Farsældin og flugið

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það eigi að halda flugvelli í Reykjavík en skertum að stærð. Röngum ákvörðunum í átt til lokunar Reykjavíkurflugvallar þurfi að breyta sem fyrst.

Auglýsing

Flug sem lyk­ill að fólks- og vöru­flutn­ingum er við­ur­kennd stað­reynd. Engu að síður er flug með stein­olíu til orku­gjafar mjög óum­hverf­is­vænt miðað við hvern mann og hvert kíló­gramm vöru sem þeytt er um loftin blá. Þá kemur til álita los­un ýmis konar loft­teg­unda í öllum rekstri tengdum flugi, efn­is­magn og orka sem fer í smíði og förgun hverrar flug­vélar og smíði mann­virkja og loks öll afleidd virkni af loft­flutn­ing­um. Erfitt er að reikna út fjár­hags­lega og umhverf­is­lega hag­kvæmni allra ferl­anna. Vist­spor á líf­tíma einnar hefð­bund­innar með­al­stórrar þotu er án efa stórt miðað við afköstin og flutn­ings­rýmd (stærð) sam­göngu­tæk­is­ins. Hvað sem því líður er flugið sam­ofið lífi millj­arða manna, þótt aðrir hafi lítið eða ekk­ert af því að segja. Slík er mis­skipt­ing gæð­anna í okkar ver­öld. Vöxtur í grein­inni, bæði vegna ferða­mennsku og vöru­flutn­inga, er sveiflu­kenndur en nokkuð hraður á hverjum ára­tugi. Og allt sem hér stendur um vist­hæfni almenns flugs vegur enn þyngra í dag­legu líf okkar þeg­ar her­flug og ævin­týra­leg sóun verð­mæta í þeim geira er bætt í alþjóð­legu mynd­ina.

Breyt­inga er þörf

Flug er komið til að vera sem sam­göngu­leið og fyrir liggur brýn þörf á að vinna að margs konar fram­förum til þess að minnka vistsporið og dreifa álagi á umhverf­ið. Margt er þar uppi á ten­ingn­um, í lofti og á jörðu: Vist­vænna elds­neyti, minni efn­is­notk­un, dreifð­ari og jafn­vel minni flug­vell­ir, grænir skattar og breyttar reglur um hvað megi flytja í lofti og hvað á landi og sjó, með umhverf­is­vernd að leið­ar­ljósi. Fram­farir eru knýj­andi vegna þess að vax­andi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (GHL) er alvar­legt vanda­mál. Óheft sam­keppni og flutn­ingar á óverj­andi frakt í lofti (í krafti þess að ein­hverjir geta greitt fyrir flutn­ing­inn) ganga heldur ekki upp. Sama má segja um tafir og kostnað vegna yfir­fullra risa­flug­valla þegar til lengdar læt­ur. Okkur er líka að verða æ ljós­ara að síaukin nýt­ing hrá­efnis og auð­linda er tál­sýn. Öll nátt­úru­gæði eru tak­mörkuð og nytjar sumra auð­linda óaft­ur­kræf­ar. Flug­rekstri á heims­vísu eru tak­mörk sett eins og öðrum gæð­um.

Nýir orku­gjaf­ar?

Er langt í vist­vænt elds­neyti á flug­vél­ar? Þar er úr vöndu að ráða. Á meðan brennslu­hreyflar eru það eina sem til greina kem­ur, verður jarð­ol­íu­ættað elds­neyti smám saman að víkja. Því hrað­ar, þeim mun betra. Til­raunir með alkó­hól og líf­dísil (nú fyrst og fremst til að blanda í stein­ol­í­u­na) fara fram og til eru flug­vellir þar sem þotur geta tankað íblandað elds­neyti. Elds­neytið er unnið úr líf­rænum efn­um, sem eru inni í efna­hringrás á yfir­borði jarð­ar, og úr gasi frá stór­iðju eða loft­teg­undum sem jörðin losar, t.d. jarð­varmagasi. Vetni getur komið til greina, ef það er fram­leitt með vist­vænni orku. Næstu fáeina ára­tugi verður hefð­bundið þotu­elds­neyti fyr­ir­sjá­an­lega þó enn við lýði. Þá fel­ast fram­farir í auk­inni íblöndun í elds­neyti, spar­neytn­ari flug­vélum og ef til vill tak­mörk­unum á fjölda flug­ferða og hertar reglur um vöru­flutn­inga. Tak­mark­anir geta komið til vegna auk­innar umhverf­is­vit­und­ar, vegna grænna skatta eða ann­arra aðgerða sem stjórn­völd ákvarða. Ekki er unnt að sjá fyrir hvernig flug fer fram eftir 100 til 200 ár en það hverfur ekki úr sam­göng­um, þvert á móti.

Auglýsing

Ein­hver tak­mörk?

Kap­ít­al­ismi felur meðal ann­ars í sér kröfu um hag­vöxt og síauknar eða hag­kvæm­ari nytjar með einu leið­ar­ljósi: Auknum hagn­aði. Flug­fé­lög kepp­ast við að stækka, ýmist á kostnað hvers ann­ars eða með því að afla nýrra far­þega - þ.e. stækka fljúg­andi kúnna­hóp heims­ins. Er þá vexti flug­rekstrar í sam­fé­lagi eins og okkar engin tak­mörk sett? Áætl­an­ir ISA­VIA fram til 2040 gera ráð fyrir 20 milljón far­þegum að utan og þar af að 10 milljón stansi í land­inu. Eigum við að lækka töl­urn­ar, standa við þær eða fjölga gestum enn frekar? Hvernig fellur flug­þjón­usta inn í heild­ar­ramma efna­hags­lífs og sam­fé­lags í land­inu? Ber ekki að setja henni mörk? Oft er rætt um merki­legt og mik­il­vægt hlut­verk lands­ins í mat­ar­fram­leiðslu á landi, í fisk­veiðum og vinnslu, orku­fram­leiðslu, menntun og nýsköp­un, hlut­verk í heilsu­tengdum greinum og auð­vitað menn­ingu. „Ís­land í fremstu röð...“ og svo fram­veg­is. Við þekkjum orð­ræð­una. Hvort sem hingað flytja tug­þús­undir manna á næstu árum eða ekki og hvað sem líður fjölgun meðal þeirra sem hér búa fyr­ir, er ­fyr­ir­sjá­an­leg­t að lands­menn verða vel undir einni milljón að tölu langt fram eftir öld­inni. Jafn­vel dálítið fram yfir næstu alda­mót. Óheft, fyr­ir­vara­laus og fyr­ir­hyggju­laus fram­vinda einnar atvinnu­greinar eru vondar for­sendur í ljósi alls þess sem við eigum að hafa lært frá því um miðja síð­ustu öld, þegar ýmist fábreytni slig­aði sam­fé­lagið eða menn ruku til og offjár­festu í einni atvinnu­grein. Þessar mein­semdir kap­ít­al­ism­ans eru okkur allt of kunnar til þess að end­ur­taka útbelgda vaxt­ar­sögu gælu­at­vinnu­grein­ar, sem er jafn­vel óvist­væn að auki. Fjöl­breytt atvinna, frek­ari nýsköp­un, sjálf­bærni, aðkoma inn­flytj­enda, í takt við marg­breytni og hægan vöxt, og auk­inn jöfn­uður er grunn­upp­skrift að umbótum innan ramma hag­kerfis sem mun þó aldrei ná að tryggja bjarta fram­tíð mann­kyns - en sem við búum við að svo stöddu. 

Inn­an­lands­flug í stað járn­brauta

Sér­kenni­legt er að sjá gamlar hug­myndir og korta­upp­drætti af spor­vagna­kerfi í Reykja­vík og lestar­teinum á Suð­ur­landi. For­göngu­menn á árum heima­stjórnar sáu fyrir sér að Ísland yrði eft­ir­mynd nágranna­ríkja - þá með ríf­lega 100 þús­und íbúa og þjóð­ar­tekj­ur, aðal­lega af fisk­veið­um, á við með­al­stórt, alþjóð­legt fyr­ir­tæki nú til dags. Miklar hug­sjónir voru þakk­ar­verðar sem slík­ar. Þær leiddu þó til raf­orku frá­ vatns­afls­virkj­un­um, hita­veitu, fyrsta stóra spít­al­ans, háskóla, alvöru hafna og fleiri nytja­þátta. Engar for­sendur voru aftur á móti fyrir upp­bygg­ingu meg­in­lands­inn­viða í sam­göngum sem krefj­ast lág­marks­mann­fjölda er telur að minnsta kosti eina eða fleiri millj­ón­ir. Það tók svo ára­tugi að búa til gatna- og vega­kerfi sem var lengst af varla við­un­andi (og er þannig enn á mörgum stöð­u­m). Í þessu örþjóða­þjóð­ar­um­hverfi varð aldrei til annað mið­lægt sam­göngu­kerfi en bíl­vegir sem tengdu helstu íbúamiðjur við höf­uð­borg Íslands. Á meg­in­land­inu reynd­ust járn­brauta­lestir lausn­in. Eina nýja tækni­lausnin hér á landi blasti við upp úr 1930. Flug, fyrst með sjó­flug­vél­um, reynd­ist ágæt­lega þótt afköstin væru rýr með litlum vélum og lélegu leið­sögu­kerfi. Sög­una er þarf­laust að rekja. Tvennt er hafið yfir allan vafa. Inn­an­land­flug varð að annarri tveggja meg­in­leiða til að ná á ásætt­an­legum tíma milli staða og þá einkum frá bæjum til borg­ar­inn­ar. Sjúkra­þjón­usta reiddi sig æ meira á flug til og frá höf­uð­sjúkra­húsum lands­ins, fyrst og fremst til Lands­spít­al­ans og Borg­ar­sjúkra­húss­ins. Inn­an­lands­flugið hverfð­ist þar með um sjó­flug­stöð og flug­völl sem ávallt átti að vera inni í borg­inni, líkt og höf­uð­járn­braut­ar­stöð (-stöðv­ar) allra meg­in­borga í sér­hverju Evr­ópu­landi. Það var svo erlent her­veldi sem byggði völl­inn í sinni stærstu og upp­runa­legu mynd, okkur að kostn­að­ar­lausu.

Hlut­verk borg­ar­flug­vallar

Í jafn litlu landi en strjál­býlu eins og Íslandi gegnir stutt­flug af ýmsu tagi mjög stóru hlut­verki. Meg­in­til­gangur þess er aðkoma að stöðum úti á landi og að höf­uð­borg­inni á miklum mun styttri tíma en það tekur að aka sömu leið. Gagn­semi inn­an­lands­flugs­ins felst m.a. í því hvar meg­in­flug­stöðin er stað­sett. Því nær helstu þjón­ustu­hlutum höf­uð­borg­ar­inn­ar, þeim mun betra. Stærð og legu Reykja­vík­ur­flug­vallar verður að skoða og meta í marg­vís­leg­u tillit­i. 

Nefna má land­nýt­ingu, hús­næð­is­mál, umhverf­is­þætti, efna­hags­hætti, hlut­verk höf­uð­borgar sem mið­stöðvar ótal sam­fé­lags­þátta, flug­ör­yggi, nátt­úru­vá, björg­un­ar­þjón­ustu, annað öryggi lands­manna, heil­brigð­is­þjón­ustu og loks sann­girni og jöfn­uð. Allt skoð­ist þetta til margra tuga ára. Ekki er rúm fyrir þá grein­ingu hér. Flug­völl­ur­inn er ekki einka­mál höf­uð­borg­ar­innar hvað sem líð­ur skipu­lags­valdi sveit­ar­fé­laga, ekki fremur en þjóð­vegir sem skil­greindur eru sem slíkir í höf­uð­staðnum og Vega­gerðin tekur þátt í að reka. 

Með opnum augum

Bygg­ing­ar­land í Reykja­vík er vissu­lega dýr­mætt en um það ætti að fjalla með augun opin á allt bygg­ing­ar­land sem fer undir eina eða tvær upp í fimm eða sex marg­faldar járn­braut­ar­línur og stórar stöðvar í helstu Evr­ópu­borg­um. Engum dettur í hug að færa Aðala­járn­braut­ar­stöð­ina upp í sveit. Vel má vera að þrengja skuli að Reykja­vík­ur­flug­velli, lengja brautir í sjó og stytta aðrar og koma þannig til móts við bæði örygg­is­kröfur flugs á land­inu öllu og hags­muni borg­ar, íbúa í lóða- og hús­næð­is­leit og bygg­ing­ar­að­ila. Lokun flug­vall­ar­ins er engu að síðir óásætt­an­leg. Flutn­ingur inn­an­lands- og sjúkra­flugs til nýrra valla eða Kefla­víkur táknar enda­lok eðli­legrar aðkomu íbúa lands­ins að höf­uð­borg­inni, skerðir öryggi og jöfnuð og er and­stætt skyldum sem borgin hef­ur. Í umræð­unni vill gleym­ast hvernig Reykja­vík sem vara­völlur gegnir hlut­verki í ljósi þess að flug­vellir á Akur­eyri og Egils­stöðum eru með einni flug­braut. Eftir marga ára­tugi kann inn­an­lands­flug að vera með þeim hætti að til þess þarf aðeins litla flug­velli. Þá gætu nýjar land­leið­ir, í miklu stærra sam­fé­lagi en hér en nú, að koma til greina.

Dýrar lest­ar­sam­göngur milli Reykja­víkur og Kefla­vík­ur, byggðar nær ein­göngu á ferða­þjón­ustu, duga ekki til að leysa deilur um greiðar leiðir utan af landi til mið­borgar Reykja­vík­ur.   

Þarft að muna eftir

Þörf er á að minna á tvær við­bárur sem oft koma fram þegar rætt er um 

inn­an­lands­flug: Sjúkra­flug með þyrlum eða vængj­uðum vélum og flug­miða­verð.

Hver sá sem kynnir sér íslenskar tölur um sjúkra­flug, fjölda, til­efni þeirra og hlut­fall milli ólíkra flug­véla sem því sinna, kemst að því að nánd flug­vallar og sjúkra­húss skilur á milli feigs og ófeigs. Þessu er eins háttað í Græn­landi og flestum land­svæðum norð­ur­slóða. Varla fyr­ir­finnst sá heil­brigð­is­starfs­maður eða kunn­áttu­maður í flugi sem ekki ber vitni um hinar dýr­mætu mín­útur sem varða hvern bráða­sjúk­ling. Þær reikn­ast varla til fjár. Hver getur tekið sér það vald að hafa vit fyrir sér­fræð­ingum að þessu leyti? Við sam­an­burð á flug­verði (sem kann að vera of hátt í krónum talið) og akst­ursverði eru allir þættir afar sjaldan hafðir með í dæm­um. Auð­vitað er frá­leitt að bera ein­göngu saman flug­miða­verð og elds­neyt­iseyðslu bíls. Í hverju dæmi verður að taka allan ­rekst­urs­kostn­að bíls­ins per kíló­metra með í reikn­ing­inn (100-150 kr/km), sem og annan ferða­kostn­að, og meta ferða­tíma fólks til fjár. Óþarft er að nefna frekar að far­þega­fjöldi í bíl skiptir að sjálf­sögðu máli. En fyrir ein­stak­ling á bíl, jafn­vel tvo menn, er dýr­ara í krónum talið að aka 300-600 km leið en að fljúga yfir landið fyrir með­al­verð Flug­fé­lags­ins og Arna. Enn fremur er rétt að minna á að sam­an­burður á miða­verði lít­ils flug­fé­lags á inn­an­lands­leið og greiðslu fyrir far í verð­frum­skógi milli­landa­fé­laga er ónot­hæf­ur. Verð­leik­fimi og for­sendur eru þar ólík­ar. Hvort nið­ur­greiða beri flug­gjöld á leiðum inn­an­lands er svo önnur Ella og ekki til umfjöll­unar hér. Sama má segja um flókið rekstr­ar­um­hverfi flug­fyr­ir­tækja og flug­valla á Íslandi. Þar er víst pottur brot­inn.

Sjálf­bærni­við­mið - þol­mörk

Rétt eins og miklu meiri fisk­veið­ar, miklu fleiri orku­stöðvar og iðn­ver, miklu betri og stærri háskól­ar, miklu fleiri menn­ing­ar­hallir og hvað eina ­getur „miklu meiri flug­þjón­usta“ fært margar krónur í kass­ann. En hefur ekki síaukin flug­þjón­usta sín vaxt­ar­mörk? Setja sjálf­bærni­mörk (um­hverf­is­leg, sam­fé­lags­leg og hag­ræn) okkur þol­mörk þegar kemur að stækkun flug­valla, mönnun flug­þjón­ustu, og minni los­un GHL í sam­ræmi við alþjóða­sam­þykkt­ir?  Slík þol­mörk ber svo sann­ar­lega að ákvarða og aðlaga aðstæðum hverju sinni. Allar nátt­úr­u­nytjar og heild­ar­á­lag á sam­fé­lög verða að taka mið af jafn­vægi milli nytja og vernd­ar, milli yfir­spennu og far­sæld­ar. Hvorki skyn­semi né sam­fé­lags­á­byrgð hvetur okkur mótraka­laust til þess að búa til flug­um­ferð­ar­bákn sem er land­inu, umhverf­inu og sam­fé­lag­inu ofviða. Gildir einu þótt millj­arðar króna freisti. Öllum umsvifum smá­þjóðar eru tak­mörk sett. Ég get að sönnu ekki giskað á hver þau eru í flug­rekstri og tengdri atvinnu en finnst senni­legt að mót­taka 10 milljón ferða­manna á ári geti ekki verið far­sæl, að allri þróun met­inni, og jafn mörgum gegn­um­streym­is­far­þeg­um a auki.

Enn einu sinni „á heims­mæli­kvarða“?

Hug­mynd um að Ísland verði mið­stöð flugs í norðri, okkar megin á hnett­in­um, eins kon­ar míní-Du­bai norð­urs­ins, kann að freista pen­inga­gróð­ans vegna. Hug­takið gróði getur falið fleira í sér en fleiri krónur í kass­ann. Til dæmis ávinn­ing í umhverf­is­málum og minna álag á fólk, efna­hags­kerfi og menn­ingu. Áreið­an­legra reyn­ist flókn­ara og örlaga­rík­ara en sýn­ist í fyrstu að gera til­tekna atvinnu­grein að aðal­burða­rás smá­rík­is. Fjár­fest­ing verður mjög há og þá freistar frjáls­hyggju­stjórn­valda að selja sem mest af aðstöð­unni, einka­væða annað hvort bygg­ingar eða þær og alþjóða­flug­völl­inn. Ein­hæfni í efna­hags­lífi, of mikil fyr­ir­ferð einnar atvinnu­greinar og hætta á skyndi­sam­drætti eru meðal þess sem reynsla kennir að forð­ast skuli. Hvar á þá lend­ing­ar­að­staða fyrir aukið milli­landa­flug helst að vera á land­inu? Einn kostur er að stækka Kefla­vík­ur­flug­völl og reisa þar nýjar flug­stöðvar til við­bótar við Flug­stöð Leifs Eiríks­son­ar. Síðan má líta til ann­arra flug­valla sem geta tekið á móti far­þega­þot­um. Gall­inn við þá er að þeir eru ein­braut­ar­vellir og ekki unnt að koma þar fyrir kross­brautum svo vel sé eða öryggi nægi­legt. Egils­staða-, Akur­eyr­ar- og Sauð­ár­króksvellir get helst dugað til tak­mark­aðrar eða árs­tíða­bund­innar utan­lands­um­ferð­ar. Loks er að líta til nýrra staða. Hvassa­hraun er af mörgum álit­inn væn­legur kostur en hann er þó flug­tækni­lega umdeild­ur. Til er mikið slétt­lendi langt frá fjöllum á Suð­ur­landi. Að mörgu er að hyggja þegar litið er til núver­andi valla og nýrra kosta og ljóst að á sumum stöðum þarf að horfa til nátt­úru­vár til við­bótar við ann­að.

