Lokun Fossvogskirkju kemur ekki til greina

Framkvæmdastjóri Siðmenntar hvetur ráðherra og þingmenn til að standa að þeirri breytingu að Fossvogskirkja verði hlutlaust athafnarými sem gagnist öllum trú- og lífsskoðunarfélögum.

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hafa heyrst háværar raddir um að loka þurfi Foss­vogs­kirkju, bæn­húsi, kapellu og lík­húsi. Það eru fram­kvæmda­stjórn og for­stjóri Kirkju­garða­sam­bands Reykja­vík­ur­pró­fast­dæma (KGRP) sem fara fram með hótun um lokun þar sem ekki hafi feng­ist nægt fjár­magn til rekstr­ar­ins.

Rekstri graf­reita á Íslandi hefur verið úthýst frá rík­inu og trú­fé­lög hafa séð um rekst­ur­inn um langa hríð. Fyrst var það Dóm­kirkju­söfn­uð­ur­inn en síðar kom Frí­kirkjan að rekstri og nú geta öll trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög með fleiri en 1500 félags­menn komið að stjórn KGRP. Með laga­setn­ingu árið 1932 var hver graf­reitur sjálfs­eign­ar­stofnun undir yfir­stjórn bisk­ups.

Fjár­mögnun bygg­inga og rekstur hefur verið greiddur af skatt­borg­ur­um, fyrst í formi kirkju­garðs­gjalds (skattur sem allir greiddu) en síðar með beinum fram­lögum úr rík­is­sjóði.

Auglýsing

Ríkið (þjóð­in) á því graf­reit­ina en hefur falið trú­fé­lögum rekst­ur­inn með fjár­magni úr rík­is­sjóði.

Hlut­verk og mik­il­vægi Foss­vogs­kirkju

Foss­vogs­kirkja hefur verið nýtt fyrir félög og ein­stak­linga sem ekki eiga hús­næði eða hafa kosið þetta hús þar sem það er ekki sókn­ar­kirkja til­tek­ins safn­að­ar.

Sið­mennt þjón­ustar að­stand­endur við and­lát og býður upp á ver­ald­legar útfarir sem eru í senn virðu­leg­ar, fal­legar og per­sónu­leg­ar. Athafna­stjórar félags­ins stjórna útför í náinni sam­vinnu við aðstand­end­ur, sem taka ákvarð­anir um flest er snýr að útför, og leit­ast við að upp­fylla hinstu óskir hins látna. Mjög oft er það Foss­vogs­kirkja sem verður fyrir val­inu, þar sem ver­ald­legar athafnir eru ekki heim­il­aðar í húsum þjóð­kirkj­unn­ar.

Hótun um lokun

Þær hót­anir um lokun Foss­vogs­kirkju, kapellu, bæna­húss og lík­húss, sem komið hafa fram á und­an­förnum vik­um, eru í raun ekki nýjar af nál­inni. Í greinum frá 2011 og 2013 er svip­aður mál­flutn­ingur uppi. For­stjóri og fram­kvæmda­stjórn KGRP hafa bent á að rekst­ur­inn beri sig ekki og hafa um skeið óskað eftir meira rekstr­arfé en ekki feng­ið.

Sið­mennt hefur ekki tekið þátt í starfi og rekstri graf­reit­anna þar sem félagið hefur ekki upp­fyllt skil­yrði um fjölda félags­manna fyrr en nú, þegar fjöldi félags­manna nálg­ast 2000. Und­ir­rit­aður sótti aðal­fund KGRP í apríl sem áheyrn­ar­full­trúi.

Á fund­inum gerði ég athuga­semd við að farið væri fram með hót­unum um lokun gagn­vart þeim aðila sem útvegar allt fjár­magn til rekstrar og taldi það ekki væn­lega leið til árang­urs. Auk þess lagði ég fram tvær hug­myndir sem ég taldi að meira um vert að vinna að.

Rekstur graf­reita hverfi úr höndum trú­fé­laga

Sið­mennt hefur haft þá stefnu að graf­reitir skuli reknir alfarið af opin­berum aðilum en ekki af trú­fé­lög­um. Mark­miðið er m.a. að tryggja að jafn­ræðis sé gætt og nýt­ing fjár­muna verði eins og best verður á kos­ið. Þannig verði jafn­framt tryggt að opin­berir aðilar veiti það fjár­magn sem til þarf.

Hlut­laust athafna­rými

Einnig hefur Sið­mennt hvatt ráð­herra og þing­menn til að standa að þeirri breyt­ingu að Foss­vogs­kirkja verði hlut­laust athafna­rými sem gagn­ist öllum trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um.

Bygg­ingin verði hlut­laus í þeirri merk­ingu að þar verði engin tákn til­tek­inna trú­ar­bragða eða lífs­skoð­ana, en trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lögum verði gef­inn kostur á að koma fyrir táknum við athafnir sínar með ein­földum hætti ef þau kjósa, eða sleppa þeim að öllu leyti.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sið­mennt­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar