„Nýja barnið“ – fíkn og forvarnir

Gunnar Rafn Jónsson læknir vill að athyglinni verði frekar beint að forvörnum en viðbrögðum. Það bjargi fleirum, sé heilsusamlegra og hagkvæmara.

Auglýsing

Rann­sókn­ar­spurn­ing mín er þessi: Hvort er betra að byrgja brunn­inn eða bjarga, þegar í óefni er kom­ið? Ég bið þig, les­andi góð­ur­,að leggja tvær næstu línur á minn­ið:

„GRUNNUR að geð­heilsu full­orð­ins manns er lagður í móð­ur­kvið­i.“

„Nýja barnið - aukin fjöl­skyldu­vernd og bætt sam­skipti“

Sorg­lega stað­reynd­in: „Börn sem neyta fíkni­efna hér á landi taka sífellt sterk­ari efni og meira af þeim en áður. Sér­fræð­ingur segir ákaf­lega auð­velt að nálg­ast efnin og að mikil hætta sé á ótíma­bærum dauðs­föllum barna... aðgengið er gríð­ar­legt og mark­aðs­setn­ingin í þessum til­teknu hópum er mjög mik­il,“ segir Funi Sig­urðs­son, for­stöðu­maður Stuðla í sjón­varps­við­tali, en segir jafn­framt fíkni­efna­neyslu barna og ung­linga hafa dreg­ist saman und­an­farna tvo ára­tugi. 

Gleði­tíð­indin eru þau, að ein­ungis um 8–10% af íslenskum 10. bekk­ingum hefur prófað kanna­bis­efn­i, en það er tals­vert lægra en Evr­ópu­með­al­talið, en það liggur um 16%. Helm­ingur fólks milli tví­tugs og þrí­tugs, en þriðj­ungur Íslend­inga á full­orð­ins­aldri hefur prófað kanna­bis­efni sam­kvæmt rann­sóknum, sem Helgi Gunn­laugs­son, pró­fessor í afbrota­fræði við Háskóla Íslands, hefur gert í sam­starfi við Félags­vís­inda­stofnun. Þannig virð­ist neyslan bundin við „djamm­kyn­slóð­ina“, sem svo láti af notkun með hækk­andi aldri og auk­inni ábyrgð.

Svo virð­ist sem þeir, sem byrji 12-14 ára í neyslu og hafa mikið af und­ir­liggj­andi per­sónu­legum og félags­legum vanda­mál­um, eigi við námsörð­ug­leika og fátækt að stríða, hafi orðið fyrir ein­elti, kyn­ferð­is­legri mis­notk­un, móðir fengið fæð­ing­ar­þung­lynd­i eða for­eldrar verið atvinnu­laus­ir, sé sá hóp­ur, sem oft­ast lendi í veru­legum vand­ræð­u­m. 

„Vel­ferð­ar­vakt­in“ kann­aði ástand þessa hóps á árunum eftir hrunið og komst að þeirri nið­ur­stöðu, að þessi hópur ætti við enn meiri vanda að etja en fyrir hrun. Helm­ingur svar­enda sagði börn standa verr. 25% þeirra, sem stóðu verst standa enn verr. Birt­ing­ar­myndin er m.a. aukin fátækt, skert þjón­usta og verri and­leg heilsa eða hegð­un. Kallað var eftir auknu aðgengi að ­geð­heil­brigð­is- og sál­fræði­þjón­ustu og meiri sam­vinnu á milli „fé­lags­þjón­ustu, heilsu­gæslu­stöðva og ann­arra aðila sem vinna að vel­ferð barna.“ Nú hafa stjórn­völd ákveðið bygg­ingu og rekstur stofn­unar fyrir þessi ung­menni, sem hvað harð­ast eru leikin af fíkni­efna­fjand­an­um.

Því miður verður að við­ur­kennast, að stjórn­völd og leið­andi aðilar í heil­brigð­is­málum hafa enn ekki gert sér nægi­lega grein fyrir mik­il­vægi alvöru for­varna heldur ein­blínt á redd­ing­ar, þegar allt er komið í óefni, með­höndlað ein­kenni og sjúk­dóma. Aug­ljós­asta dæmið er hlutur for­varna í heild­ar­út­gjöldum til heil­brigð­is­mála á Íslandi, en hann er ein­ungis undir 5% þó heilsu­gæslu­hlut­inn sé með­reikn­að­ur. 

