú er alls ekk­ert að gera með vaxta­stefnu Seðla­banka Íslands að gera, eins og bank­inn hefur raunar sjálfur útli­stað. Þróun mála í heims­bú­skapnum hefur leitt til þess að verð­bólgan hefur farið niður á við, svo sem mikil verð­lækkun á olíu og lágt hrá­vöru­verð. Þá hefur gengi krón­unnar styrkst mik­ið, vegna mikil inn­streymis gjald­eyris frá ferða­mönn­um, og hefur seðla­bank­inn frekar verið að halda gen­ingu veiku en hitt. 

Spurn­ingin sem hlýtur að vakna er núna, er hvort ekki sé til­efni til að lækka vexti miklu meira, til dæmis niður í þrjú pró­sent. Seðla­bank­inn skuldar betri skýr­ingar á þessu, því nú er ekk­ert skjól í akademískum Taylor-­kenn­ingum eða öðru. Vext­irnir ættu að vera lægri. ­Spár bank­ans gengu engan veg­inn eftir og hröð vaxta­hækkun reynd­ist alveg óþörf. 

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None