Á að segja það með blómum?

Verða það örlög rokkarans ljúflynda, sem lentur er á stóli heilbrigðisráðherra, að einkavæðing heilbrigðiskerfisins gerist hægt og hljótt inn um bakdyrnar hjá honum?

Auglýsing

Land­læknir – sem hefur vakið þjóð­ar­at­hygli fyrir skör­ungs­skap – segir skýrt og skor­in­ort, að ekk­ert sé því til fyr­ir­stöðu, að óbreyttum lög­um, að fjár­festar í heilsu­leysi geti farið að skrifa reikn­inga á skatt­greið­endur (eins og hugur þeirra stendur til) - nema ráð­herr­ann taki í taumana. Ráð­herr­ann er þög­ull sem gröf­in. Hvar er nú fram­tíðin bjarta?

Af þessu til­efni skaut upp koll­inum mynd frá fyrri tíð. Myndir segja stundum meira en mörg orð. Myndin var af geð­þekkri konu, sem að loknum kosn­ingum 1995 var nýlega sest í stól heil­brigð­is­ráð­herra. Ingi­björg Pálma­dóttir, heitir hún, Fram­sókn­ar­kona ofan af Skipa­skaga. Myndin var af glað­beittum sér­fræði­lækn­um, sem voru að færa ráð­herr­anum risa­blóm­vönd. Öll brostu þau út í eitt.

Og hvert var til­efn­ið? Jú, ráð­herra hafði látið það verða eitt sitt fyrsta verk á ráð­herra­stóli að afnema svo­kallað til­vís­un­ar­kerfi, sem for­veri henn­ar, Sig­hvatur Björg­vins­son, hafði vaðið eld og brenni­stein til að koma í gegn. En hjúkr­un­ar­konan , sem nú fór með hús­bónda­vald í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu í umboði Fram­sókn­ar, ætl­aði ekki að standa í stríði við sér­fræði­lækna. Hún gekk að öllum þeirra kröf­um. Þeir áttu henni mikið upp að unna – og vildu segja það með blóm­um.

Auglýsing

Sjálf­taka

Um hvað sner­ist mál­ið? Á árunum 1988 til 1994 gengu Íslend­ingar í gegnum lengstu sam­felldu kreppu lýð­veld­is­tím­ans. Hag­vöxtur var nei­kvæður frá ár frá ári. Það var afla­brestur og við­skipta­kjör fóru versn­andi. Rík­is­fjár­mál voru við það að fara úr ­bönd­un­um.  Er­lend skulda­söfnun fór vax­andi.

Þetta var stað­an, þegar Sig­hvatur Björg­vins­son, Vest­firð­ing­ur, tók við emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra 1993 – fyrir tæpum ald­ar­fjórð­ungi. Þrátt fyrir að vera ung þjóð fóru útgjöld til heil­brigð­is­mála hrað­vax­andi, langt umfram það, sem gerð­ist með öðrum þjóð­um OECD

Einn útgjalda­flokkur skar sig úr. Útgjöld innan hans uxu sjálf­krafa. Þau héld­ust engan veg­inn innan ramma fjár­laga. Þetta voru útgjöld til sér­fræði­lækna. Um þá giltu engar fjölda­tak­mark­an­ir. Flestir voru í hluta­störfum á sjúkra­hús­um, en ráku eigin stof­ur með­fram.  Þangað vís­uðu þeir sjúk­ling­um. Kerfið sjálft bauð upp á hvort tveggja: inn­byggðan hags­muna­á­rekstur og sjálftöku. Án tak­mark­ana.

Sig­hvatur ákvað að taka á vand­an­um. Hann kom sér upp öfl­ugum sam­starfs­hópi. Nið­ur­staða þeirra var, að kerfið væri að fara úr bönd­un­um.  Það yrði að efla grunn­þjón­ust­una: heim­il­is­lækna og heilsu­gæslu­stöðv­ar.  Og koma á til­vís­un­ar­kerfi, sem var rót­gróið með grann­þjóð­um. Með til­vísun heim­il­is­læknis væri sér­fræði­þjón­usta veru­lega nið­ur­greidd. Án til­vís­unar yrði hún dýr­ari. WHO – alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin mælti ein­dregið með þess­ari skip­an, bæði af fag­legum ástæðum (allar upp­lýs­ingar um heilsu­far sjúk­linga á einum stað) og til að koma böndum á sjálf­virka kostn­að­ar­aukn­ingu.

Stríð

Sam­tök sér­fræði­lækna fór í stríð. :Þeir sögðu, að ráð­herr­ann væri að svipta sjúk­linga gæða­þjón­ustu. Þeir rúll­uðu sjúk­lingum á hjóla­stólum fyrir framan sjón­varps­mynda­vélar og létu sjúk­linga vitna um, að ráð­herr­ann stefndi lífi þeirra í voða. Þeir réðu sér lög­fræð­ing og almanna­tengil úr innsta hring íhalds­ins og hófu linnu­lausa fjöl­miðla­her­ferð. Í öðrum hverjum frétta­tíma sjón­varps vitn­uðu sjúk­lingar um mann­vonsku ráð­herr­ans.  ­Fjöl­miðlar spil­uðu með­.  Þetta var spenn­and­i.   

Undir lokin hót­uðu þeir alls­herjar land­flótta sér­fræði­lækna.  Þetta hreif. Skoð­ana­könn­uður mat það svo, að Alþýðu­flokk­ur­inn hefði tapað tveimur þing­sætum út á þennan áróður (fyrir utan að heilög Jóhanna lagð­i ­sér­fræð­ing­un­um lið með því að kljúfa flokk­inn).

Fyrir kosn­ing­arnar 1995 spör­uðu sér­fræð­ing­arnir hvorki fé né fag­ur­gala til að verja sitt sjálftöku­kerfi –  á kostnað skatt­greið­enda.  Þeir unnu. Fögn­uðu sigri og sögðu það með blóm­um. Síðan hefur kerfið verið í gísl­ingu þeirra. Sér­fróðir menn  hafa sagt, að nú svo kom­ið, að grunn­þjón­ustan rísi varla lengur undir nafni. Það séu alla vega orðin sein­ustu for­vöð að koma á til­vís­un­ar­kerfi og þar með böndum á sjálftök­una. 

Þetta er sígild dæmi­saga um póli­tísk átök milli sér­hag­muna­afla og almanna­hags­muna. Það þarf kjark, þraut­seigju og jafn­vel eld­móð til að standa vakt­ina í þágu almanna­hags­muna. Það er ekki heiglum hent. En sagan er lær­dóms­rík­.  Nú er spurn­ing­in: Þorir rokk­ar­inn?  Það er meira í húfi en svört fram­tíð. 

Höf­undur var einu sinni fjár­mála­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None