Þarf virkilega að endurræsa Ísland?

Þórunn
Auglýsing

Er Ísland virki­lega svo illa statt að það þurfi að end­ur­ræsa öll kerfi þess svo þau virki? Það tel ég alls ekki vera. Íslenskt lýð­ræði stendur fyrir sínu og flestir inn­viðir eru í grunn­inn ágæt­lega hann­aðir og geta einnig vel staðið fyrir sínu – Vanda­málið er að þeir hafa fengið að drabb­ast niður und­an­farin ár og spill­ing og sér­hags­munir fárra þess í stað verið ráð­andi í grunn­gerð sam­fé­lags­ins. Við viljum öll halda í stöð­ug­leika og því er lang­best að byggja út frá kjarn­anum sem fyrir er og fara af skyn­semi og yfir­vegun í heild­stæðar kerf­isum­bæt­ur.

Ísland þarf á meiri fag­mennsku, betri yfir­sýn og vand­aðri vinnu­brögðum að halda, ekki síst á Alþingi, sem og í og á milli ráðu­neyta og opin­berra stofn­ana. Kerfin okkar þurfa að vera alger­lega gagnsæ og mun tengd­ari saman inn­byrðis svo fram­legð og almenn skil­virkni rík­is­ins auk­ist til muna. Þar getum við gert svo miklu bet­ur. Allir starfs­menn rík­is­ins þiggja laun frá sama launa­greið­and­anum (þjóð­inni) og það er því lág­marks­krafa að þeir starfi saman sem heild að auk­inni hag­sæld og vel­ferð þjóð­ar­inn­ar. 

Alþingi ætti þar að ganga á undan með skýru for­dæmi. Alþing­is­menn þiggja laun sín úr sama rík­is­vas­anum og fá umboð til sinna verka frá kjós­end­um. Þeir sem velj­ast inn á Alþingi eru því í störfum hjá okk­ur. Það virð­ist sem margir þeirra gleymi því strax á kosn­inga­nótt. Það eigum við ekki að sætta okkur við. Við eigum að krefj­ast þess að ráð­andi stjórn­völd setji fram heild­stæða og skýra fram­tíð­ar­sýn Íslands og um hana náist þverpóli­tísk sátt. Aðeins þannig byggjum við upp grunn að lang­tíma stöð­ug­leika sem ekki verður hægt að koll­varpa á fjög­urra ára fresti. Við eigum líka að krefj­ast þess að vinnu­brögð á þingi ein­kenn­ist af gagn­sæi og fag­mennsku. Öll ákvarð­ana­taka á að byggja á hlut­lausum sér­fræði­upp­lýs­ingum og að hags­munir heild­ar­innar ráði umfram sér­hags­mun­i. 

Auglýsing

Ráðu­neyti og stofn­anir rík­is­ins virð­ast svo hvert og eitt rekið sem sér­stök ein­ing sem gætir fyrst og síð­ast sinna eigin hags­muna. Það er hvorki fag­legt né boð­legt. Við erum fá með mörg verk­efni og því þurfa allar hendur að vinna sam­an. Það þarf að stór­auka sam­starf og sam­vinnu þvert á ráðu­neyti og rík­is­stofn­anir þannig að mála­flokk­arnir ráði för, ekki innri hags­muna­gæsla kerf­is­ins. 

Sem dæmi má nefna að heil­brigð­is­kerfið þarf til að mynda að vera skipu­lagt sem ein ein­ing á lands­vísu og tryggja þarf samnýt­ingu og sam­vinnu innan þess, ekki síst á milli Lands­spít­ala og sjúkra­stofn­ana úti á landi. Það er ekki svo í dag. Land­bún­að­ar­kerfið þarf að vera bein­tengt áætl­unum sem snúa að efl­ingu dreif­býl­is­ins, svo sem byggða­stefnu, atvinnu­þró­un­ar­fé­lögum og öðrum slíkum og styrkja­kerfi kerf­is­ins þarf að vera opið svo nýsköpun geti átt sér stað innan þess. Það er ekki svo í dag. Umhverfis og nátt­úru­vernd eiga síðan að vera grunn­stef í allri stefnu­mótun stjórn­valda; hvort sem það er á sviði auð­linda­nýt­ing­ar, mennt­un­ar, efna­hags, lýð­heilsu eða vel­ferð­ar. Það er ekki svo í dag. 

Þessu öllu þarf að breyta og ég tel Bjarta fram­tíð vera það stjórn­mála­afl sem hefur þann innri styrk og ró sem þarf í þá veg­ferð. Af hverju? Jú,  Björt fram­tíð vill skýra lang­tíma­sýn og við­var­andi stöð­ug­leika. Björt fram­tíð hefur þá sér­stöðu að þiggja enga styrki frá fyr­ir­tækjum og er því óháð sér­hags­munum að öllu leyti. Björt fram­tíð er frjáls­lynt og umbóta­sinnað grænt miðju­afl sem allt síð­asta kjör­tíma­bil vann af fag­mennsku, yfir­vegun og festu og vill gjarnan fá að halda þeirri vinnu áfram fyrir þjóð­ina.

Breytum kerf­inu og kjósum okkur Bjarta fram­tíð.

Höf­undur skipar annað sætið á fram­boðs­lista Bjartrar fram­tíðar í Suð­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None