Mannréttindi eru ekki flókin

Nichole Leigh Mosty
Auglýsing

Mann­rétt­indi eru alls ekki flók­in. Þau snú­ast ein­göngu um það að fólk noti skyn­semi, sýni sam­kennd og ábyrgð gagn­vart öðru fólki á þess­ari jörð. Við sem erum svo lánsöm að búa á Íslandi þar sem mann­rétt­indi, jafn­rétti, lýð­ræði og frelsi eru höfð að leið­ar­ljósi og eru gildi sem við höldum hátt á lofti. Það þýðir auð­vitað að við höfum sama rétt til að vaxa og dafna og við stöndum jafn­fætis hvað varðar tæki­færi á vinnu­mark­aði, í skóla­kerf­inu, heil­brigð­is­kerf­inu og almennt í sam­fé­lag­inu. Er það ann­ars ekki þannig? Eru ekki allir jafn ham­ingju­samir með stöðu sína og hlut­verk í sam­fé­lag­inu? Erum við ekki öll bjart­sýn þegar við íhugum fram­tíð okk­ar? 

Ég vildi að það væri sann­leik­ur­inn en stað­reyndir sýna okkur ann­að. Til eru  minni­hluta­hópar ­sem fá ekki sömu tæki­færi og aðrir og geta ekki verið jafn bjart­sýnir á fram­tíð sína. Sumir upp­lifa bar­áttu við kerfið og sam­fé­lagið sem tekur ákvarð­anir fyrir þeirra hönd. En hvers vegna skyldi vera vilji til að halda niðri minni­hluta­hóp­um? Og er það virki­lega svo að þessir hópar séu bein­línis not­aðir öðrum í hag? 

Um síð­ustu helgi birt­ist frétt sem varð­aði Össur Skarp­héð­ins­son og smölun í próf­kjör. Sú frétt stakk mig illa. Ég ætla ekki að taka afstöðu varð­andi það hvað átti sér stað þar. Ég verð þó að við­ur­kenna að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég heyri af því að hópur inn­flytj­enda sé not­aður með þessum hætti. Þetta eru hins vegar ekki verstu brot­in. Sjálf hef ég, sem leik­skóla­stjóri, hringt í vinnu­veit­endur for­eldra sem eru af erlendu bergi brotnir til að minna þá á rétt for­eldra til að vera heima með veik börn sín. Við erum farin að heyra oftar um man­sal og mis­munun á vinnu­stöðum þar sem um er að ræða brot á rétt­indum inn­flytj­enda hvað varðar kaup þeirra og kjör. Á sama tíma er fjálg­lega talað um þörf fyrir „er­lent vinnu­afl“ í þjón­ustu við ferða­menn. Af hverju er ekki talað um þörf fyrir erlenda starfs­menn með menntun og reynslu á sviði heil­brigð­is-, mennt­un­ar- og vel­ferð­ar­mála? Það er alls staðar skortur á vinnu­afli í sam­fé­lag­inu en fjöl­margir útlend­ingar sem fá erlenda menntun sína ekki metna til full­s. 

Auglýsing

Það truflar mig mest við þessa nýj­ustu frétt um mis­notkun á útlend­ingum í tengslum við próf­kjörs­smölun er hvað ég er farin að heyra oft um slík brot. Rétt­ur­inn til að kjósa er alls ekki sjálf­gef­inn. Sumt af þessu fólki er í fyrsta sinn að nýta sér það dýr­mæta tæki­færi sem felst í því að fá að kjósa. Okkar atkvæði end­ur­spegla okkar rödd, skoðun og frelsi, óháð því hvort um er að ræða Alþing­is­kosn­ingar eða fram­kvæmdir í fjöl­býl­is­hús­inu þar sem við búum. 

Ég sá umrædda frétt þegar ég var á heim­leið úr Skál­holti þar sem fram­bjóð­endur Bjartrar fram­tíðar vörðu saman tíma til að ræða um mál­efni, sam­stöðu, sam­vinnu og virð­ingu. Um gildi okkar og fram­tíð­ar­sýn. Þeir þing­menn sem nú skipa þing­flokk Bjartrar fram­tíðar hafa barist fyrir mann­rétt­indum og jöfn­uði á ýmsum sviðum sam­fé­lags­ins. Mér er það mikil ánægja að vera inn­flytj­andi og skipa fyrsta sæti í Reykja­vík suður á fram­boðs­lista flokks­ins. Ég er stolt af því að ætla að vinna að því að Íslend­ingar verði málsvarar mann­rétt­inda, jafn­réttis og frið­ar. Ég vil fá tæki­færi til að nýta krafta mína til þess að fullt jafn­rétti ríki milli kynj­anna og ólíkra þjóð­fé­lags­hópa og að fólk njóti sömu launa fyrir sömu störf og njóti jafnra tæki­færa. Það er stað­reynd að allt of fáir inn­flytj­endur fá tæki­færi eins og ég fæ núna og ég mun svo sann­ar­lega ekki sóa því. Ég mun nýta öll tæki­færi sem gef­ast til að ljá þeim sem á þurfa að halda, rödd mína og stuðn­ing. Ég veit nefni­lega að ég er ein­un­ings ein af mörgum sem hefur bætt íslenskt sam­fé­lag með fjöl­breytni og reynslu sem ég „flutti inn“ með mér. 

Höf­undur situr í 1. sæti á fram­boðs­lista Bjartrar fram­tíðar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None