Lokun Fossvogskirkju kemur ekki til greina

Framkvæmdastjóri Siðmenntar hvetur ráðherra og þingmenn til að standa að þeirri breytingu að Fossvogskirkja verði hlutlaust athafnarými sem gagnist öllum trú- og lífsskoðunarfélögum.

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hafa heyrst háværar raddir um að loka þurfi Foss­vogs­kirkju, bæn­húsi, kapellu og lík­húsi. Það eru fram­kvæmda­stjórn og for­stjóri Kirkju­garða­sam­bands Reykja­vík­ur­pró­fast­dæma (KGRP) sem fara fram með hótun um lokun þar sem ekki hafi feng­ist nægt fjár­magn til rekstr­ar­ins.

Rekstri graf­reita á Íslandi hefur verið úthýst frá rík­inu og trú­fé­lög hafa séð um rekst­ur­inn um langa hríð. Fyrst var það Dóm­kirkju­söfn­uð­ur­inn en síðar kom Frí­kirkjan að rekstri og nú geta öll trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög með fleiri en 1500 félags­menn komið að stjórn KGRP. Með laga­setn­ingu árið 1932 var hver graf­reitur sjálfs­eign­ar­stofnun undir yfir­stjórn bisk­ups.

Fjár­mögnun bygg­inga og rekstur hefur verið greiddur af skatt­borg­ur­um, fyrst í formi kirkju­garðs­gjalds (skattur sem allir greiddu) en síðar með beinum fram­lögum úr rík­is­sjóði.

Auglýsing

Ríkið (þjóð­in) á því graf­reit­ina en hefur falið trú­fé­lögum rekst­ur­inn með fjár­magni úr rík­is­sjóði.

Hlut­verk og mik­il­vægi Foss­vogs­kirkju

Foss­vogs­kirkja hefur verið nýtt fyrir félög og ein­stak­linga sem ekki eiga hús­næði eða hafa kosið þetta hús þar sem það er ekki sókn­ar­kirkja til­tek­ins safn­að­ar.

Sið­mennt þjón­ustar að­stand­endur við and­lát og býður upp á ver­ald­legar útfarir sem eru í senn virðu­leg­ar, fal­legar og per­sónu­leg­ar. Athafna­stjórar félags­ins stjórna útför í náinni sam­vinnu við aðstand­end­ur, sem taka ákvarð­anir um flest er snýr að útför, og leit­ast við að upp­fylla hinstu óskir hins látna. Mjög oft er það Foss­vogs­kirkja sem verður fyrir val­inu, þar sem ver­ald­legar athafnir eru ekki heim­il­aðar í húsum þjóð­kirkj­unn­ar.

Hótun um lokun

Þær hót­anir um lokun Foss­vogs­kirkju, kapellu, bæna­húss og lík­húss, sem komið hafa fram á und­an­förnum vik­um, eru í raun ekki nýjar af nál­inni. Í greinum frá 2011 og 2013 er svip­aður mál­flutn­ingur uppi. For­stjóri og fram­kvæmda­stjórn KGRP hafa bent á að rekst­ur­inn beri sig ekki og hafa um skeið óskað eftir meira rekstr­arfé en ekki feng­ið.

Sið­mennt hefur ekki tekið þátt í starfi og rekstri graf­reit­anna þar sem félagið hefur ekki upp­fyllt skil­yrði um fjölda félags­manna fyrr en nú, þegar fjöldi félags­manna nálg­ast 2000. Und­ir­rit­aður sótti aðal­fund KGRP í apríl sem áheyrn­ar­full­trúi.

Á fund­inum gerði ég athuga­semd við að farið væri fram með hót­unum um lokun gagn­vart þeim aðila sem útvegar allt fjár­magn til rekstrar og taldi það ekki væn­lega leið til árang­urs. Auk þess lagði ég fram tvær hug­myndir sem ég taldi að meira um vert að vinna að.

Rekstur graf­reita hverfi úr höndum trú­fé­laga

Sið­mennt hefur haft þá stefnu að graf­reitir skuli reknir alfarið af opin­berum aðilum en ekki af trú­fé­lög­um. Mark­miðið er m.a. að tryggja að jafn­ræðis sé gætt og nýt­ing fjár­muna verði eins og best verður á kos­ið. Þannig verði jafn­framt tryggt að opin­berir aðilar veiti það fjár­magn sem til þarf.

Hlut­laust athafna­rými

Einnig hefur Sið­mennt hvatt ráð­herra og þing­menn til að standa að þeirri breyt­ingu að Foss­vogs­kirkja verði hlut­laust athafna­rými sem gagn­ist öllum trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um.

Bygg­ingin verði hlut­laus í þeirri merk­ingu að þar verði engin tákn til­tek­inna trú­ar­bragða eða lífs­skoð­ana, en trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lögum verði gef­inn kostur á að koma fyrir táknum við athafnir sínar með ein­földum hætti ef þau kjósa, eða sleppa þeim að öllu leyti.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sið­mennt­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar