Á að segja það með blómum?

Verða það örlög rokkarans ljúflynda, sem lentur er á stóli heilbrigðisráðherra, að einkavæðing heilbrigðiskerfisins gerist hægt og hljótt inn um bakdyrnar hjá honum?

Auglýsing

Land­læknir – sem hefur vakið þjóð­ar­at­hygli fyrir skör­ungs­skap – segir skýrt og skor­in­ort, að ekk­ert sé því til fyr­ir­stöðu, að óbreyttum lög­um, að fjár­festar í heilsu­leysi geti farið að skrifa reikn­inga á skatt­greið­endur (eins og hugur þeirra stendur til) - nema ráð­herr­ann taki í taumana. Ráð­herr­ann er þög­ull sem gröf­in. Hvar er nú fram­tíðin bjarta?

Af þessu til­efni skaut upp koll­inum mynd frá fyrri tíð. Myndir segja stundum meira en mörg orð. Myndin var af geð­þekkri konu, sem að loknum kosn­ingum 1995 var nýlega sest í stól heil­brigð­is­ráð­herra. Ingi­björg Pálma­dóttir, heitir hún, Fram­sókn­ar­kona ofan af Skipa­skaga. Myndin var af glað­beittum sér­fræði­lækn­um, sem voru að færa ráð­herr­anum risa­blóm­vönd. Öll brostu þau út í eitt.

Og hvert var til­efn­ið? Jú, ráð­herra hafði látið það verða eitt sitt fyrsta verk á ráð­herra­stóli að afnema svo­kallað til­vís­un­ar­kerfi, sem for­veri henn­ar, Sig­hvatur Björg­vins­son, hafði vaðið eld og brenni­stein til að koma í gegn. En hjúkr­un­ar­konan , sem nú fór með hús­bónda­vald í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu í umboði Fram­sókn­ar, ætl­aði ekki að standa í stríði við sér­fræði­lækna. Hún gekk að öllum þeirra kröf­um. Þeir áttu henni mikið upp að unna – og vildu segja það með blóm­um.

Auglýsing

Sjálf­taka

Um hvað sner­ist mál­ið? Á árunum 1988 til 1994 gengu Íslend­ingar í gegnum lengstu sam­felldu kreppu lýð­veld­is­tím­ans. Hag­vöxtur var nei­kvæður frá ár frá ári. Það var afla­brestur og við­skipta­kjör fóru versn­andi. Rík­is­fjár­mál voru við það að fara úr ­bönd­un­um.  Er­lend skulda­söfnun fór vax­andi.

Þetta var stað­an, þegar Sig­hvatur Björg­vins­son, Vest­firð­ing­ur, tók við emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra 1993 – fyrir tæpum ald­ar­fjórð­ungi. Þrátt fyrir að vera ung þjóð fóru útgjöld til heil­brigð­is­mála hrað­vax­andi, langt umfram það, sem gerð­ist með öðrum þjóð­um OECD

Einn útgjalda­flokkur skar sig úr. Útgjöld innan hans uxu sjálf­krafa. Þau héld­ust engan veg­inn innan ramma fjár­laga. Þetta voru útgjöld til sér­fræði­lækna. Um þá giltu engar fjölda­tak­mark­an­ir. Flestir voru í hluta­störfum á sjúkra­hús­um, en ráku eigin stof­ur með­fram.  Þangað vís­uðu þeir sjúk­ling­um. Kerfið sjálft bauð upp á hvort tveggja: inn­byggðan hags­muna­á­rekstur og sjálftöku. Án tak­mark­ana.

Sig­hvatur ákvað að taka á vand­an­um. Hann kom sér upp öfl­ugum sam­starfs­hópi. Nið­ur­staða þeirra var, að kerfið væri að fara úr bönd­un­um.  Það yrði að efla grunn­þjón­ust­una: heim­il­is­lækna og heilsu­gæslu­stöðv­ar.  Og koma á til­vís­un­ar­kerfi, sem var rót­gróið með grann­þjóð­um. Með til­vísun heim­il­is­læknis væri sér­fræði­þjón­usta veru­lega nið­ur­greidd. Án til­vís­unar yrði hún dýr­ari. WHO – alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin mælti ein­dregið með þess­ari skip­an, bæði af fag­legum ástæðum (allar upp­lýs­ingar um heilsu­far sjúk­linga á einum stað) og til að koma böndum á sjálf­virka kostn­að­ar­aukn­ingu.

Stríð

Sam­tök sér­fræði­lækna fór í stríð. :Þeir sögðu, að ráð­herr­ann væri að svipta sjúk­linga gæða­þjón­ustu. Þeir rúll­uðu sjúk­lingum á hjóla­stólum fyrir framan sjón­varps­mynda­vélar og létu sjúk­linga vitna um, að ráð­herr­ann stefndi lífi þeirra í voða. Þeir réðu sér lög­fræð­ing og almanna­tengil úr innsta hring íhalds­ins og hófu linnu­lausa fjöl­miðla­her­ferð. Í öðrum hverjum frétta­tíma sjón­varps vitn­uðu sjúk­lingar um mann­vonsku ráð­herr­ans.  ­Fjöl­miðlar spil­uðu með­.  Þetta var spenn­and­i.   

Undir lokin hót­uðu þeir alls­herjar land­flótta sér­fræði­lækna.  Þetta hreif. Skoð­ana­könn­uður mat það svo, að Alþýðu­flokk­ur­inn hefði tapað tveimur þing­sætum út á þennan áróður (fyrir utan að heilög Jóhanna lagð­i ­sér­fræð­ing­un­um lið með því að kljúfa flokk­inn).

Fyrir kosn­ing­arnar 1995 spör­uðu sér­fræð­ing­arnir hvorki fé né fag­ur­gala til að verja sitt sjálftöku­kerfi –  á kostnað skatt­greið­enda.  Þeir unnu. Fögn­uðu sigri og sögðu það með blóm­um. Síðan hefur kerfið verið í gísl­ingu þeirra. Sér­fróðir menn  hafa sagt, að nú svo kom­ið, að grunn­þjón­ustan rísi varla lengur undir nafni. Það séu alla vega orðin sein­ustu for­vöð að koma á til­vís­un­ar­kerfi og þar með böndum á sjálftök­una. 

Þetta er sígild dæmi­saga um póli­tísk átök milli sér­hag­muna­afla og almanna­hags­muna. Það þarf kjark, þraut­seigju og jafn­vel eld­móð til að standa vakt­ina í þágu almanna­hags­muna. Það er ekki heiglum hent. En sagan er lær­dóms­rík­.  Nú er spurn­ing­in: Þorir rokk­ar­inn?  Það er meira í húfi en svört fram­tíð. 

Höf­undur var einu sinni fjár­mála­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None