Mark­mið mitt með ritun grein­ar­innar er að benda á nokkra þætti, sem gætu í nútíð og fram­tíð bjargað mörgum ung­mennum og um leið verið marg­falt ódýr­ari lausn fyrir sam­fé­lag­ið. Þar sem ég legg höf­uð­á­herslu á for­varnir og þátt heilsu­gæslu­stöðva, vil ég byrja á því að nefna stór­merki­legt verk­efni, „Nýja barn­ið“.

Árið 1974 náð­ist „sam­staða milli þings og þjóð­ar, er lagður var grunnur að þver­fag­legu sam­starfi heil­brigð­is­starfs­fólks í heilsu­gæslu, sem síðar var nefnt teym­is­vinna“. Átta árum áður hafði þó vísir að fyrstu heilsu­gæslu­stöð lands­ins sprottið á Húsa­vík. Í kjöl­farið byggð­ust síðan heilsu­gæslu­stöðvar víðs vegar um land­ið. Starfs­fólk Heilsu­gæslu­stöðv­ar­innar á Akur­eyri (HAK) var stór­huga og hratt af stað fimm ára teym­is­vinnu á árunum 1992-1997 í því skyni að efla gæði mæðra- og ung­barna­vernd­ar. 

Þessu  ­þró­un­ar­verk­efni er lýst í útgáfu Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins 2000. Verk­efnið hlaut tit­il­inn „Nýja barnið - aukin fjöl­skyldu­vernd og bætt sam­skipti“ og hlaut við­ur­kenn­ingu Evr­ópu­deildar Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) 1997. 



Mark­miðið var að skapa heilsu­vernd, sem félli sem best „að mis­mun­andi þörfum neyt­enda...­Tekur það mið af því að góð til­finn­inga­tengsl eru und­ir­staða góðrar heilsu. Hugað er að sál­rænum og félags­legum áhættu­þáttum ekki síður en lík­am­leg­um....Voru tíð og reglu­bundin sam­skipti í mæðra- og ung­barna­vernd nýtt til að greina og skilja félags­lega og til­finn­inga­lega áhættu­þætti og ná sam­vinnu við fjöl­skyld­urnar um úrræði, en á þessu mót­un­ar­skeiði fjöl­skyld­unnar er oft auð­veld­ara að ná sam­starfi um úrbæt­ur. 

Með til­tölu­lega ein­földum aðgerðum býður þetta tíma­bil upp á mögu­leika til að fyr­ir­byggja til­finn­inga­lega og félags­lega erf­ið­leika og stuðla að heil­brigðri tengsla­mynd­un. Fái for­eldrar styrk og stuðn­ing til að vinna úr erf­iðum málum sem upp hafa komið getur það komið í veg fyrir erf­ið­leika á síð­ari stigum í upp­vexti barna.“

Auglýsing

„Vinnu­lag þessa verk­efnis var síðan tekið upp í dag­legu for­varn­ar­starfi stöðv­ar­innar sem við­bót við hefð­bundna mæðra-, ung­barna-, og skóla­heilsu­vernd, en það felst m.a. í nánu sam­starfi heim­il­is­lækna, mæðra­vernd­ar, ung­barna­vernd­ar, fjöl­skyldu­ráð­gjafar og skóla­heilsu­gæslu.

Vinnu­lagið byggir á þeirri hug­mynda­fræði, að tak­ist for­eldrum að mynda heil­brigð og sterk til­finn­inga­tengsl við barn sitt strax eftir fæð­ingu sé mun auð­veld­ara að veita því þá félags­legu örvun og örygg­is­kennd sem nauð­syn­leg er til að það fái þroskað þá sam­skipta­hæfni, sem barn­inu er nauð­syn­legt vega­nesti út í líf­ið. Með þessu vinnu­lagi mun í fyrsta sinn á Íslandi mark­visst unnið að vel­ferð barns­ins og fjöl­skyldu þess strax frá upp­hafi með­göngu með sér­stöku til­liti til til­finn­inga­tengsla.

