Um myntráð

Um hvað snýst myntráðshugmyndin, sem Viðreisn hefur barist fyrir?

króna
Auglýsing

Mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag er álit­legur val­kostur fyrir lítil opin hag­kerfi þar sem utan­rík­is­við­skipti hafa afger­andi áhrif á verð­lag og afkomu. Mynt­ráð er ein­föld leið til að tryggja geng­is­stöð­ug­leika og nýta þá kosti sem fel­ast í notkun gjald­mið­ils sem er bak­tryggður með öfl­ugum gjald­miðli eins og evru. Við­skipta­frelsi er styrkt og óvissa minnkar veru­lega fyrir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki sem vilja áætla tekjur og gjöld fram í tím­ann.

Líta má á seðla og mynt sem ávís­anir á þjóð­ar­fram­leiðslu við­kom­andi lands. Í ein­angrun ávísar krónan á örfáar teg­undir vöru og þjón­ustu en t.d evra vísar á ótölu­legan fjölda vöru­teg­unda og þjón­ustu­greina 340 milljón manna hag­kerf­is. Örmynt verður ekki sam­keppn­is­hæf nema að við­skipti séu frjáls og hægt að skipta örmynt­inni í stærri gjald­miðil eftir þörfum án hind­r­ana. Mynt­ráð tryggir að krónu er ávallt hægt að skipta fyrir við­mið­un­ar­mynt­ina (evr­u).

Hefur krónan dugað vel?

Upp­taka mynt­ráðs í stað þeirrar pen­inga­stefnu sem notuð hefur verið frá síð­ustu alda­mótum hefur verið á stefnu­skrá Við­reisnar sem er einn af rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um. Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar er talað um að for­sendur pen­inga‐ og gjald­mið­ils­stefnu Íslands verði end­ur­metn­ar. Margir virð­ast þeirrar skoð­unnar að krónan hafi dugað vel og end­ur­skoðun pen­inga­stefn­unnar ætti að mið­ast við áfram­hald­andi notkun íslensku krón­unn­ar. Í fram­haldi af því er sagt ósam­ræmi á milli mynt­ráðs­hug­mynd­ar­innar og stefnu þeirra sem vilja halda krón­unni. Hér er um mis­skiln­ing að ræða þar sem íslenska krónan verður ennþá gjald­mið­ill eða lög­eyrir í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi. Hins vegar eru mis­mun­andi áherslur hvað varðar fram­tíð­ar­sýn. Fyrir þá sem eru fylgj­andi fullri aðild að ESB er upp­taka evru örugg útgöngu­leið úr mynt­ráði í enn traust­ara pen­inga­kerfi. Eystra­salts­ríkin not­uðu mynt­ráð eða mynt­ráðs­líki eftir að hafa losnað undan oki Sov­ét­ríkj­anna með frá­bærum árangri. Upp­taka evru hefur verið hnökra­laus eftir aðlögun þeirra gegnum mynt­ráð.

Auglýsing

Burt­séð frá skoð­unum um ESB aðild þá er notkun evru sem akk­eri í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi eðli­legur kostur með til­liti til hlut­deildar við­skipta við ESB. Notkun gjald­miðla sem hafa mun minna vægi í utan­rík­is­við­skiptum getur eytt ábata af lægri við­skipta­kostn­aði einkum ef slíkur gjald­mið­ill sveifl­ast mikið gagn­vart evru.

Mynt­ráði ber að tryggja að ávalt sé hægt er að skipta krónum fyrir evr­ur. Lengra nær hlut­verk mynt­ráðs­ins ekki. Fram­boð og eft­ir­spurn á mark­aði eiga að ráða eigna­verði, þar með talið fjár­skuld­bind­ing­um. 

Þarf ríkan forða

Gjald­eyr­is­forði umfram það sem þarf til að tryggja laust fé skapar óþarfa kostnað við forða­hald. Nú um stundir eru seðlar og mynt ásamt inn­stæðum fjár­mála­stofn­ana í Seðla­banka um 570 millj­arðar (í lok apríl að með­töldum eignum Trygg­ing­ar­sjóðs Inn­stæðu­eig­enda í lok árs 2016) en hreinn gjald­eyr­is­forði nam um 611 millj­örðum í lok maí . Gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn virð­ist því nægi­lega stór nú þegar til að standa undir trú­verð­ugu mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi.

