Lægri kosningaaldur 2018

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, skrifar um frumvarp um að lækka eigi kosningaaldur í sveitarstjórnarkosningum niður í sextán ár.

Auglýsing

Á Alþingi liggur fyrir frum­varp frá þing­mönnum sex flokka um að ald­urs­mörk kosn­inga­réttar í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum verði við 16 ára aldur í stað 18 ára eins og nú er. Ef frum­varpið verður að lögum fyrir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar árið 2018 munu nærri því 9.000 manns  í við­bót fá tæki­færi til að hafa með atkvæði sínu áhrif á mik­il­vægar ákvarð­anir sem varða líf þeirra og umhverf­i. 

Í síð­ustu kosn­ingum hefur þátt­taka ungs fólks verið dræm­ari en eldri kyn­slóða. Þetta er sér­stakt áhyggju­efni, ekki síst vegna þeirra áskor­ana sem bíða þessa unga fólks, til dæmis á sviði umhverf­is­mála svo nær­tækt dæmi sé nefnt. Til að tryggja að sjálf­bærni verði leið­ar­ljós í öllum ákvörð­unum þurfa  stofn­anir sam­fé­lags­ins að efla sam­ráð sitt við ungt fólk og það er mik­il­vægt að ungt fólk hafi áhrif á allar ákvarð­anir sam­fé­lags­ins.

Dræm þátt­taka ungs fólks var sér­stak­lega áber­andi í síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2014 þar sem kosn­inga­þátt­taka fólks undir þrí­tugu var 47,5% en með­al­kjör­sókn 66,5%. Þátt­taka var betri bæði í for­seta­kosn­ingum og alþing­is­kosn­ingum 2016 enda mikið starf unnið í aðdrag­anda síð­ustu þing­kosn­inga til að glæða áhuga ungs fólks. Lands­sam­band æsku­lýðs­fé­laga og Sam­band íslenskra fram­halds­skóla­nema stóðu til dæmis fyrir vit­und­ar­vakn­ingu með því að halda fundi ungs fólks um allt land með fram­bjóð­endum og skipu­leggja skugga­kosn­ingar í fram­halds­skól­um.

Auglýsing

Allvíða hafa verið stigin skref í þá átt að lækka kosn­inga­aldur en mis­jafnt er eftir ríkjum hversu langt hefur verið geng­ið.  Aust­ur­ríki var fyrsta landið til að stíga það skref að lækka kosn­inga­aldur í 16 ár í öllum kosn­ingum árið 2007 og kjör­geng­is­aldur í 18 ár nema í for­seta­kosn­ingum þar sem hann er 35 ár. Annað dæmi um lækkun kosn­inga­ald­urs var við þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotlands árið 2014. Almennt þótti hún takast prýði­lega með til­liti til lýð­ræð­is­legra sjón­ar­miða og á grund­velli þess­arar jákvæðu reynslu sam­þykkti skoska þingið með stór­auknum meiri­hluta árið 2015 að lækka kosn­inga­aldur í þing- og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum úr 18 árum í 16 ár. Mörg önnur Evr­ópu­ríki hafa stigið skref í þessa átt en þing Evr­ópu­ráðs­ins sam­þykkti árið 2011 ályktun um aukið lýð­ræði þar sem því er beint til aðild­ar­ríkja að gera ráð­staf­anir til að efla þátt­töku ung­menna á vett­vangi sam­fé­lags­ins, m.a. með því að kanna hvort rétt sé að lækka kosn­inga­aldur almennt í 16 ár.

Lýð­ræði þarf stöðugt að þroska og efla og það er mik­il­vægt að fest­ast ekki í gömlum aðferðum eða reiða sig á ein­hverja eina aðferð til að efla lýð­ræði. Kosn­inga­aldur er eitt en það eru mörg önnur atriði sem skipta máli. Þess vegna var ákveðið að leggja sér­staka áherslu á lýð­ræð­is­menntun í aðal­námskrá frá árinu 2011 en þar eru lýðræði og mann­rétt­indi meðal sex grunn­þátta aðal­námskrár. Þar er gert ráð fyrir að nem­endur kynn­ist lýð­ræð­is­legum vinnu­brögðum og lífi og starfi í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Mörg dæmi eru um frá­bær verk­efni á þessu sviði á öllum skóla­stig­um, í leik­skól­um, grunn­skólum og fram­halds­skól­um. Það er hins vegar ekki óeðli­legt að þess­ari auknu áherslu á lýð­ræð­is­menntun ungs fólks fylgi líka tæki til auk­innar ábyrgðar og áhrifa með því að lækka kosn­inga­ald­ur­inn. Í frum­varp­inu er lagt til var­færið skref, að ald­ur­inn verði lækk­aður í 16 ár í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og að mörgu leyti fer vel á því að miða kosn­inga­ald­ur­inn við skil skóla­stiga. 

Um leið stuðlum við von­andi að auk­inni þátt­töku ungs fólks í stjórn­málum og lýð­ræð­is­legri ákvarð­ana­töku sem er lyk­il­at­riði í sam­fé­lagi sem þarf á því að halda að við tökum öll þátt og tökum öll ábyrgð. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None