Er yfirvofandi hrun í ferðaþjónustu?

Edward H. Huijbens segir að það sem setji ferðaþjónustu á hliðina séu styrjaldir, meiriháttar hryðjuverk, náttúruhamfarir eða alþjóðlega efnahagskreppa.

Auglýsing

Allt frá 2010 hefur ferða­fólki hingað til lands fjölgað í kringum 30% milli ára. Í því ljósi og þegar horft er til allt að tveggja og hálfrar milljón gesta þetta árið, er ekki að undra að setji að fólki beyg. Reynsla okkar af síld, loð­dýrum, fisk­eldi og fjár­mála­starf­semi hefur sýnt að það sem vex hratt á það til að hrynja. Í hag­spá grein­ing­ar­deild­ar Arion banka í mars er spurt hvort toppnum sé náð og vilja þeir leið­rétta fyrri spár um fjölgun ferða­fólks og gera ráð fyrir 7% fjölgun milli áranna 2017 og 2018. Áhyggjur hafa birst í fréttum af því að hækk­andi verð­lag hér á landi með styrk­ingu krónu muni valda sam­drætti og nú síð­ast bæt­ist útspil rík­is­stjórnar um hækkun virð­is­auka á grein­ina, sem mun leggja til hækk­andi verð­lags. Ofan á þetta bæt­ist umræða um að landið sé upp­selt og gestir muni ekki vilja koma hingað vegna mergðar fólks og ­nið­ur­níddr­ar ­nátt­úru. Þrátt fyrir þetta tel ég ekki fyr­ir­sjá­an­legt hrun í grein­inni, né sá sam­dráttur sem Arion banki spá­ir. Fyrir því liggja nokkrar ástæður sem vert er að skoða nán­ar. 

Í fyrsta lagi er vert að skoða verð­lags­mál­in. Þau eru tví­þætt. Ann­ars­vegar gengi og svo það sem ræður kaupum á Íslands­ferð. Hvað varðar geng­ið, þá stóð geng­is­vísi­tala Seðla­banka við afnám hafta 12. mars sl. í um 156 stig­um. Sam­an­borið við þegar verst lét 1. des­em­ber 2008, þegar vísi­talan stóð í 249 er hér um að ræða umtals­verða styrk­ingu krónu. Þó er geng­is­vísi­tala ekki nærri því þegar hún fór lægst í nóv­em­ber 2005, eða 99 stig. Þá fjölg­aði þó gistin­óttum erlendra gesta um 10% milli áranna 2005 og 6 og aftur milli 2006 og 7. Fjölgun í taln­ingu Ferða­mála­stofu var hins veg­ar innan skekkju­marka. Þessi ár er þó vart hægt að bera saman við núver­andi stöðu, þá helst vegna stökk­breyt­ingar í alþjóð­legri vit­und um Ísland og stór­bætt að­gengi að land­inu, auk þess er harla ólík­legt að krónan nái þeim styrk sem hún hafði 2005. Í sumar munu 26 flug­fé­lög fljúga til lands­ins og það sem er ráð­andi þáttur í ákvörðun um kaup á Íslands­ferð er verðið á flug­mið­an­um.

Hér kemur að verð­lag­inu. Verð á þessum ráð­andi kaupá­kvörð­un­ar­þætti er aðeins á nið­ur­leið. Sam­keppni í alþjóð­legu flugi vex stöðugt og flug­iðn­að­ur­inn er í örum vexti. Alþjóða­sam­band flug­fé­laga (IATA) spáir tvö­földun á far­þega­fjölda í flugi til 2035 og ISA­VIA hér á landi virð­ist miða sín áform við það, en þeir gera ráð fyrir þre­földun á far­þega­fjölda um Kefla­vík til 2040 og byggja nú sem óðast til að mæta því. Mark­mið ISA­VIA um Kefla­vík sem „Dúbaí norð­urs­ins“ og þróun flug­borgar þar um kring er þannig að horfa í þá átt sem ég mundi telja rétt að horfa, það er á þróun flugs­ins. Auk þess má nefna að styrk­ing krónu gerir aðföng íslenskra flug­fé­laga ódýr­ari og því ættu þau að því leyti að vera í færum til að keppa um verð á flugi til Íslands og með 26 flug­fé­lögum er flugið hingað til lands orðið ódýrt heilt yfir. 

Auglýsing

Þá er bara spurn­ing hvort fólk vilji koma, sér í lagi ef út fer að ber­ast að hér sé ekki þver­fótað fyrir öðrum túrist­um. Aftur er myndin öllu flókn­ari hér. Ferða­fólk er nefni­lega alls­kon­ar. Ég tel að margt bendi til þess að við séum búin að missa frá okkur þá gesti sem voru frum­kvöðlar í Íslands­ferð­um, þeir sem vildu „upp­götva“ landið og vera fyrstir um víð­ern­in. Þeir eru farnir til Græn­lands, en mögu­lega hjara ein­hverjir á norð­austur og vestur hornum lands­ins. Ferða­þjón­ustu­landið Ísland er komið með aðra teg­und gesta að upp­lagi, þá sem hafa mun meira þol gagn­vart öðrum gestum og taka ekk­ert endi­lega eftir því sem við köllum álag á nátt­úru. Tvö flug­fé­lög til að mynda sem fljúga til Íslands nún­a; SAS og FinnAir byggja sitt alþjóða­flug á að tengja borgir í Aust­ur­löndum fjær við Norð­ur­lönd­in. Þar er vax­andi hópur fólks sem getur og vill ferð­ast og kemst núna greið­lega til lands­ins. Sá hópur telur vart að um mergð sé að ræða á helstu ferða­manna­stöðum og sama gildir um marga aðra frá til að mynda Banda­ríkj­unum og víð­ar, sem vilja bara sjá stað sem telst merki­legur á heims­vísu. Sama gildir um okkur þegar við skoðum merki­lega staði, ekki held ég að margir sleppi ferð til Par­ísar eða Prag af því að þar er svo mikið af túrist­um? Ef tvær og hálf milljón gesta koma í ár, þá verða hér eitt­hvað um sjö ferða­menn á hvern íbúa á árs­grund­velli. Þetta telst ekki mikið á sam­bæri­legum stöðum sem byggja hag­kerfi sitt á ferða­þjón­ustu líkt og við. Til að mynda voru í fyrra um 20 gestir á hvern íbúa Mæj­orka og þar er ferða­þjón­usta að ganga ágæt­lega þó fólk telji hana vaxa aðeins of ört nýverið með lokun mark­aða í N. Afr­íku.

Ég vildi óska að Arion banki hefði rétt fyrir sér með sam­drátt­inn og hefði áhuga á að fræð­ast nánar um for­sendur þeirra mats. En það er um flókna mynd að ræða. Flugið er ráð­andi þáttur og þar sér ekki fyrir neinn sam­drátt, þvert á móti. Það er þannig að aðrir þættir en verð­lag inn­an­lands ráða frekar þróun í gesta­komum hing­að, þó verð­lagið leiki vissu­lega sitt hlut­verk. Okkar stærstu mark­aðir nú eru Bret­land og Banda­rík­in. Ef Brexit fer á versta veg og hag­kerfi Breta verður fyrir veru­legum skakka­föll­um, þá hætta þeir að koma. Ef Trump tekst með ein­hverri meiri­háttar gloríu að stöðva ferðir Banda­ríkja­manna um heim­inn, eða koma af stað heims­styrj­öld, þá verður hrun hér. Það gild­ir ­sem sé það sem oft hefur verið haldið fram. Það sem setur ferða­þjón­ustu á hlið­ina eru styrj­ald­ir, meiri­háttar hryðju­verk, nátt­úru­ham­farir eða alþjóð­lega efna­hag­skreppa. Þetta setur flugið úr skorðum og annað sem heftir vöxt þess mun spilla mögu­leikum ferða­þjón­ustu hér á landi langt umfram ­þró­un verð­lags.

Höf­undur er pró­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None