Gluggað í stjórnaryfirlýsingu

Auglýsing

Ef fara á í sauma á stefnu­lýs­ingu nýrrar rík­is­stjórnar þarf mikið rými. Margt er þar ósagt, eitt­hvað óljóst, annað almennt og túlk­an­legt og enn annað bæri­lega skýrt. Sam­kvæmt orðum for­svars­mann­anna eru vel­ferð­ar­mál í víðum skiln­ingi og inn­viðir lands og sam­fé­lags mál mál­anna. Eftir van­fjár­mögnun úrbóta sl. kjör­tíma­bil, í marg­yf­ir­lýstu góð­æri þar sem fjár­laga­frum­varp 2017 var samt undir núlli tekju­meg­in, er deg­inum ljós­ara að mikla við­bót­ar­fjár­mögnun þarf svo koma megi mörgu í betra horf á næstu 1-2 árum. Til þess þarf tugi millj­arða króna, senni­lega 50-60 millj­arða á ári. Þá er ekki gert ráð fyrir t.d. nýjum Land­spít­ala. Aft­ar­lega í stefnu­lýs­ing­unni er skrifað að nú skuli „veru­legar útgjalda­aukn­ingar rúm­ast inn­an­ hag­sveifl­unn­ar. Það merkir að veru­legan tekju­auka í úrbætur má ekki sækja til­ ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem eru meira en aflögu­fær - og það ­stað­fest ­með orðum fjár­mála­ráð­herra um „engar skatta­hækk­an­ir“. Hér er sem sagt verið að binda úrbætur við óvissa hag­sveiflu í stað þess að láta hags­muni almenn­ings ráða og sækja fé þangað sem það er til í miklu magni; t.d. hjá því eina pró­senti fjár­magnstekju­eig­enda sem tekur við 44% allra fjár­magnstekna en þær voru alls 95 millj­arðar sl. ár. Eða með komu­gjöldum eða kolefn­is­skatti á stórðju eða hærri veiði­gjöldum eða...?

Í yfir­lýs­ing­unni er opnað fyrir einka­væð­ingu í mennta­kerf­inu og sam­göngum með loðnu orða­lagi. Í heil­brigð­is­málum er hins vegar ekki minnst á „sam­fjár­mögn­un“ eða „fjöl­breytt­ara rekstr­ar­for­m“. Það eru loðnu hug­tökin sem fela þessi áform um einka­væð­ingu í hinum mála­flokk­un­um. Aðeins er tæpt á mik­il­vægum og jákvæðum mark­mið­um, m.a. „góðri þjón­ustu óháð efna­hag“. Því er nefni­lega þannig varið að einka­væð­ing í heil­brigð­is­þjón­ustu er nokkuð á veg komin og skv. lögum um rík­is­fjár­mál er unnt að halda henni áfram án þess að slíkt komi inn til með­ferðar Alþing­is. 

Í plagg­inu eru jákvæð orð í garð inn­flytj­enda, flótta­manna og fólks utan EES sem leitar hingað til vinnu en ekk­ert um þró­un­ar­að­stoð, aðeins neyð­ar­að­stoð. Við erum ein nís­kasta þjóð heims í þessum efnum með 0,24% af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu (2015) í stað við­mið­unar nágranna­þjóða og mark­miða SÞ sem er 0,7%. Er ekki þarna einn lyk­ill­inn að betri mögu­leikum fólks í fjar­lægum löndum til að efla eigin hag? Eigum við ekki að gera bet­ur?

Auglýsing

Svo­kall­aður stöð­ug­leika­sjóður er ágæt hug­mynd til umræðu og útfærslu. Tekjur í hann hljóta að verða að vera úr nokkrum áttum en ekki aðeins úr afrakstri af orku­auð­lindum eins og rík­is­stjórnin vill. Vegna orð­fæðar getur mann grunað að þarna sé verið að opna smugu á raf­ork­út­flutn­ing til Bret­lands (þótt við séum ekki aflögu­fær næstu árin, hvað sem seinna kann að verða) eða ýtt undir vænt­ingar um gróða úr hugs­an­legri olíu­vinnslu við Jan Mayen. Nú getur nýr umhverf­is­ráð­herra spáð í umhverf­is­hlið þessa síð­ar­nefnda gjörn­ings og vegið á móti orðum um sjálf­bærni, grænt hag­kerfi og andóf gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Hún veit vænt­an­lega að sam­kvæmt alþjóð­legu mati á ekki snerta við nema þriðj­ungi þekktra birgða jarð­efna­elds­neytis ef á að takast að koma böndum á hlýnun á ver­ald­ar­vísu. Ýmis­legt í umhverf­is­mála­stefn­unni er jákvætt og stuðn­ings vert þegar í ljós kemur hvað í henni fel­st, t.d. í aðgerða­á­ætlun vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, stöðvun frek­ari fjár­fest­inga í meng­andi, orku­frekum iðn­aði og í áætlun um vernd mið­há­lend­is­ins.