Skotrum augum á nátt­úruvá

Vitað er að 4-5 eld­gosa- og jarð­skjálft­ar­einar (eftir því hvernig þær eru mark­að­ar) liggja ská­hallt eftir Reykja­nesskaga. Eitt ein­kenni þeirra eru löng gos­hlé (500-800 ár að jafn­aði, en 1.000-2.000 ár fyrir Heng­ils­kerf­ið) milli óvenju langra eld­virkra umbrota­hrina sem standa ára­tugum sam­an. Til dæmis stóð gos- og skjálfta­hrina í Reyka­neskerf­inu (liggur næst Kefla­vík og Grinda­vík) frá um 1210 til 1240 og gaus þá m.a. í sjó með tölu­verðu ösku­falli um allt suð­vest­an­vert land. Hraun getur ekki náð til Kefla­vík­ur­vall­ar, aðeins gjóska. Hraun­rennsli í gos- og skjálfta­hr­inu í Krýsu­vík­ur­-Trölla­dyngju­kerf­inu (liggur næst Hvass­hrauni) stóð með hléum frá 1151 til 1188 og rann þá m.a. hraun í sjó þar sem nú er álverið í Straums­vík. Hrinur í þremur kerfum alls, að Brenni­steins­fjalla­kerf­inu með­töldu, gengu yfir frá því á 10. öld fram undir miðja 13. öld.  Upp­tök snarpra jarð­skjálfta eru víða sunn­an, suð­vest­an, austan og norð­austan við Hvassa­hraun. Upp­tök skjálfta er líka að finna austan og sunnan við Mið­nes­heið­i/Kefla­vík. Mat á vá vegna jarð­skjálfta og eld­gosa and­spænis flug­völlum í Reykja­vík, Kefla­vík og Hvassa­hrauni er flókið og þá m.a. vegna þess að langt er liðið á með­al­hlé frá­ ­síðust­u eld­gosa­hrinum á skag­an­um. Suð­ur­landsund­ir­lendið er eitt helsta svæði öfl­ugra skjálfta á Íslandi og þar verða áhrifa­miklar jarð­hrær­ingar um það bil tvisvar á öld og nokkur hætta er á ösku­falli frá stórum eld­stöðvum austan við lág­lend­ið. Sam­ráð vís­inda­manna og flug­sér­fræð­inga þarf til að meta stað­setn­ingu stórra flug­valla með til­liti til nátt­úru­vár. Að auki þarf að meta fjár­hags­leg áhættu. Í skýrslu Rögnu­nefndar er nátt­úrvá við Hvassa­hraun metin fremur lítil en um matið má eflaust deila. Ég er ekki sann­færður um að matið sé raun­sætt.

Að lokum

Hvað er rétt­ast að gera í mál­efnum flugs­ins? Hvernig höndlum við inn­an­lands­flug og hvernig skipu­leggjum við flug­sam­göngur við landið næstu ára­tug­ina? Ég hef ekki útfærð svör á reiðum hönd­um. Tvent er þó ljóst í mínum huga. Ráð er að halda flug­velli, senni­lega skertum að stærð, í Reykja­vík og treysta á þá aðra vara­velli sem til eru - þar til annað er ákveðið í þeim efn­um. Röngum ákvörð­unum í átt til lok­unar Reykja­vík­ur­flug­vallar í þarf að breyta sem fyrst. Kefla­vík­ur­flug­velli á að halda sem aðal­flug­velli, auka við aðstöð­una, og greina þau tak­mörk flugs til lands­ins sem sam­fé­lagið ræður við og lág­marks­sam­staða er um. Rík­isfé til flugs­ins verður um hríð líka að ganga til all­margra flug­valla utan Kefla­vík­ur. Þar verður víast hvar að bæta aðstöðu og reisa nýja flug­stöð í Reykja­vík. 

Þessar hug­leið­ingar mínar eru inn­legg leik- og flug­á­huga­manns í umræðu um fram­tíð flugs­ins hér á landi.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar