Á að segja það með blómum?

Verða það örlög rokkarans ljúflynda, sem lentur er á stóli heilbrigðisráðherra, að einkavæðing heilbrigðiskerfisins gerist hægt og hljótt inn um bakdyrnar hjá honum?

Auglýsing

Land­læknir – sem hefur vakið þjóð­ar­at­hygli fyrir skör­ungs­skap – segir skýrt og skor­in­ort, að ekk­ert sé því til fyr­ir­stöðu, að óbreyttum lög­um, að fjár­festar í heilsu­leysi geti farið að skrifa reikn­inga á skatt­greið­endur (eins og hugur þeirra stendur til) - nema ráð­herr­ann taki í taumana. Ráð­herr­ann er þög­ull sem gröf­in. Hvar er nú fram­tíðin bjarta?

Af þessu til­efni skaut upp koll­inum mynd frá fyrri tíð. Myndir segja stundum meira en mörg orð. Myndin var af geð­þekkri konu, sem að loknum kosn­ingum 1995 var nýlega sest í stól heil­brigð­is­ráð­herra. Ingi­björg Pálma­dóttir, heitir hún, Fram­sókn­ar­kona ofan af Skipa­skaga. Myndin var af glað­beittum sér­fræði­lækn­um, sem voru að færa ráð­herr­anum risa­blóm­vönd. Öll brostu þau út í eitt.

Og hvert var til­efn­ið? Jú, ráð­herra hafði látið það verða eitt sitt fyrsta verk á ráð­herra­stóli að afnema svo­kallað til­vís­un­ar­kerfi, sem for­veri henn­ar, Sig­hvatur Björg­vins­son, hafði vaðið eld og brenni­stein til að koma í gegn. En hjúkr­un­ar­konan , sem nú fór með hús­bónda­vald í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu í umboði Fram­sókn­ar, ætl­aði ekki að standa í stríði við sér­fræði­lækna. Hún gekk að öllum þeirra kröf­um. Þeir áttu henni mikið upp að unna – og vildu segja það með blóm­um.

Auglýsing

Sjálf­taka

Um hvað sner­ist mál­ið? Á árunum 1988 til 1994 gengu Íslend­ingar í gegnum lengstu sam­felldu kreppu lýð­veld­is­tím­ans. Hag­vöxtur var nei­kvæður frá ár frá ári. Það var afla­brestur og við­skipta­kjör fóru versn­andi. Rík­is­fjár­mál voru við það að fara úr ­bönd­un­um.  Er­lend skulda­söfnun fór vax­andi.

Þetta var stað­an, þegar Sig­hvatur Björg­vins­son, Vest­firð­ing­ur, tók við emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra 1993 – fyrir tæpum ald­ar­fjórð­ungi. Þrátt fyrir að vera ung þjóð fóru útgjöld til heil­brigð­is­mála hrað­vax­andi, langt umfram það, sem gerð­ist með öðrum þjóð­um OECD

Einn útgjalda­flokkur skar sig úr. Útgjöld innan hans uxu sjálf­krafa. Þau héld­ust engan veg­inn innan ramma fjár­laga. Þetta voru útgjöld til sér­fræði­lækna. Um þá giltu engar fjölda­tak­mark­an­ir. Flestir voru í hluta­störfum á sjúkra­hús­um, en ráku eigin stof­ur með­fram.  Þangað vís­uðu þeir sjúk­ling­um. Kerfið sjálft bauð upp á hvort tveggja: inn­byggðan hags­muna­á­rekstur og sjálftöku. Án tak­mark­ana.

Sig­hvatur ákvað að taka á vand­an­um. Hann kom sér upp öfl­ugum sam­starfs­hópi. Nið­ur­staða þeirra var, að kerfið væri að fara úr bönd­un­um.  Það yrði að efla grunn­þjón­ust­una: heim­il­is­lækna og heilsu­gæslu­stöðv­ar.  Og koma á til­vís­un­ar­kerfi, sem var rót­gróið með grann­þjóð­um. Með til­vísun heim­il­is­læknis væri sér­fræði­þjón­usta veru­lega nið­ur­greidd. Án til­vís­unar yrði hún dýr­ari. WHO – alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin mælti ein­dregið með þess­ari skip­an, bæði af fag­legum ástæðum (allar upp­lýs­ingar um heilsu­far sjúk­linga á einum stað) og til að koma böndum á sjálf­virka kostn­að­ar­aukn­ingu.

Stríð

Sam­tök sér­fræði­lækna fór í stríð. :Þeir sögðu, að ráð­herr­ann væri að svipta sjúk­linga gæða­þjón­ustu. Þeir rúll­uðu sjúk­lingum á hjóla­stólum fyrir framan sjón­varps­mynda­vélar og létu sjúk­linga vitna um, að ráð­herr­ann stefndi lífi þeirra í voða. Þeir réðu sér lög­fræð­ing og almanna­tengil úr innsta hring íhalds­ins og hófu linnu­lausa fjöl­miðla­her­ferð. Í öðrum hverjum frétta­tíma sjón­varps vitn­uðu sjúk­lingar um mann­vonsku ráð­herr­ans.  ­Fjöl­miðlar spil­uðu með­.  Þetta var spenn­and­i.   

Undir lokin hót­uðu þeir alls­herjar land­flótta sér­fræði­lækna.  Þetta hreif. Skoð­ana­könn­uður mat það svo, að Alþýðu­flokk­ur­inn hefði tapað tveimur þing­sætum út á þennan áróður (fyrir utan að heilög Jóhanna lagð­i ­sér­fræð­ing­un­um lið með því að kljúfa flokk­inn).

Fyrir kosn­ing­arnar 1995 spör­uðu sér­fræð­ing­arnir hvorki fé né fag­ur­gala til að verja sitt sjálftöku­kerfi –  á kostnað skatt­greið­enda.  Þeir unnu. Fögn­uðu sigri og sögðu það með blóm­um. Síðan hefur kerfið verið í gísl­ingu þeirra. Sér­fróðir menn  hafa sagt, að nú svo kom­ið, að grunn­þjón­ustan rísi varla lengur undir nafni. Það séu alla vega orðin sein­ustu for­vöð að koma á til­vís­un­ar­kerfi og þar með böndum á sjálftök­una. 

Þetta er sígild dæmi­saga um póli­tísk átök milli sér­hag­muna­afla og almanna­hags­muna. Það þarf kjark, þraut­seigju og jafn­vel eld­móð til að standa vakt­ina í þágu almanna­hags­muna. Það er ekki heiglum hent. En sagan er lær­dóms­rík­.  Nú er spurn­ing­in: Þorir rokk­ar­inn?  Það er meira í húfi en svört fram­tíð. 

Höf­undur var einu sinni fjár­mála­ráð­herra.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None