Hinn dularfulli sjúkdómur

Auglýsing

Er ekki lýj­andi að vera stjórn­mála­mað­ur? Hvernig ætli þeim gangi almennt í hvers­deg­in­um, ég á við: tekur ein­hver mark á þeim þar? Er óhætt að lána þeim bók, treystir Visa þeim fyrir kort­inu? Er kannski best, ef við skyldum óvart lenda við hlið ein­hvers þeirra í veislu, að hunsa hann alveg, eða umgang­ast mjög var­lega, eins og um væri að ræða ein­stak­ling með dul­ar­fullan sjúk­dóm?

Stjórn­mála­menn eru auð­vitað mis­mun­andi, þó það nú væri, en næstu daga fáum við að njóta þeirra for­rétt­inda að fylgj­ast með, gott ef ekki í beinni útsend­ingu, hvar í flokk má setja þá 63 ein­stak­linga sem nú sitja á þingi. Hvort það sé vinn­andi vegur að taka mark á þeim, treysta þeim fyrir Visa-korti, lána þeim bók, penna – hvort hægt sé að ræða við þá eins og venju­lega mann­eskju.

Um mik­il­vægi þess að hafa sjúk­linga á göngum spít­al­ans

Hér er nagl­föst stað­reynd: í nýaf­stað­inni kosn­inga­bar­áttu lof­uðu lang­flestir þing­menn bótum og betrum í mál­efnum Land­spít­al­ans og heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þeir beygðu sig, mis­vilj­ugir kannski, undir kröfu rúm­lega 86 þús­und Íslend­inga um að fjár­lög til heil­brigð­is­mála skyldu nema 11 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Báðir flokkar sitj­andi starfs­stjórn­ar, sem nú leggja fram fjár­laga­frum­varp­ið, tóku undir þessa kröfu. „Á þessu kjör­tíma­bil­i“, segir í einni yfir­lýs­ingu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, „komum við rík­is­fjár­mál­unum í það lag að inni­stæðan væri til frekari ­upp­bygg­ing­ar á hinu næsta. Það tókst og þess vegna er upp­bygg­ing heil­brigð­is­kerf­is­ins höf­uð­atriði í kosn­inga­bar­áttu okkar nú.“ Og for­maður flokks­ins, og fjár­mála­ráð­herra, sagði í DV undir lok októ­ber að flokk­ur­inn ætli að „… hlúa vel að heil­brigð­is­kerf­inu og styrkja inn­við­ina.“

Auglýsing

Samt leggur Bjarni nú fram fjár­laga­frum­varp þar sem hann, án nokk­urra skýr­inga, gengur aug­ljós­lega á bak orða sinna. Allir flokk­ar, skrifar Páll Matth­í­as­son for­stjóri Land­spít­al­ans, „sóru og sárt við lögðu að nú væri upp runn­inn tími end­ur­reisnar heil­brigð­is­kerf­is­ins … Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjár­laga­frum­varps­ins, að fjallið tók jóð­sótt og fædd­ist lítil mús“.

Var Bjarni þá, ­flokks­systk­in­i hans, og þing­menn Fram­sókn­ar, ein­fald­lega að ljúga að okk­ur? Finnst þeim þá alls ekki tími til kom­inn að leggja allt í að end­ur­reisa laskað heil­brigð­is­kerf­ið? Einn af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ásmundur Frið­riks­son, heldur því raunar fram að það sé ekki hægt að treysta ­starfs­fólki Land­spít­al­ans – það ljúgi. Hann full­yrðir að starfs­fólki þyki mik­il­væg­ara að hafa sjúk­ling­ana „á göng­unum svo sjón­varps­vél­arnar og frétta­menn­irnir geti flutt ljótar sögur úr heil­brigð­is­kerf­in­u.“

Ásmundur er næstefstur á lista Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi, og hlýtur því að telj­ast hafa vigt innan flokks­ins. Búum við í þannig sam­fé­lagi að það þykir í fínu lagi að þing­maður ásaki ­starfs­fólk Land­spít­al­ans um fals og lygar? Lýgur þá einnig, að hans mati, Páll Matth­í­as­son, for­stjóri spít­al­ans, þegar hann full­yrðir að verði fjár­laga­frum­varpið „sam­þykkt óbreytt verða afleið­ing­arnar mjög alvar­legar fyrir stóran hóp sjúk­linga og aðstandur þeirra. Ekki verður kom­ist hjá upp­sögn­um, lok­unum deilda og annarri skerð­ingu á þjón­ustu sjúkra­húss­ins …“?

Eða er Ásmundur kannski á dap­ur­legan og ósmekk­legan hátt að reyna rétt­læta svikin lof­orð með því draga úr trú­verð­ug­leika Land­spít­al­ans og starfs­fólks hans? Draga úr trú­verð­ug­leika spít­al­ans sem sam­kvæmt nýlegri skýrslu erlendra sér­fræð­inga er vel rek­inn, og hefur náð merki­lega vel að halda uppi gæðum þrátt fyrir við­var­andi fjársvelti. En starfs­fólkið hefur líka keyrt sig svo hart áfram að nú er komið að þol­mörkum þess. Þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins heldur kannski að það harða starfs­um­hverfi sem fólk býr þar við, með til­heyr­andi hættun á kulnun í starfi og mis­tökum – og mis­tök á spít­ölum geta verið ban­væn – sé bara upp­spuni, leik­rit, sett upp fyrir sjón­varps­mynda­vél­ar. Ég held að þar eigi hann fáa skoð­un­ar­bræð­ur. Ríf­lega 40 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, rúm 86 þús­und manns, skrif­uðu undir ákall um að fram­lög til heil­brigð­is­kerf­is­ins yrðu stór­aukin strax. Það ákall varð óum­deil­an­lega að helsta kosn­inga­mál­inu. Um það efast eng­inn. Nema kannski Ásmund­ur. Nema kannski for­maður hans og fjár­mála­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son. Og aðrir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Og kannski starf­andi for­sæt­is­ráð­herra, Sig­urður Ingi, ásamt hans flokks­mönn­um.

Er erfitt að standa með þjóð sinni?

Guð­laugur Þór, vara­for­maður fjár­laga­nefnd­ar, sagði nýverið að fjár­magn væri ekki allt, og að þótt staða rík­is­sjóðs væri góð þá ylti fram­haldið á því að „menn hagi sér skyn­sam­lega í efna­hags­mál­u­m.“

Skyn­semi í efna­hags­mál­um: fjár­magn er ekki allt. Nokkuð athygl­is­verð stað­hæf­ing í ljósi þess að stjórn­völd hafa svelt heil­brigð­is­kerfið árum saman – raun­fram­lög til heil­brigð­is­þjón­ustu umtals­verð lægri á þessu ári en árið 2008; hefur lands­mönnum þó fjölgað síð­an, sem og öldruðum og ferða­mönn­um, sem þurfa auð­vitað á þjón­ust­unni að halda.

Skyn­semi.

Hér er upp­rifjun á einni birt­ing­ar­mynd henn­ar: alfyrsta verk­efni sitj­andi stjórnar var að lækka skatt á hátekju­fólk og stór­lækka veiði­leyfagjöld, þrátt fyrir að hagn­aður stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja væri í sögu­legu hámarki; í dag hafa 30 stærstu kvóta­fyr­ir­tækin hagn­ast um 230 millj­arða frá hruni. Hagn­aður af sam­eign þjóð­ar. Er þá skyn­semi að snar­lækka veiði­leyfagjöldin og tryggja að svim­andi gróð­inn sneyði hjá sam­fé­lag­inu en lendi í vasa fárra ein­stak­linga? Á meðan sveltur heil­brigð­is­kerf­ið. Og biðlistar lengj­ast. Á meðan morknar bygg­ing Land­spít­al­ans. Á meðan kulnar fólk þar hratt í starfi vegna of mik­ils álags, og íslenskir læknar erlendis hika við að snúa heim, vilja ekki lenda í þrælakist­unni.

Það er erfitt að skilja hvers vegna.

Eða hvað?

Í áður­nefndri skýrslu erlendu sér­fræð­ing­anna um íslenska heil­brigð­is­kerfið segir meðal ann­ars:

„Um­fang starf­semi sér­fræði­lækna á einka­stofum hefur auk­ist hratt á síð­ustu árum án skýrrar stefnu, stjórn­un­ar, stýr­ingar verk­efna eða eft­ir­lits með gæðum þjón­ust­unn­ar.“

Af hverju læð­ist að manni sá óþægi­legur grunur að þing­menn sitj­andi starfs­stjórnar hafi síð­ustu fjögur ár dauf­heyrst við ákalli heil­brigð­is­kerf­is­ins um aukin fram­lög, vegna þess að þeir hafi lít­inn áhuga á að bæta það? Þess vegna stinga þeir glóð­volgum kosn­inga­lof­orðum í vas­ann og leggja fram svikna eiða – vegna þess að það er draumur Sjálf­stæð­is­manna, Fram­sókn virð­ist dingla vilja­laust með, að efla einka­rekstur heil­brigð­is­kerf­is­ins. Eins og þeir hafi leynt og ljóst gert síð­ustu árin. Þess vegna tala þeir um að pen­ingar séu ekki allt, og það þurfi að sýna skyn­semi; þeirra draumur er að herða áfram að Land­spít­al­anum til að tryggja vöxt einka­geirans. Það er þeirra póli­tíska sýn. Sýn frjáls­hyggj­unn­ar.

Það er hugs­an­lega eina álykt­unin sem hægt er að draga af mál­inu.



En það er hátíð í bæ – flokk­arnir tveir geta ekki keyrt frum­varpið hjálp­ar­laust í gegn. Og bráðum sjáum við kjós­end­ur, og þar með þau rúm 86 þús­und sem skrif­uðu undir ákallið um stór­aukin fram­lög til heil­brigð­is­kerf­is­ins, hvaða mann­eskjur aðrir þing­menn hafa að geyma. Standa þeir með þjóð sinni? Standa þeir við eigin orð; eða eru þeir líka sýktir af þeim dul­ar­fulla sjúk­dómi sem knýr þing­menn svo oft til að ganga á bak orða sinna?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None