Afla­marks­kerfið í sjáv­ar­út­vegi er sagt hafa sannað gildi sitt og m.a. „tryggt sjálf­bærni fisk­veiða“. Það er nálægt réttu ef horft er ein­ungis til ástands fiski­stofna, þ.e. nátt­úru­þáttar sjálf­bærn­inn­ar. En alls ekki ef litið er á hina  óað­skilj­an­legu þætti hug­taks­ins:  Hag­rænnar sjálf­bærni og félags­legrar sjálf­bærni. Kvóta­kerfið hefur hvor­ugt tryggt, sbr. afar ójafna dreif­ingu hagn­aðar af auð­lind­inni til fólks og hún hefur bein­línis aukið á félags­legt órétt­læti sé t.d. horft til illa far­inna byggða um allt land. Hvað könnun sem boðuð er á mark­aðsteng­ingu í grein­inni boð­ar, á eftir að koma í ljós, nái flokk­arnir saman um stefnu­mörkun þar. Hver verður lands­byggð­ar­prófíllin þar?

Í land­bún­aði er sumt gam­alt efni. Þar á að fram­fylgja lögum og þar með end­ur­skoðun búvöru­samn­ings sem til varð í fyrra (raunar and­stætt Bjartri fram­tíð) og halda sem öfl­ugastri mat­væla­fram­leiðslu uppi. Sjáum til með hvað það inni­ber. Í umhverf­is­málum land­bún­aðar virð­ist sjónum helst beint rekstri býla og kannski land­nýt­ingu en ekki að öðrum þætti þeirra: Umhverf­is­þætti mat­ar­inn­flutn­ings og þeim háttum sem hafðir eru á dreif­ingu mat­vöru í 

land­inu. Hún ein­kenn­ist af sam­þjöppun versl­unar og afurða­vinnslu, linnu­lausum og miklum flutn­ingum inn­an- og utan­lands og löngum leiðum okkar flestra til kaupa mat­væli. Löngu er tími til kom­inn að horfa á alla mat­væla­fram­leiðslu i hnatt­ræn­u ­sam­hengi. Hagur neyt­enda telst ekki bara í krónum heldur líka í grænum áhersl­um. Hann byggir ekki  ein­ungis á góðu vöru­úr­vali heldur einnig á heil­næmri og hreinni gæða­vöru. Hagn­aður inn­flytj­enda og versl­unar eru ekki eitt helsta mark­mið sam­fé­lags­ins heldur líka skyn­sam­legar nátt­úr­nytjar og orku­sparn­að­ur. 

Ferða­þjón­ust­unni er gert lágt undir höfði í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni og veikri Stjórn­stöð ferða­mála ætlað að koma í stað löngu tíma­bærra skipu­lags­breyt­inga sem varða lög um ferða­þjón­ustu, ýmsar stofn­anir og nýtt ráðu­neyti. Engar veru­legar tekju­mark­anir koma fram og þegar rætt er um sam­hæf­ingu er óljóst hvað gera á í mál­efnum þjóð­garða. Fram­kvæmda­sjóður ferða­manna­staða, end­ur­skipu­lagn­ing björg­un­ar­sveita og land­vörslu eða skil­grein­ingar á þol­mörkum staða, svæða og lands­ins alls sést varla stað­ur. Ferða­menn verða senni­lega komnir nálægt 4 millj­óna mark­inu, ríf­leg tvö­földun miðað við 2016 við lok starfs­tíma stjórn­ar­inn­ar, sitji hún allt kjör­tíma­bil­ið. Bíla­stæða­gjöld eru nefnd og mætti þá biðja um annað og meira í umfjöllun um höf­uða­tvinnu­veg­inn.

Þessi grein tæpir á ýmsu og víst að rík­is­stjórn­inni verður ekki létt að fulln­usta það sem ýjað er að eða sagt fullum fet­um. Þar kemur til dæmis að aug­ljósri frjáls­hyggju­kenndri hægri stefnu hennar og naumum meiri­hluta. Stjórn­ar­and­staðan mun von­andi bera gæfu til að berj­ast á móti því sem er and­stætt hag og lífs­skil­yrðum þorra fólks. Um leið verður hún að styðja það sem er stuðn­ings virði en vafa­laust verður stjórn­inni ekki gert kleift að semja við ein­staka flokka eða þing­menn - hún mætir býsna sam­stæðri and­stöðu fjög­urra flokka. Í þá stöðu kom hún sér sjálf með ófull­nægj­andi eða rangri stefnu í sumum höf­uð­mál­um, og við inn­múrun Við­reisnar í Bjarta fram­tíð, eða öfugt.

Höf­undur er þing­maður VG í Suð­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None