Nið­ur­staða höf­unda af grein­ingu áhættu­þátta var sú að um 30-40% barns­haf­andi kvenna hafa þörf fyrir auk­inn stuðn­ing, áfalla­úr­vinnslu eða ein­hver með­ferð­ar­úr­ræð­i.“

Ummælin hafa ekki verið af lak­ara tag­in­u: 

 „Drif­kraft­ur­inn í þró­un­ar­ferli felst í sam­eig­in­legri hug­sjón sam­hliða trausti innan starfs­hóps­ins og sam­stöðu um for­yst­u....Það sem við teljum að hafi borðið hvað mestan árangur í þessu þró­un­ar­starfi er sam­ráð og sam­þætt­ing mis­mun­andi reynslu og þekk­ingar ólíkra fag­hópa sam­hliða sam­eig­in­legri fræðslu og hand­leiðslu.“

 „Kröft­ug­asta og árang­urs­rík­asta for­varn­ar­starf sem ég hef tekið þátt í um ævina. Máttur þver­fag­legrar sam­vinnu ólíkra heil­brigð­is­stétta er mik­ill og það hefur sko sann­ar­lega komið í ljós í vinnu­lagi HAK. Trúi ekki að þessu fyr­ir­myndar vinnu­lagi verði ekki tryggðir fjár­mun­irn­ir. Hvernig getum við sem trúum á mátt „Nýja barns“- vinnu­lags­ins þrýst á úrlausn?“ 

„Mikið er í húfi, því það eru ómæl­an­leg verð­mæti fólgin í for­vörnum í frum­bernsku og þver­fag­legum stuðn­ingi við for­eldra. Hverjir eru málsvarar ung­barna?“

Þrátt fyrir ein­stak­lega lof­andi verk­efni sem þetta virð­ist svo sem þessu hafi ekki verið fylgt nægi­lega vel eft­ir, eins og fram kemur í  rann­sókn­ar­á­ætl­un, sem var loka­verk­efni til­ B.Sc. prófs í hjúkr­un­ar­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri. Þar könn­uðu höf­und­ar,  hvaða ástæður lægju að baki því, að konur leit­uðu sér ekki hjálpar við fæð­ing­ar­þung­lyndi og hverjar væru helstu orsakir og afleið­ingar sjúk­dóms­ins. 

Á sama tíma sem íslensk stjórn­völd virð­ast vilja leggja grunn­kerfið í rúst, bár­ust fram­sýn­is­hug­myndir Norð­lend­inga á HAK og sjón­ar­mið þeirra, sem aðhyll­ast heild­ræna heil­brigð­is­fræði breskum heil­brigð­is­yf­ir­völd­um. Fyrir rúmu ári „til­kynntu bresk stjórn­völd um áætlun sem á að gjör­breyta heil­brigð­is­kerf­inu. Til stendur að verja einum millj­arði punda í að binda enda á „að­skilnað hugar og lík­ama“.... og áhersla verður lögð á að börn hafi greiðan aðgang að slíkum með­ferðum sem og nýbak­aðar mæð­ur.    .....And­leg heilsa hefur löngum verið van­rækt innan heil­brigð­is­kerfa heims­ins. Æ fleiri rann­sóknir benda hins vegar til þess að and­leg og lík­am­leg heilsa séu alls ekki óskyld mál. Sjúk­lingar í Bret­landi munu senn njóta góðs af því að þar­lend stjórn­völd horfa á heil­brigð­is­mál með opnum hug.“ Til­rauna­verk­efni skil­aði tæp­lega 50% til baka af útlögðum kostn­að­i. 

Það á jafnt við um vímu­efna­vand­ræði og önnur aðkallandi úrlausn­ar­efni sam­fé­lags­ins, að orsakir eru marg­slungn­ar. Því er afar mik­il­vægt, að allir legg­ist á árar, vinni saman að virkum lausn­um. Börn og ung­lingar þurfa ást, aga, atlæti, áhuga og tíma for­eldra, kenn­ara og ann­arra sam­fé­lags­þegna. Við berum öll ábyrgð.

Því skora ég á leið­andi aðila innan heilsu­gæslu, skóla og félags­mála bæj­ar­fé­laga, að öll heilsu­gæslu­um­dæmi inn­leiði og noti verk­efnið „Nýja barn­ið“.

Ofan­greindir aðilar og for­eldrar kynni og noti sér staf­ræna, gagn­virka fræðslu­síðu um nær­ingu barns og móður á með­göng­u. 

Skólar þjálfi börn og ung­linga í hinum fimm þrepum til auk­ins sjálfs­styrks: sjálfs­skoð­un, sjálfs­þekk­ingu, sjálfs­virð­ingu, sjálfs­á­byrgð og sam­skipta­hæfni. Lögð sé áhersla á teng­ingu lík­ama og sálar – efl­ingu and­legs og lík­am­legs atgerfis – þjálfun í til­finn­inga­greind í sam­starfi við íþrótta- og æsku­lýðs­sam­tök. Þar sé einnig kennd heim­speki, þjálfun í gagn­rýni hugs­un, kær­leika og sam­kennd, lögð áhersla á húman­isma, sann­leiks­leit og mann­gild­is­hyggju.

Börn og ung­lingar séu æfð í virð­ingu og umburð­ar­lyndi, kennt að þekkja sjálfa sig og umheim­inn -  ­kennslu­efn­i: World­view Exploration samið af Noetic Sci­ences. Börnin fái eitt­hvert form and­legrar þjálf­unar svo sem efl­ingu núvit­und­ar, inn­hverfa íhug­un, hug­ræna  at­ferl­is­með­ferð, jóga, list­ir, tón­mennt og dans.

Verk­efni stjórn­valda, alþingis og emb­ætt­is­manna verði að tryggja fram­færslu­laun: eng­inn skal fá minna útborgað eftir skatt, en sem sam­svarar fram­færslu­kostn­aði, svo að for­eldrar fái tíma til þess að sinna börnum sínum í upp­eld­inu. Hinn mögu­leik­inn er sá að inn­leiða borg­ara­laun, þar sem öllum skulu tryggð ákveðin mán­að­ar­leg upp­hæð.

Ofan­greindir aðilar trygg­i enn frem­ur ­bú­setu á við­ráð­an­legu verði fyrir alla og sjái til þess að útsvars­stuð­ull sveit­ar­fé­laga sé nægi­legur svo að hægt sé að sinna for­vörn­um, menntun og aðstoða börn, ung­menni og þá, sem minna mega sín í sam­fé­lag­inu.

Í bók­inni „Nýja barnið - aukin fjöl­skyldu­vernd og bætt sam­skipt­i,“­segir í loka­orðum að til þess að efla fram­tíð­ar­heil­brigði þurfi auk­inn skiln­ing, þekk­ingu og inn­sæi í mik­il­vægi til­finn­inga­tengsla og fjöl­skyldu­lífs, aukna sjálf­styrk­ingu verð­andi for­eldra, aukið fjár­magn og fleiri stöðu­gildi til heilsu­vernd­ar­inn­ar, þjálfun og stór­aukna hand­leiðslu fyrir fag­fólk, aukið sam­ráð hjálp­ar­að­ila, símenntun og end­ur­hæf­ingu fag­fólks. 

Sam­kvæmt ofan­greindum gögnum og til­lögum mín­um, tel ég tví­mæla­laust, að betra sé að byrgja brunn­inn, for­varnir verndi fleiri aðila, bjargi fleiri börnum og ung­ling­um, séu heilsu­sam­legri og hag­kvæm­ari en aðferðir við síð­ari björg­un. Vita­skuld verður að sinna þeim illa farna hópi, en með ofan­greindum til­lögum til for­varna mun þeim skjól­stæð­ingum fækka ört. 

 „Grunnur að geð­heilsu full­orð­ins manns er lagður í móð­ur­kvið­i“. Aukum því vellíðan unga fólks­ins með ofan­greindum aðgerð­um, svo að vænt­an­legir for­eldrar búi yfir hug­ar­ró, bjóði ófæddum ein­stak­lingi heil­brigða fæðu móður með ljúfri Moz­art-tón­list  og öllum þeim kost­um, sem íslenskt sam­fé­lag hefur virki­lega burði að bjóða – sjálf­bært, rétt­látt og svaka­lega gott. 

Höf­undur er lækn­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None