Takmarkalaus undrun

Guðmundur Ólafsson, lektor í hag­fræði, segir frá því að Sigurður Einarsson hafi hótað að hætta að styrkja viðskiptadeild HÍ ef hann og Vilhjálmur Bjarnason yrðu ekki látnir fara. Og hann segir að Al Thani hafi í raun verið leigubílstjóri.

Auglýsing

Kom­inn er upp svipuð staða og í Njálu, en þar er venjan að allt er leynt átti að fara var á allra vit­orði. Sama gildir um það þegar Afhausun­ar­bank­inn (Hauck & Auf­häuserkeypti ekki Bún­að­ar­bank­ann. Allt viti­borið fólk vissi að um var að ræða sam­komu­lag milli stjórn­ar­flokka um helm­inga­skipti, þar sem fram­sókn fengi Bún­að­ar­bank­ann en Íhald Lands­bank­ann. Þetta hefur raunar Stein­grímur Ari stað­fest.  Nú steðjar fram fólk sem þyk­ist ekk­ert hafa vit­að, sér­stak­lega þeir sem báru ábyrgð sem ráð­herrar eða eft­ir­lits­að­ilar og eru óskap­lega hissa eftir 14 ár, hér er um tak­marka­lausa undrun að ræða, stundum í opna skjöldu. Ekki er því úr vegi að rekja hvernig þetta blasti við okkur Sig­urði G Tómassyni þegar við fórum að fjalla um þetta mál fyrstir manna.

Vinstri græn­ir báðu um skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar og var hún birt 2003, en svo virð­ist sem VG hafi hins vegar ekki lesið hana og tókum við Sig­urður okkur til og lásum valda kafla úr henni í útvarp, sem fer hörðum orðum um einka­væð­ingu bank­anna (ekki síst bls. 72 og 73). Skýrslan kom okkur mjög á óvart fyrir heið­ar­leg og vönduð vinnu­brögð. Fljót­lega fórum við að efast um hlut­verk Afhausun­ar­bank­anns og fjöll­uðum ýtar­lega um það mál. Upp úr því bætt­ist Vil­hjálmur Bjarna­son í hóp­inn ásamt Svani Krist­jáns­syni og Þor­valdi Gylfa­syni, sem gagn­rýndu einnig einka­vina­væð­ing­una. Könn­uðum við efna­hags­reikn­inga þess þýska og var þar hvergi minnst á eigna­kaup á Íslandi fyrir millj­arða. Frétta­blaðið hafði þá snör hand­tök og sendi blaða­mann, Hjálm­ar Blön­dal, á skrif­stofu þýska bank­ans og sat hann í þrjá daga og bað um við­tal við banka­stjóra, en fékk ekki. Þá vorum við vissir um að þýski bank­inn væri yfir­varp. Svo þegar við­skipta­ráð­herra Val­gerður Sverr­is­dóttir stytti tím­ann sem þýski bank­inn átti að eiga Bún­að­ar­bank­ann úr tveim árum í þrjá mán­uði, þá var ljóst að um sam­særi var að ræða.

Auglýsing

Val­gerður reyndi að gera lítið úr Vil­hjálmi og sagði hann „bara aðjúnkt“. Á þessum tíma var ég lektor í Við­skipta­deild og var reynt að stugga við mér þar. Deildin fékk þau skila­boð frá Sig­urði Ein­ars­syni, stjórn­ar­for­manni Kaup­þings, að hætt yrði að styrkja rann­sóknir og kennslu við deild­ina ef menn á borð við Guð­mund og Vil­hjálm yrðu ekki látnir fara. Þetta kom lítið við mig, stjórn­mála­menn höfðu margoft reynt að fá mig rek­inn úr starfi og allir vita hvar Vil­hjálmur er staddur nú. Eitt er víst að við sáum til þess að allir vissu eða máttu vita um sam­sær­ið.

Þáttur gömlu kon­unnar í Kefla­vík kemur hins vegar ekki við sögu fyrr en í Al Thani mál­inu, en sú gamla hafði verið með hinum rétta Al Thani á heilsu­hæli í Sviss og var þeirra kynn­ing góð og ást­úð­leg. Hún full­yrti að sá maður sem feng­inn var til að leika Al Thani á hlut­hafa­fundi hafi ekki verið hinn rétti, heldur leigu­bíl­stjóri frá Lund­ún­um, enda var hann drif­inn á braut mjög skyndi­lega án þess að koma í Kast­ljós. Þessar upp­ljóstr­anir urðu þó til þess að málið var rann­sakað og lögum komið yfir rétta menn sem máttu sitja sér til hress­ingar í 4 til 6 ár á Kvía­bryggju. Þökk sé þeirri gömlu.

Nú er verið að selja annan banka, stórum hlut­höfum sem eru undir nafn­leynd. Nú ætla stjórn­völd að selja grímu­klæddum mönnum stofnun sem getur haft mikil áhrif á íslenskt sam­fé­lag. Maður spyr sig, ætla stjórn­völd að láta þetta yfir sig ganga, ætlar Vil­hjálmur Bjarna­son að vera með í þetta sinn?

Höf­undur er lektor í hag­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None