Íslend­ingar hafa lengst af búið við miklar sveiflur í gengi, vöxtum og verð­bólgu. Eru þær til­færslur sem þessi óstöð­ug­leiki end­ur­speglar virki­lega betri leið til að sigla þjóð­ar­skút­unni en geng­is­stöð­ug­leiki og aðlögun að gjald­miðli sem ekki tapar verð­gildi sínu gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um? Verð­hjöðnun vegna mik­illar hækk­unar á gengi aðal­lega í kjöl­far upp­sveiflu í ferða­manna­iðn­aði virð­ist sniðug leið til að dreifa ávinn­ingnum til þjóð­fé­lags­þegn­anna. Á þessu eru hins vegar nei­kvæðar hliðar þar sem hagur útflutn­ings­greina versnar ört en þær eru upp­spretta þess góð­æris sem  ríkir og verða ávallt afl­vaki hag­vaxtar í litlu hag­kerfi. Í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi helst hagn­aður af vax­andi umsvifum í útflutn­ings­starf­semi innan útflutn­ings­grein­anna sem geta fjár­fest eða hækkað laun og þar með hraðað aðlögun að breyttum aðstæð­um. Við­var­andi sam­dráttur í útflutn­ings­tekjum vegna magnsam­dráttar eða verðfalls kallar hins vegar á hag­ræð­ingu  sem getur verið sárs­auka­full ef vara­sjóðir eru ekki fyrir hendi.

Hið opin­bera reynir ekki að stýra verð­lagn­ingu láns­fjár í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi; vextir taka mið af vaxta­kjörum í löndum við­mið­un­ar­mynt­ar­innar og mark­aðs­að­stæðum inn­an­lands ef við­skipti með fjár­magn eru frjáls. Öguð og fram­sýn fjár­mál hins opin­bera eru sér­lega mik­il­væg í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi þar þau eru áhrifa­mesta leiðin til að hafa áhrif á heild­ar­eft­ir­spurn og jafna hugs­an­legar hag­sveifl­ur. Jafn­framt þurfa launa­kröfur að vera í sam­ræmi við verð­mæta­sköpun þjóð­ar­bús­ins. Stofnun stöð­ug­leika­sjóðs gæti verið skyn­sam­leg hlið­ar­að­gerð við upp­töku mynt­ráðs.

Mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag kallar á traust banka­kerfi.  Litla eða enga lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu er að fá hjá hefð­bundnu mynt­ráði sem ein­göngu varð­veitir gjald­eyr­is­forða til að tryggja skipti á við­mið­un­ar­mynt­inni og íslensku krón­unni á föstu gegni. Reglu­verk ESB um banka­starf­semi sem fellur undir EES samn­ingin hefur tekið mið af lær­dómnum af krepp­unni 2008. Með þessu reglu­verki ættu líkur á lausa­fjár­kreppum að hafa minnkað veru­lega einnig hér­lend­is. Þótt veð lán­tak­enda sé ávallt fyrsta varn­ar­lína vel rek­inna banka mynda gjald­eyr­is­eignir bank­anna aðra varn­ar­línu og tak­marka útlána­þenslu í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi. Aldrei er hægt að koma alveg í veg fyrir slæm útlána­töp ef fast­eigna­bólur springa eða tekjur drag­ast veru­lega sam­an. Ekk­ert bendir til þess að banka­kreppur þurfi að vera lík­legri eða verri í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi.

Lyk­il­spurn­ing

Mik­il­væg spurn­ing fyrir öll lítil opin hag­kerfi, óháð pen­inga­stefnu, er hvernig bregð­ast eigi við óstöð­ugum fjár­magns­hreyf­ing­um. Spá­kaup­mennska vegna vaxta­munar er ekki arð­væn­leg í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi en fjár­magn gæti flætt inn og út af ýmsum öðrum ástæðum t.d. vegna fjár­fest­ing­ar­tæki­færa. Mikil aukn­ing inn­flæðis gæti valdið óstöð­ug­leika í eigna­verði (fast­eign­um, hluta­fé, skulda­bréf­um) og hækkun verð­lags á inn­an­lands­mark­aði. Mót­væg­is­að­gerðir verða að koma aðal­lega í gegnum rík­is­fjár­mál t.d með skatta­að­gerðum eða breyt­ingum á auð­linda­gjaldi eftir atvik­um. Að auki eru ýmsar hlið­ar­ráð­staf­anir til­tækar til að bregð­ast við fast­eigna­bólum svo sem hertar láns­hæf­is­reglur eða hækkun við­skipta­gjalda svo sem stimp­il­gjalds líkt og gert hefur verið í Hong Kong.  Mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagið í Hong Kong hefur stuðlað að stöð­ug­leika um langt skeið og sigr­ast á flestum ytri og innri efna­hags­á­föllum sem mynt­ráðsfyr­ir­komu­lag getur fyrir hitt, að vísu í skjóli mik­ils vara­forða .

Nú er að störfum stjórn­skipuð nefnd sem mun fara yfir pen­inga­stefn­una og val­kosti í geng­is­mál­um. Vonir eru bundnar við starf þess­arar nefnd­ar. Nauð­syn­legt er að traust ríki á pen­inga­stefn­unni og  víð­tæk sam­staða verði tryggð ekki síst með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins. Loka­mark­miðið er stöð­ug­leiki, jöfn­uður og  efna­hags­legar fram­far­ir.

Höf­undur er stjórn­mála­hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar