Takmarkalaus undrun

Guðmundur Ólafsson, lektor í hag­fræði, segir frá því að Sigurður Einarsson hafi hótað að hætta að styrkja viðskiptadeild HÍ ef hann og Vilhjálmur Bjarnason yrðu ekki látnir fara. Og hann segir að Al Thani hafi í raun verið leigubílstjóri.

Auglýsing

Kom­inn er upp svipuð staða og í Njálu, en þar er venjan að allt er leynt átti að fara var á allra vit­orði. Sama gildir um það þegar Afhausun­ar­bank­inn (Hauck & Auf­häuserkeypti ekki Bún­að­ar­bank­ann. Allt viti­borið fólk vissi að um var að ræða sam­komu­lag milli stjórn­ar­flokka um helm­inga­skipti, þar sem fram­sókn fengi Bún­að­ar­bank­ann en Íhald Lands­bank­ann. Þetta hefur raunar Stein­grímur Ari stað­fest.  Nú steðjar fram fólk sem þyk­ist ekk­ert hafa vit­að, sér­stak­lega þeir sem báru ábyrgð sem ráð­herrar eða eft­ir­lits­að­ilar og eru óskap­lega hissa eftir 14 ár, hér er um tak­marka­lausa undrun að ræða, stundum í opna skjöldu. Ekki er því úr vegi að rekja hvernig þetta blasti við okkur Sig­urði G Tómassyni þegar við fórum að fjalla um þetta mál fyrstir manna.

Vinstri græn­ir báðu um skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar og var hún birt 2003, en svo virð­ist sem VG hafi hins vegar ekki lesið hana og tókum við Sig­urður okkur til og lásum valda kafla úr henni í útvarp, sem fer hörðum orðum um einka­væð­ingu bank­anna (ekki síst bls. 72 og 73). Skýrslan kom okkur mjög á óvart fyrir heið­ar­leg og vönduð vinnu­brögð. Fljót­lega fórum við að efast um hlut­verk Afhausun­ar­bank­anns og fjöll­uðum ýtar­lega um það mál. Upp úr því bætt­ist Vil­hjálmur Bjarna­son í hóp­inn ásamt Svani Krist­jáns­syni og Þor­valdi Gylfa­syni, sem gagn­rýndu einnig einka­vina­væð­ing­una. Könn­uðum við efna­hags­reikn­inga þess þýska og var þar hvergi minnst á eigna­kaup á Íslandi fyrir millj­arða. Frétta­blaðið hafði þá snör hand­tök og sendi blaða­mann, Hjálm­ar Blön­dal, á skrif­stofu þýska bank­ans og sat hann í þrjá daga og bað um við­tal við banka­stjóra, en fékk ekki. Þá vorum við vissir um að þýski bank­inn væri yfir­varp. Svo þegar við­skipta­ráð­herra Val­gerður Sverr­is­dóttir stytti tím­ann sem þýski bank­inn átti að eiga Bún­að­ar­bank­ann úr tveim árum í þrjá mán­uði, þá var ljóst að um sam­særi var að ræða.

Auglýsing

Val­gerður reyndi að gera lítið úr Vil­hjálmi og sagði hann „bara aðjúnkt“. Á þessum tíma var ég lektor í Við­skipta­deild og var reynt að stugga við mér þar. Deildin fékk þau skila­boð frá Sig­urði Ein­ars­syni, stjórn­ar­for­manni Kaup­þings, að hætt yrði að styrkja rann­sóknir og kennslu við deild­ina ef menn á borð við Guð­mund og Vil­hjálm yrðu ekki látnir fara. Þetta kom lítið við mig, stjórn­mála­menn höfðu margoft reynt að fá mig rek­inn úr starfi og allir vita hvar Vil­hjálmur er staddur nú. Eitt er víst að við sáum til þess að allir vissu eða máttu vita um sam­sær­ið.

Þáttur gömlu kon­unnar í Kefla­vík kemur hins vegar ekki við sögu fyrr en í Al Thani mál­inu, en sú gamla hafði verið með hinum rétta Al Thani á heilsu­hæli í Sviss og var þeirra kynn­ing góð og ást­úð­leg. Hún full­yrti að sá maður sem feng­inn var til að leika Al Thani á hlut­hafa­fundi hafi ekki verið hinn rétti, heldur leigu­bíl­stjóri frá Lund­ún­um, enda var hann drif­inn á braut mjög skyndi­lega án þess að koma í Kast­ljós. Þessar upp­ljóstr­anir urðu þó til þess að málið var rann­sakað og lögum komið yfir rétta menn sem máttu sitja sér til hress­ingar í 4 til 6 ár á Kvía­bryggju. Þökk sé þeirri gömlu.

Nú er verið að selja annan banka, stórum hlut­höfum sem eru undir nafn­leynd. Nú ætla stjórn­völd að selja grímu­klæddum mönnum stofnun sem getur haft mikil áhrif á íslenskt sam­fé­lag. Maður spyr sig, ætla stjórn­völd að láta þetta yfir sig ganga, ætlar Vil­hjálmur Bjarna­son að vera með í þetta sinn?

Höf­undur er lektor í hag­fræði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None