Braggablús: Fátækrahverfin vaxa og dafna

Guðmundur Guðmundsson skrifar um þunna húsnæðispólitík ríkisstjórnar en sterka áfengispólitík hennar. Landsmenn geta kannski ekki komist í húsaskjól en þeir geti keypt pela af vodka í sjoppu von bráðar.

Auglýsing

Ára­tug­ina eftir stríð bjuggu þegar mest var um 2400 manns í bragga­hverfum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hverfin voru birt­ing­ar­mynd ára­tuga hús­næðiseklu á Ísland­i . Bragg­arnir voru þyrnir í augum almenn­ings.

Verka­lýðs­fé­lög knúðu fast á um lausn hús­næð­is­vand­ans. Það leiddi til jún­í-­sam­komu­lags­ins árið 1965, í tíð Við­reisn­ar­stjórnar Sjálf­stæðis og Alþýðu­flokks. Í kjöl­far sam­komu­lags­ins hófst upp­bygg­ing verka­manna­bú­staða og Breið­holt­ið sá dags­ins ljós.

Eftir það fór bragga­hverf­um ­fækk­andi, og hurfu þau að lokum úr borg­ar­land­in­u ­upp úr 1970. Fram eftir öld­inni var svo haldið áfram að byggja verka­manna­bú­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og víð­ar.

Auglýsing

Fram að og ­upp úr alda­mót­unum síð­ustu var tekin skörp hægri­beygja í hús­næð­ispólítík lands­ins. Upp úr því var Verka­manna­bú­stöðum kippt úr sam­bandi með einu penna­strik­i. 

Hug­takið „fé­lags­legt hús­næði“ þurrk­að­ist meira eða minna út úr Íslenskri hús­næð­ispólítík. Mark­að­ur­inn átti allt í einu að útvega öllum ódýrt og hent­ugt hús­næði. Það gerð­ist auð­vitað ekki. Almenn­ingur sýpur enn seyðið af þess­ari skamm­sýnu ákvörð­un. 

Síð­an Verkó var aflagt hefur búseta í iðn­að­ar­hverfum auk­ist. Á síð­ast­liðnum ára­tug, eða svo hefur íbúa­fjöldi í iðn­að­ar­hverf­um fjór- eða fimm­faldast, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá slökkvi­lið­inu.

Þessi hverfi eru fátækra­hverfi nútím­ans, eins og bragga­þyrp­ing­arnar forð­um daga. Segja má að Bragga­hverfin hurfu í raun­inni aldrei, þau breyttu ein­ungis um mynd. Búsetan dreifð­ist í iðn­að­ar­hverfi, kjall­ara­komp­ur, bíl­skúra, geymsl­ur, og svo fram­veg­is.

Í dag búa á fimmta þús­und manns í fátækra­hverfum nútím­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það er um tvö­faldur fjöldi miðað við hámarks íbúa­fjölda frá bragga­tíma­bil­inu.

Íbúa­fjöld­inn ­sam­svarar núna Vest­manna­eyjum eða Sel­tjarn­ar­nesi að fólks­fjölda til. Í Skand­in­avíu þekkj­ast ekki fátækra­hverfi af þessu tagi. Þetta er sér Íslenskt fyr­ir­bæri. Þetta búsetu­form er ljótur vitn­is­burður um ára­tuga sinnu­leysi yfir­valda við síversn­andi hús­næð­is­vanda.

Íbúa­fjöldi bragga­hverfa nútím­ans mun marg­fald­ast á næstu árum ef svo fer sem horf­ir. Ástæð­urnar eru aug­ljósar og þarf ekki að tíunda. Á bragga­tíma­bil­inu var gerð áætlun um lausn vand­ans og henni fylgt eft­ir. Í dag er ekki til nein sam­svar­andi áætl­un, þó aðstæður séu fylli­lega sam­bæri­leg­ar, jafn­vel ýkt­ari en á bragga­tíma­bil­inu.

Á allra næstu árum vantar frá 5 og upp í 10 þús­und íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­ið, eftir því hver er spurð­ur. Sumir telja þörf­ina nær 20.000 íbúð­um.

Núver­andi þing hefur hingað til eytt meiri tíma í áfeng­is­mál, en hús­næð­is­mál. Ef hús­næð­is­mál hafa yfir­höfuð verið á dag­skrá. 

Nú er ný rík­is­stjórn reyndar komin með hraðsoð­ið út­spil í hús­næð­is­mál­um.

Hún ætlar að setja nefnd í mál­ið. Það gæti verið fer­tug­asta eða fimm­tug­asta nefndin í hús­næð­is­málum frá því Verkó var aflagt. Hefðin hefur hingað til verið að setja hús­næð­is­nefnd og skoða leigu­mark­að­inn út kjör­tíma­bil­ið.

Enn frem­ur ætlar stjórnin að veita 3 millj­örð­u­m til upp­bygg­ingar á almennum leigu­í­búð­um. Fyrri rík­is­stjórn veitti 72 millj­örð­u­m til efn­aðra hús­næð­is­eig­enda. Núver­andi rík­is­stjórn veitir 3 millj­örð­u­m til hús­næð­is­lausra. Þetta er gott dæmi um þanka­gang­inn í Íslenskri hús­næð­ispólítík. Þrí­r millj­arð­ar­ duga fyrir stofn­styrkjum 600 íbúða sem dreifast um land­ið.

Ef helm­ing­ur­inn (300 íbúð­ir) rís á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, tekur um tvo ára­tugi að mæta þörf­inni á svæð­inu. Því er ljóst að Íslensku fátækra­hverfin muni vaxa og dafna áfram, í boði stjórn­valda. 

Nú er bara að sjá hvort ASÍ gleypi sömu beit­una tvisvar. Rík­is­stjórnin er með frekar þunna hús­næð­ispólítík. En hún er með þeim mun sterk­ari áfeng­is­pólítík. 

Við verðum kannski í hús­næð­is­hraki næstu ára­tug­ina. 

En hafið ekki áhyggj­ur.

Dont worryBe happy.

Bráðum fæst vodka út í búð.

Skál fyrir því.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None