Krónískir krónumenn

Guðmundur Ólafsson, lektor í hagfræði, skrifar um peningastefnu og gjaldmiðlamál.

Auglýsing

Nú hafa krónískir krónumenn gripið til þess ráðs að boða myntráð, currency board, í þeirri vonlausu baráttu að viðhalda krónunni. Myntráð er í sjálfu sér ekkert annað en fastgengisstefna, sem reynd var hér frá því um 1990 og fram til 2003 og gekk ekki vel. Var þá tekin upp flotgengisstefna vegna trúar á svonefndan markað, þar sem eftirspurn og framboð á markaði átti að tryggja rétt gengi krónunnar. Þetta endaði með stórslysi, í hruninu haustið 2008. Myntráð var nokkuð vinsælt um miðbik tuttugustu aldar, en eftir ófarir Argentínska myntráðsins frá 1991 til 2001 hafa vinsældir þess dvínað mjög. Dæmin úr íslenskri sögu sýna að hvorki myntráð eða flotgengi eru líkleg til að gagnast Íslendingum.

Þeir sem hagnast á krónunni eru þrír aðilar í grófum dráttum, útgerðarmenn, heildsalar og bankar en þeir sem tapa eru launamenn, sem fá krónur í laun sem hafa afar sterka tilhneigingu til að rýrna. Svo er komið að þeir sem vaða í gjaldeyri, flytja gjarnan fjármagnið úr landi af ýmsum ástæðum, í skattaskjól, fela þýfi og/eða mútur svo eitthvað sé nefnt. Gera má ráð fyrir að myntráð eða fastgengisstefna geti hægt á sveiflum gjaldmiðils til að byrja með, en fljótlega munu koma upp háværir kórar útgerðarmanna sem heimta lægra gengi. Þeim hefur hingað til verið hlýtt.

Aðalgalli við myntráð er ekki léleg gengisstýring heldur vantrú erlendra fjárfesta á myntráðskrónu. Erlendir fjárfestar munu seint koma með milljarða til að fjárfesta á Íslandi ef þeir þurfa að skipta öllu yfir í krónur. Verst er þó að erlendir bankar og tryggingafélög munu heldur ekki bjóða oss þjónustu sína, sem er einmitt forsenda þess að vextir lækki hér. Forsenda þess er að við tökum upp stöðugan alþjóðlegan gjaldmiðil. Þá fyrst lækka vextir, myntráð dugar ekki til þess.

Auglýsing

Ef menn þyrðu að yfirgefa þrælsóttann við þá sem féfletta almenning með gengisfellingum og gengissigi, og tækju upp Bandaríkjadal eða Kanadadal svo dæmi sé tekið, fengju menn um leið gjaldmiðlafrelsi, sem útgerðarmenn og heildsalar njóta einir nú. Ég hef áður leitt að því líkur að það þyrfti ekki að taka lengri tíma en 24 tíma að taka upp Kanadadal sem lögeyri samhliða krónu í fyrstu. Síðan gætu menn skipt yfir í evrur ef trúarbrögð þeirra standa til þess. Upptaka evru sem lögeyris tekur trúlega ekki undir 15 ár, ásamt inngöngu í ESB, hið brennandi hús. 

Myntráð eða fastgengisstefna gæti hins vegar verið undirbúningur fyrir innleiðingu gjaldmiðlafrelsis.

Höfundur er lektor í hagfræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None