Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's hefur hækkað lánshæfismat Íslands úr Baa2 í A3 . Horfur eru sagðar stöðugar. Ísland hækkar um tvo flokkar og segir fyrirtækið það endurspegla þann hraða og góða árangur sem hefur náðst í að endurreisa efnahagskerfið eftir hrunið árið 2008.
Allt eru þetta þekkt atriði fyrir íslenskum almenningi, enda hefur endurreisnin markast af einstakri neyðarlagasetningu og fjármagnshöftum.
Það sem nú er umhugsunarefni fyrir Ísland, er hvernig gengi krónunnar er að þróast gagnvart helstu viðskiptamyntum heimsins. Krónan styrkist stöðugt, og nemur hún ríflega 10 prósent gagnvart evru og Bandaríkjdal, og 26 prósent gagnvart pundinu, þegar litið er yfir undanfarið ár.
Þetta hefur dregið mikið úr samkeppnishæfni útflutningsgreina, og það er full ástæða til að hlusta á varnaðarorð þeirra sem nú eru farnir að benda á að sársaukamörkin kunni að vera nálgast fyrir útflutningshluta hagkerfisins. Þó markaðir muni vafalítið fagna betri lánshæfiseinkunn, þá segja þær ekki alltaf alla söguna.