Braggablús: Fátækrahverfin vaxa og dafna

Guðmundur Guðmundsson skrifar um þunna húsnæðispólitík ríkisstjórnar en sterka áfengispólitík hennar. Landsmenn geta kannski ekki komist í húsaskjól en þeir geti keypt pela af vodka í sjoppu von bráðar.

Auglýsing

Ára­tug­ina eftir stríð bjuggu þegar mest var um 2400 manns í bragga­hverfum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hverfin voru birt­ing­ar­mynd ára­tuga hús­næðiseklu á Ísland­i . Bragg­arnir voru þyrnir í augum almenn­ings.

Verka­lýðs­fé­lög knúðu fast á um lausn hús­næð­is­vand­ans. Það leiddi til jún­í-­sam­komu­lags­ins árið 1965, í tíð Við­reisn­ar­stjórnar Sjálf­stæðis og Alþýðu­flokks. Í kjöl­far sam­komu­lags­ins hófst upp­bygg­ing verka­manna­bú­staða og Breið­holt­ið sá dags­ins ljós.

Eftir það fór bragga­hverf­um ­fækk­andi, og hurfu þau að lokum úr borg­ar­land­in­u ­upp úr 1970. Fram eftir öld­inni var svo haldið áfram að byggja verka­manna­bú­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og víð­ar.

Auglýsing

Fram að og ­upp úr alda­mót­unum síð­ustu var tekin skörp hægri­beygja í hús­næð­ispólítík lands­ins. Upp úr því var Verka­manna­bú­stöðum kippt úr sam­bandi með einu penna­strik­i. 

Hug­takið „fé­lags­legt hús­næði“ þurrk­að­ist meira eða minna út úr Íslenskri hús­næð­ispólítík. Mark­að­ur­inn átti allt í einu að útvega öllum ódýrt og hent­ugt hús­næði. Það gerð­ist auð­vitað ekki. Almenn­ingur sýpur enn seyðið af þess­ari skamm­sýnu ákvörð­un. 

Síð­an Verkó var aflagt hefur búseta í iðn­að­ar­hverfum auk­ist. Á síð­ast­liðnum ára­tug, eða svo hefur íbúa­fjöldi í iðn­að­ar­hverf­um fjór- eða fimm­faldast, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá slökkvi­lið­inu.

Þessi hverfi eru fátækra­hverfi nútím­ans, eins og bragga­þyrp­ing­arnar forð­um daga. Segja má að Bragga­hverfin hurfu í raun­inni aldrei, þau breyttu ein­ungis um mynd. Búsetan dreifð­ist í iðn­að­ar­hverfi, kjall­ara­komp­ur, bíl­skúra, geymsl­ur, og svo fram­veg­is.

Í dag búa á fimmta þús­und manns í fátækra­hverfum nútím­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það er um tvö­faldur fjöldi miðað við hámarks íbúa­fjölda frá bragga­tíma­bil­inu.

Íbúa­fjöld­inn ­sam­svarar núna Vest­manna­eyjum eða Sel­tjarn­ar­nesi að fólks­fjölda til. Í Skand­in­avíu þekkj­ast ekki fátækra­hverfi af þessu tagi. Þetta er sér Íslenskt fyr­ir­bæri. Þetta búsetu­form er ljótur vitn­is­burður um ára­tuga sinnu­leysi yfir­valda við síversn­andi hús­næð­is­vanda.

Íbúa­fjöldi bragga­hverfa nútím­ans mun marg­fald­ast á næstu árum ef svo fer sem horf­ir. Ástæð­urnar eru aug­ljósar og þarf ekki að tíunda. Á bragga­tíma­bil­inu var gerð áætlun um lausn vand­ans og henni fylgt eft­ir. Í dag er ekki til nein sam­svar­andi áætl­un, þó aðstæður séu fylli­lega sam­bæri­leg­ar, jafn­vel ýkt­ari en á bragga­tíma­bil­inu.

Á allra næstu árum vantar frá 5 og upp í 10 þús­und íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­ið, eftir því hver er spurð­ur. Sumir telja þörf­ina nær 20.000 íbúð­um.

Núver­andi þing hefur hingað til eytt meiri tíma í áfeng­is­mál, en hús­næð­is­mál. Ef hús­næð­is­mál hafa yfir­höfuð verið á dag­skrá. 

Nú er ný rík­is­stjórn reyndar komin með hraðsoð­ið út­spil í hús­næð­is­mál­um.

Hún ætlar að setja nefnd í mál­ið. Það gæti verið fer­tug­asta eða fimm­tug­asta nefndin í hús­næð­is­málum frá því Verkó var aflagt. Hefðin hefur hingað til verið að setja hús­næð­is­nefnd og skoða leigu­mark­að­inn út kjör­tíma­bil­ið.

Enn frem­ur ætlar stjórnin að veita 3 millj­örð­u­m til upp­bygg­ingar á almennum leigu­í­búð­um. Fyrri rík­is­stjórn veitti 72 millj­örð­u­m til efn­aðra hús­næð­is­eig­enda. Núver­andi rík­is­stjórn veitir 3 millj­örð­u­m til hús­næð­is­lausra. Þetta er gott dæmi um þanka­gang­inn í Íslenskri hús­næð­ispólítík. Þrí­r millj­arð­ar­ duga fyrir stofn­styrkjum 600 íbúða sem dreifast um land­ið.

Ef helm­ing­ur­inn (300 íbúð­ir) rís á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, tekur um tvo ára­tugi að mæta þörf­inni á svæð­inu. Því er ljóst að Íslensku fátækra­hverfin muni vaxa og dafna áfram, í boði stjórn­valda. 

Nú er bara að sjá hvort ASÍ gleypi sömu beit­una tvisvar. Rík­is­stjórnin er með frekar þunna hús­næð­ispólítík. En hún er með þeim mun sterk­ari áfeng­is­pólítík. 

Við verðum kannski í hús­næð­is­hraki næstu ára­tug­ina. 

En hafið ekki áhyggj­ur.

Dont worryBe happy.

Bráðum fæst vodka út í búð.

Skál fyrir því.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None