GDS2017: Darknet markaðir, góð eða slæm þróun?

Darknet
Auglýsing

Eitt af aðal mark­mið­um GDS2017 er að leggja áherslu á hvern­ig dark­net mark­aðir hafa áhrif á vímu­efna­notkun fólks. 

Vin­sæld­ir dark­net mark­aða eða „cryptom­ar­kets“ hafa auk­ist und­an­far­in  fimm ár, síð­an Silk Road fór í loftið í febr­úar 2011. Talið er að aðeins 4% ver­ald­ar­vefs­ins sé aðgengi­legur og hægt að fletta upp með hjálp leit­ar­véla. Restin hefur verið köll­uð the deep web, meiri­hluti efnis þar eru þó ekki heima­síður heldur gögn sem almenn­ingur á ekki að kom­ast í, t.d. gagna­söfn eða tölvu­póstar ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. En lít­ill hluti af deep web eru heima­síð­ur, sem með réttum aðferð­um, eru aðgengi­leg­ar. Þær finn­ast ekki með hefð­bundnum leit­ar­vélum heldur þarf sér­stakan vafra (t.d. Tor) og sér­staka slóð, þessi hluti ver­ald­ar­vefs­ins er oft kall­að­ur the darkweb. Það hent­uga við þennan hluta ver­ald­ar­vefs­ins er að eig­endur mark­aða, ásamt við­skipta­vinum og sölu­mönn­um, geta með réttum aðferð­um, haldið nafn­leysi sínu þar sem IP tölur eru ekki skráð­ar. Greitt er fyrir kaupin með net­gjald­miðl­in­um Bitcoin, sem einnig, ef not­aður er rétt, getur verið nokkuð órekj­an­leg­ur. 

Síðan fyrsta gagna­söfn­unin fór í gang árið 2011, hef­ur Global Drug Sur­vey mikið fylgst með þró­un dark­net mark­aða. Í fyrstu var lögð áhersla á þróun þeirra og þá kosti sem fólk sér við að versla vímu­efni með þessum hætt­i,  GDS átt­aði sig fljót­lega á því að vímu­efni og ver­ald­ar­vef­ur­inn hafa sterk tengsl. Þó sum lönd hafi reynt að vinna gegn því að fólk fari að not­ast við þessa kaup­leið, benda gögn GDS til mik­illar aukn­ingar milli ára. Þrátt fyrir að upp hafi kom­ist um svindl­síður og inni­stæður hafa glatast, virð­ist það ekki hafa mikil áhrif á áhuga. Aukið úrval, betri gæði, ein­kunna­kerfi sölu­manna og hent­ug­leiki eru þær ástæður sem kaup­endur hafa gefið upp fyrir notkun hingað til og ef marka má þróun und­an­far­inna ára, má ætla að vin­sældir haldi áfram að aukast.

Auglýsing

Þriggja ára þróun á notkun darknet markaða í Evrópu.Þó að GDS og fleiri hópar hall­ist að þeirri kenn­ingu að net­mark­aðir auki sam­fé­lags­lega ábyrgð með auknum upp­lýs­ingum og spjall­þráðum til­einkuðum skaða­minnkunhefur ekki verið rann­sakað nógu ítar­lega hvaða áhrif aukið aðgengi að ódýr­ari/hreinni vímu­efnum geti haft á vímu­efna­notkun fólks. Rann­sóknir benda til að aukið aðgengi að ódýru áfengi leiði til meiri vanda­mála fyrir ein­stak­linga og þjóð. Því má ætla að það yrði ekki mjög frá­brugðið með vímu­efni, en það þarf að rann­saka frek­ar.

Hingað til hafa ekki nógu margir á Íslandi tekið þátt til að greina megi gögn­in. Gagna­söfn­unin er mjög nákvæm og gefur ítar­lega mynd af hverjum þátt­tak­anda sem þýðir að sviðið sem má rann­saka er mjög breytt og gætu gefið okkur áður óþekktar vís­bend­ingar um vímu­efna­notkun íslend­inga,ef þátt­taka er góð. GDS2017 er komin í loftið og hvet ég alla þá sem hafa áhuga á frek­ari rann­sóknum á þessu sviði til þess að taka þátt.

Baldur Jón Gúst­afs­son, full­trúi Global Drug Sur­vey á Íslandi, þýddi grein­ina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None