Lokun Fossvogskirkju kemur ekki til greina

Framkvæmdastjóri Siðmenntar hvetur ráðherra og þingmenn til að standa að þeirri breytingu að Fossvogskirkja verði hlutlaust athafnarými sem gagnist öllum trú- og lífsskoðunarfélögum.

Auglýsing

Undanfarnar vikur hafa heyrst háværar raddir um að loka þurfi Fossvogskirkju, bænhúsi, kapellu og líkhúsi. Það eru framkvæmdastjórn og forstjóri Kirkjugarðasambands Reykjavíkurprófastdæma (KGRP) sem fara fram með hótun um lokun þar sem ekki hafi fengist nægt fjármagn til rekstrarins.

Rekstri grafreita á Íslandi hefur verið úthýst frá ríkinu og trúfélög hafa séð um reksturinn um langa hríð. Fyrst var það Dómkirkjusöfnuðurinn en síðar kom Fríkirkjan að rekstri og nú geta öll trú- og lífsskoðunarfélög með fleiri en 1500 félagsmenn komið að stjórn KGRP. Með lagasetningu árið 1932 var hver grafreitur sjálfseignarstofnun undir yfirstjórn biskups.

Fjármögnun bygginga og rekstur hefur verið greiddur af skattborgurum, fyrst í formi kirkjugarðsgjalds (skattur sem allir greiddu) en síðar með beinum framlögum úr ríkissjóði.

Auglýsing

Ríkið (þjóðin) á því grafreitina en hefur falið trúfélögum reksturinn með fjármagni úr ríkissjóði.

Hlutverk og mikilvægi Fossvogskirkju

Fossvogskirkja hefur verið nýtt fyrir félög og einstaklinga sem ekki eiga húsnæði eða hafa kosið þetta hús þar sem það er ekki sóknarkirkja tiltekins safnaðar.

Siðmennt þjónustar aðstandendur við andlát og býður upp á veraldlegar útfarir sem eru í senn virðulegar, fallegar og persónulegar. Athafnastjórar félagsins stjórna útför í náinni samvinnu við aðstandendur, sem taka ákvarðanir um flest er snýr að útför, og leitast við að uppfylla hinstu óskir hins látna. Mjög oft er það Fossvogskirkja sem verður fyrir valinu, þar sem veraldlegar athafnir eru ekki heimilaðar í húsum þjóðkirkjunnar.

Hótun um lokun

Þær hótanir um lokun Fossvogskirkju, kapellu, bænahúss og líkhúss, sem komið hafa fram á undanförnum vikum, eru í raun ekki nýjar af nálinni. Í greinum frá 2011 og 2013 er svipaður málflutningur uppi. Forstjóri og framkvæmdastjórn KGRP hafa bent á að reksturinn beri sig ekki og hafa um skeið óskað eftir meira rekstrarfé en ekki fengið.

Siðmennt hefur ekki tekið þátt í starfi og rekstri grafreitanna þar sem félagið hefur ekki uppfyllt skilyrði um fjölda félagsmanna fyrr en nú, þegar fjöldi félagsmanna nálgast 2000. Undirritaður sótti aðalfund KGRP í apríl sem áheyrnarfulltrúi.

Á fundinum gerði ég athugasemd við að farið væri fram með hótunum um lokun gagnvart þeim aðila sem útvegar allt fjármagn til rekstrar og taldi það ekki vænlega leið til árangurs. Auk þess lagði ég fram tvær hugmyndir sem ég taldi að meira um vert að vinna að.

Rekstur grafreita hverfi úr höndum trúfélaga

Siðmennt hefur haft þá stefnu að grafreitir skuli reknir alfarið af opinberum aðilum en ekki af trúfélögum. Markmiðið er m.a. að tryggja að jafnræðis sé gætt og nýting fjármuna verði eins og best verður á kosið. Þannig verði jafnframt tryggt að opinberir aðilar veiti það fjármagn sem til þarf.

Hlutlaust athafnarými

Einnig hefur Siðmennt hvatt ráðherra og þingmenn til að standa að þeirri breytingu að Fossvogskirkja verði hlutlaust athafnarými sem gagnist öllum trú- og lífsskoðunarfélögum.

Byggingin verði hlutlaus í þeirri merkingu að þar verði engin tákn tiltekinna trúarbragða eða lífsskoðana, en trú- og lífsskoðunarfélögum verði gefinn kostur á að koma fyrir táknum við athafnir sínar með einföldum hætti ef þau kjósa, eða sleppa þeim að öllu leyti.

Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar