Áratugur þrekrauna - tími tækifæra

Ban Ki-moon
Auglýsing

Heimur okkar stendur and­spænis tröllauknum vanda. Djúp gjá tor­tryggni er á milli borg­ar­anna og leið­toga þeirra. Öfga­menn reyna að sundra fólk í fylk­ing­ar okk­ar” og „hinna”. Yfir­borð sjávar hækkar og hita­met eru sleg­in. Hund­rað og þrjá­tíu millj­ónir manna þurfa á neyð­ar­að­stoð að halda. Tugir millj­óna þeirra eru börn og ungt fólk og það þýðir að næsta kyn­slóð er í hættu.

Eftir tíu ár í emb­ætti er ég sann­færður um að það stendur í okkar valdi að binda enda á ófrið, fátækt og ofsókn­ir, minnka bilið á milli ríkra og fátækra og að tryggja að fólk njóti rétt­inda í dag­legu lífi. Heims­mark­miðin sautján um Sjálf­bæra þróun eru ný stefnu­skrá fyrir betri fram­tíð. Og með Par­ís­ar-­samn­ing­inn um lofts­lags­breyt­ingar að vopni höfum við skorið upp herör gegn helstu vá okkar tíma.

Blikur eru hins vegar á lofti, og hætta á að grafið verði undan þeim árangri sem náðst hef­ur.

Auglýsing

Vopnuð átök hafa dreg­ist á lang­inn og verða sífellt marg­slungn­ari. Stöð­ug­leika hefur verið raskað í mörgum sam­fé­lögum vegna gall­aðra stjórn­ar­hátta. Rót­tækni hefur ógnað félags­legri sam­heldni, en slíkt er einmitt mark­mið og fagn­að­ar­efni ofbeld­is­hneigðra öfga­manna. Sorg­legar afleið­ingar þessa sjást á ömur­legan hátt frá Jemen til Líbýu, frá Afganistan til Sahels­svæð­is­ins og Tsja­d-vatns­ins.

Átökin í Sýr­landi kosta flest manns­líf og þar er sáð frækornum óstöð­ug­leika. Rík­is­stjórn Sýr­lands heldur áfram að kasta tunnu­sprengjum á íbúða­hverfi og valda­miklir skugga­baldrar kynda stríðs­vél­arn­ar. Þýð­ing­arm­kið er að þeir sem ger­ast sekir um voða­verk, verði látnir sæta ábyrgð, þar á meðal þeir sem réð­ust nýlega á bíla­lest Sam­ein­uðu þjóð­anna og sýr­lenska Rauða Hálf­mán­ans. Ég held áfram að þrýsta á alla áhrifa­menn að hefja við­ræður um löngu tíma­bær póli­tísk umskipti. Fram­tíð Sýr­lands má ekki velta á örlögum eins manns. 

Ban Ki-moon og Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra Íslands.Allt of víða stunda leið­togar að end­ur­skrifa stjórn­ar­skrár, hag­ræða úrslitum kosn­inga, fang­elsa gagn­rýnend­ur sína eða grípa til ann­ara örþrifa­ráða til að halda völd­um. Leið­togum ber að skilja að fólkið felur þeim völd; þau eru ekki einka­eign þeirra.

Nýsam­þykkt New York yf­ir­lýs­ing um flótta- og far­and­fólk getur nýst okkur til að takast á við mestu þving­uðu fólks­flutn­inga frá Síð­ari heims­styrj­öld­inni. Allt of oft mæta flótta­menn og far­and­fólk hat­ri, sér­stak­lega múslim­ar. Heim­ur­inn verður að láta í sér heyra gegn póli­tískum leið­togum og fram­bjóð­end­um, sem stunda myrkan og hættu­legan póli­tískan leik sem felst í því að sundra fólki og magna ótta.

Þegar ég lít um öxl á ára­tug minn í emb­ætti er ég stoltur af því að Jafn­rétt­is­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN Women) var komið á fót og hefur orðið öfl­ugt bar­áttu­afl í þágu jafn­réttiskynj­anna og vald­efl­ingu kvenna með það að mark­miði að við búum á 50-50 plánetu” eins og segir í víg­orð­inu.

Ég er stoltur af því að kalla mig femínista. Samt sem áður verðum við að gera miklu meira til þess að upp­ræta djúp­stæða mis­munun og þrá­látt ofbeldi gegn konum og auka þátt­töku þeirra í ákvarð­ana­töku. Ég hef einnig reynt af öllu afli að verja rétt­indi allra án til­lits til upp­runa, trúar eða kyn­ferð­is­legrar skil­grein­ing­ar, auk þess að hlúa að frelsi borg­ara­legs sam­fé­lags og frjálsra fjöl­miðla til að sinna sínu mik­il­væga hlut­verki.

Áfram­hald­andi fram­farir krefj­ast auk­innar sam­stöðu og efl­ingar frið­ar­starfs og aðlög­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna að verk­efn­um 21.ald­ar­innar. Aðild­ar­ríkin hafa enn ekki komið sér saman um umbætur á Örygg­is­ráð­inu sem grefur undan skil­virkni þess og lög­mæti. 

Ég hef allt of oft horft upp á góðar hug­myndir og til­lögur sem njóta víð­tæks stuðn­ings, stranda í Örygg­is­ráð­inu, Alls­herj­ar­þing­inu og öðrum stofn­unum í nafni nauð­synjar á ein­hug.  Með því móti er örfáum ríkjum eða jafn­vel einu ríki gefin óeðli­lega mikil áhrif og vald til að taka heims­byggð­ina í gísl­ingu í veiga­miklum mál­um.

Ég hef heim­sótt nán­ast öll aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna und­an­far­inn ára­tug. Auk stjórn­ar­bygg­inga og minn­is­merkja, hef ég séð með eigin augum afl fólks­ins. Full­kom­inn heimur er ekki innan seil­ing­ar. En veg­vísir­inn að betri heimi, örugg­ari heimi, rétt­lát­ari heimi bær­ist innra með okkur öll­um. Ég er sann­færður um að ef við tökum höndum saman komust við á þann áfanga­stað innan tíu ára.

Höf­undur er aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None