Björt framtíð er sprelllifandi

Karólína Helga Símonardóttir og Helga Björg Arnardóttir
Auglýsing

Stjórn­mál eru óum­flýj­an­leg í sam­fé­lagi manna, sumir vilja meina að það sé mik­il­vægt að hafa smá póli­tík. En stjórn­málin spila stóran þátt í þróun sam­fé­lags­ins, lif­andi sam­fé­lag kallar á að hlut­irnir séu end­ur­skoð­aðir og end­ur­hann­aðir til bæta líf okk­ar. Það sem hefur kannski skort í stjórn­málum á Íslandi er að þau hafa ekki verið opin og aðgengi­leg öll­um. Til þess að stjórn­málin hafi raun­veru­leg og bæt­andi áhrif á sam­fé­lagið í heild, en ekki smáan hóp, þá þurfa þau að vera opin, gagnsæ og upp­byggi­leg. Stjórn­mála­aflið á að vera auð­mjúkt þjón­ustu afl fyrir allt fólk á Íslandi.

Björt fram­tíð er sá vett­vangur sem opnar leið fyrir okkur hin, sem erum ekki þessi klass­ísku stjórn­mála­menn, til þess að taka þátt. Því innan Bjartrar fram­tíðar er mark­miðið að vera í virku sam­tali og  viljum við skapa afslapp­aðan vett­vang þar sem ólíkir ein­stak­lingar geti komið sam­an, spjall­að, sagt sína skoð­un, komið með hug­myndir og tekið þátt á eigin for­send­um. Í hópnum er góð blanda af fólki sem hefur mikla reynslu í stjórn­málum og litla reynslu. Innan hóps­ins er gott sam­starf, skiln­ingur á aðstæðum hvers ann­ars og tæknin er nýtt ótrauð til þess að koma á sam­tal­i. 

Núna, í þessum alþing­is­kosn­ing­um, er frá­bært tæki­færi fyrir hinn almenna kjós­anda að breyta orð­ræð­unni á alþingi. Björt fram­tíð hefur sýnt fram á það að það sann­ar­lega hægt að vinna vel inni á þingi án þess að  vera með frekju og yfir­gang. Það má með sanni segja að þing­menn Bjartrar fram­tíðar hafa lagt sitt á vog­arnar við að breyta þeim hefðum sem nú þekkj­ast á Alþingi. Þau standa ekki í fjöl­miðlum og berja sér á brjóst um hugs­an­leg mál sem þau gætu komið í gegn og gæti reynst ein­hverjum hluta þjóð­ar­innar vel. Þau setja haus­inn fyrir sig, halda ótrauð áfram án þess að hika. Þau leita sér upp­lýs­inga til hins almenna borg­ara, til sér­fræð­ings­ins í hverju máli og klára það af fag­mennsku. 

Auglýsing

Lítum á stað­reynd­ir, þing­menn Bjartrar fram­tíðar á síð­asta kjör­tíma­bili komu í gegn málum eins og Breyt­ingu á fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofi eftir and­vana­fæð­ingu eftir 22 vikna með­göngu sem Páll Valur vann að. Lög­gjöf um Lýð­há­skóla sem Bryn­hildur vann að.  Guð­mundur Stein­gríms­son hefur barist ötul­lega fyrir jöfnu búsetu­form barna sem búa á tveim stöð­um. Ótt­arr Proppé hefur gert sitt besta til þess að Manna­nafna­nefnd verði lögð nið­ur. Einnig hafa þing­menn Bjartar fram­tíðar rætt ófeimið um það hvort íslenska krónan sé raun­hæfur gjald­eyri fram­tíð­ar­inn­ar, lagt fram breyt­ingar á frí­dögum svo þeir nýt­ist bet­ur, breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi í for­seta­kosn­ing­un­um. Svona má lengi telja. 

Við Helg­urnar höfum fulla trú á að við höfum kraft til þess að taka við kefli þeirra þing­manna Bjartrar fram­tíðar sem hafa ákveðið að stíga til hliðar og hleypa öðrum að til þess að spreyta sig í þessu mik­il­vægu störf­um. Okkar mark­mið er að koma inn með nýja sýn, teng­ingu við þann veru­leika sem hinn almenni íslend­ingur þekk­ir. Við viljum nýta þann kraft og þekk­ingu sem við höfum að geyma til þess að byggja upp betri stjórn­sýslu, skil­virkara Alþingi og meiri virð­ingu í sam­skipt­um. Við viljum að verk­efnin fái far­veg, hvaðan sem þau kom­a. 

Það fljúga margar yfir­lýs­ingar um flokk­inn þessa dag­ana sem auð­velt er að svara. Björt fram­tíð er dauður flokkur = nei, langt í frá. Hann er sprell­lif­andi, mann­aður mögn­uðu og virku fólki sem var ekki lengi að mynda lista fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Björt fram­tíð er sund­ur­leitur flokkur = alls ekki, við erum sann­færð um að þú finnir ekki sam­heldn­ari flokk sem vinnur betur sam­an. Björt fram­tíð er illa sýni­leg í fjöl­miðlum = já, þar stendur hníf­ur­inn í kúnni. Við erum kannski full „dönn­uð“ fyrir frétta­mennsku dags­ins í dag.

Höf­undar eru á lista Bjartrar fram­tíðar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None