Björt framtíð er sprelllifandi

Karólína Helga Símonardóttir og Helga Björg Arnardóttir
Auglýsing

Stjórn­mál eru óum­flýj­an­leg í sam­fé­lagi manna, sumir vilja meina að það sé mik­il­vægt að hafa smá póli­tík. En stjórn­málin spila stóran þátt í þróun sam­fé­lags­ins, lif­andi sam­fé­lag kallar á að hlut­irnir séu end­ur­skoð­aðir og end­ur­hann­aðir til bæta líf okk­ar. Það sem hefur kannski skort í stjórn­málum á Íslandi er að þau hafa ekki verið opin og aðgengi­leg öll­um. Til þess að stjórn­málin hafi raun­veru­leg og bæt­andi áhrif á sam­fé­lagið í heild, en ekki smáan hóp, þá þurfa þau að vera opin, gagnsæ og upp­byggi­leg. Stjórn­mála­aflið á að vera auð­mjúkt þjón­ustu afl fyrir allt fólk á Íslandi.

Björt fram­tíð er sá vett­vangur sem opnar leið fyrir okkur hin, sem erum ekki þessi klass­ísku stjórn­mála­menn, til þess að taka þátt. Því innan Bjartrar fram­tíðar er mark­miðið að vera í virku sam­tali og  viljum við skapa afslapp­aðan vett­vang þar sem ólíkir ein­stak­lingar geti komið sam­an, spjall­að, sagt sína skoð­un, komið með hug­myndir og tekið þátt á eigin for­send­um. Í hópnum er góð blanda af fólki sem hefur mikla reynslu í stjórn­málum og litla reynslu. Innan hóps­ins er gott sam­starf, skiln­ingur á aðstæðum hvers ann­ars og tæknin er nýtt ótrauð til þess að koma á sam­tal­i. 

Núna, í þessum alþing­is­kosn­ing­um, er frá­bært tæki­færi fyrir hinn almenna kjós­anda að breyta orð­ræð­unni á alþingi. Björt fram­tíð hefur sýnt fram á það að það sann­ar­lega hægt að vinna vel inni á þingi án þess að  vera með frekju og yfir­gang. Það má með sanni segja að þing­menn Bjartrar fram­tíðar hafa lagt sitt á vog­arnar við að breyta þeim hefðum sem nú þekkj­ast á Alþingi. Þau standa ekki í fjöl­miðlum og berja sér á brjóst um hugs­an­leg mál sem þau gætu komið í gegn og gæti reynst ein­hverjum hluta þjóð­ar­innar vel. Þau setja haus­inn fyrir sig, halda ótrauð áfram án þess að hika. Þau leita sér upp­lýs­inga til hins almenna borg­ara, til sér­fræð­ings­ins í hverju máli og klára það af fag­mennsku. 

Auglýsing

Lítum á stað­reynd­ir, þing­menn Bjartrar fram­tíðar á síð­asta kjör­tíma­bili komu í gegn málum eins og Breyt­ingu á fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofi eftir and­vana­fæð­ingu eftir 22 vikna með­göngu sem Páll Valur vann að. Lög­gjöf um Lýð­há­skóla sem Bryn­hildur vann að.  Guð­mundur Stein­gríms­son hefur barist ötul­lega fyrir jöfnu búsetu­form barna sem búa á tveim stöð­um. Ótt­arr Proppé hefur gert sitt besta til þess að Manna­nafna­nefnd verði lögð nið­ur. Einnig hafa þing­menn Bjartar fram­tíðar rætt ófeimið um það hvort íslenska krónan sé raun­hæfur gjald­eyri fram­tíð­ar­inn­ar, lagt fram breyt­ingar á frí­dögum svo þeir nýt­ist bet­ur, breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi í for­seta­kosn­ing­un­um. Svona má lengi telja. 

Við Helg­urnar höfum fulla trú á að við höfum kraft til þess að taka við kefli þeirra þing­manna Bjartrar fram­tíðar sem hafa ákveðið að stíga til hliðar og hleypa öðrum að til þess að spreyta sig í þessu mik­il­vægu störf­um. Okkar mark­mið er að koma inn með nýja sýn, teng­ingu við þann veru­leika sem hinn almenni íslend­ingur þekk­ir. Við viljum nýta þann kraft og þekk­ingu sem við höfum að geyma til þess að byggja upp betri stjórn­sýslu, skil­virkara Alþingi og meiri virð­ingu í sam­skipt­um. Við viljum að verk­efnin fái far­veg, hvaðan sem þau kom­a. 

Það fljúga margar yfir­lýs­ingar um flokk­inn þessa dag­ana sem auð­velt er að svara. Björt fram­tíð er dauður flokkur = nei, langt í frá. Hann er sprell­lif­andi, mann­aður mögn­uðu og virku fólki sem var ekki lengi að mynda lista fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Björt fram­tíð er sund­ur­leitur flokkur = alls ekki, við erum sann­færð um að þú finnir ekki sam­heldn­ari flokk sem vinnur betur sam­an. Björt fram­tíð er illa sýni­leg í fjöl­miðlum = já, þar stendur hníf­ur­inn í kúnni. Við erum kannski full „dönn­uð“ fyrir frétta­mennsku dags­ins í dag.

Höf­undar eru á lista Bjartrar fram­tíðar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None