Siðferðileg skylda að auka aðstoð okkar við Jemen

Framkvæmdastjóri mannúðarmála Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðherrar Svíþjóðar og Sviss skrifa um ástandið í Jemen, og það sem alþjóðasamfélagið þarf að gera til að bregðast við því.

Börn sem hafa smitast af kóleru fá meðferð í tjaldi sem sett hefur verið upp við spítalann í Sana.
Börn sem hafa smitast af kóleru fá meðferð í tjaldi sem sett hefur verið upp við spítalann í Sana.
Auglýsing

Saleh, er fjög­urra mán­aða gam­all dreng­ur. Hann þjá­ist af nær­ing­ar­skorti og berst fyrir lífi sínu á sjúkra­húsi í Al Huda­ydah í Jemen. Nora, móðir hans, er tutt­ugu og tveggja ára gömul sex barna móð­ir. Vegna átak­anna í land­inu hefur hún hvorki getað útvegað hreint drykkj­ar­vatn né brauð­fætt börn sín.

Sann­kölluð vargöld ríkir í Jem­en, þar sem átök, kól­era og hung­ursneyð ógna lífi tutt­ugu og einnar millj­ónar manna. Ekki er nóg með að íbú­ar Jem­en ­þjá­ist af völdum einnar skæð­ustu hung­ursneyðar heims, heldur einnig af mesta kól­eru­far­aldri á byggðu bóli, sem bitnar á hálfri milljón manna.

Hryll­ing­ur­inn í Jemen er af manna­völd­um. Neyð­ar­á­standið má rekja til átaka, þar sem þján­ingar íbú­anna eru vopn í valda­tafli og stofn­anir sem bjarga manns­lífum eru lagðar í rúst. Kólera nær nú til allra stjórn­sýslu­ein­inga lands­ins og hefur þegar kostað tvö þús­und manns­líf, þar af eru 40% börn. Lamað heil­brigð­is­kerf­ið, kiknar undan álag­inu nú þgar glíman við far­sótt­ina er í algleym­ingi. Sjúkra­hús og heilsu­gæslu­stöðvar líða fyrir skort á starfs­fólki, lyfjum og tækj­um. 

Auglýsing

Óbreyttir borg­arar þjást

Í þessum átök­um, eins og svo oft áður, eru það óbreyttir borg­arar sem verða mest fyrir barð­inu á ofbeldi. Frá því í mars 2015 hefur Mann­rétt­inda­skrif­stofa Sam­ein­uðu þjóð­anna skrá­sett 13.829 fórn­ar­lömb, þar af eru 5.110 látnir og 8.719 særð­ir. Lík­legar eru töl­urnar miklu hærri. Millj­ónir manna hafa þurft að horfa upp á heim­ili sín, skóla, mark­aðs­torg og heilu bæina verða eyði­legg­ingu að bráð í sprengju- og stór­skota­liðsárásum og þurft að bjarga lífi sínu á flótta á vit óvissrar fram­tíð­ar. Helm­ingur sjúkra­húsa og heilsu­gæslu­stöðv­a Jem­en hefur verið eyði­lagð­ur. 

Hag­kerfi Jemen er í lama­sessi og valda óþarfa tak­mark­anir á neyslu­varn­ingi og neyð­ar­að­stoð til lands­ins þungum búsifj­um. Sam­göngu­mann­virki, sem nauð­syn­leg eru vöru­flutn­ing­um, hafa verið stór­skemmd. Sjö­tíu af hundraði fyr­ir­tækja hafa orðið að hætta starf­semi. Ein milljón opin­berra starfs­manna hefur verið launa­laus í meir en tíu mán­uði, jafn­vel þótt fé hafi verið til­búið til greiðslu í Seðla­bank­an­um. Tvær millj­ónir barna hafa flosnað upp úr skóla, og er hætta að sú kyn­slóð glat­ist. Og kyn­ferð­is­legt- og kyn­bundið ofbeldi hefur auk­ist til muna.  

Þrátt fyrir þennan tröllaukna vanda, hafa 122 mann­úð­ar­sam­tök – tveir þriðju hlutar inn­lend almanna­sam­tök- aukið starf­semi sína og teygja nú anga sína til allra stjórn­sýslu­ein­inga Jem­en, og útvega 4.3 millj­ónum manna mat­væla­að­stoð. 

Ekki nóg að gert

 En þetta er ekki nóg. Við hvetjum til þess að aðstoð verði aukin við Jemen og til þess að tryggja að aðstoð ber­ist til nauð­staddra og binda enda á þján­ing­ar, leggjum við áherslu á fjögur atriði. 

 Í fyrst lagi verður að tryggja mann­úð­ar­sam­tökum óháðan aðgang til þess að þau geti náð til þeirra sem eiga um sár­ast að binda, verndað fólk, og bjargað manns­líf­um.

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur ítrekað ákall til stríð­andi fylk­inga um að binda enda á átökin í Jemen til þess að tryggja örugga og við­var­andi mann­úð­ara­stoð og virða alþjóð­leg mann­úð­ar­lög, eins og fram kom í yfir­lýs­ingu for­seta ráðs­ins 15. júní. Og með­limir örygg­is­ráðs­ins lögðu áherslu á í sam­þykkt 12. júlí að allar fylk­ingar legg­ist á eitt til þess að þetta verði að veru­leika. Þá er óásætt­an­legt að hug­rakkir sjálf­boða­lið­ar, hjálp­ar­starfs­menn og heil­brigð­is­starfs­menn séu skot­mörk stríð­andi fylk­inga. Jafn­vel styrj­aldir lúta reglum og leið­togar styrj­ald­ar­að­ila verða að leggja sig fram við að fylgja þeim.  

Kól­eru­far­ald­ur­inn eykur á vand­ann

Í öðru lagi verða veit­endur alþjóð­legrar aðstoðar að standa við fyr­ir­heit sín. Í apríl 2017 héldu rík­is­stjórnir Sviss og Sví­þjóð­ar, og Sam­ræm­ing­ar­skrif­stofa mann­úð­ar­að­stoðar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNOCHA) söfn­un­ar­ráð­stefnu í þágu Jem­en, að við­stöddum aðal­fram­kvæmda­stjóra SÞ, António Guterres. Alls voru gefin fyr­ir­heit um aðstoð að and­virði 1.1 millj­arðs Banda­ríkja­dala. Þremur fjórðu hlutum þessa fjár hefur verið úthlutað Hins vegar hefur fjár­þörfin auk­ist til muna og nú er talið að það þurfi 2.3 millj­arða Banda­ríkja­dala til að stemma stigu við kostn­aði af kól­eru­far­aldr­inum og vantar 60% þess fjár. 

Þessi fjár­skortur þýðir að um líf og dauða er að tefla. Mat­væla­á­ætlun Sam­ein­uðu þjóð­anna (WFP) sem útvegar 7 millj­ónum hungr­aðra mat­væli, verður að skera niður mat­væla­send­ingar innan mán­aðar ef meira fé safn­ast ekki. Hjálp­ar­stofn­anir verða að taka fé frá öðrum brýnum og fjársveltum mála­flokkum til að mæta kól­eru­far­aldr­inum en slíkt gæti grafið undan bar­átt­unni gegn hung­ur­vof­unni. Manns­líf eru í veði – það má engan tíma missa. 

Mann­skæðar hindr­anir

Í þriðja lagi verða allir deilendur að sjá til þess að hindr­unum fyrir inn­flutn­ingi lífs­nauð­syn­legs varn­ings til­ Jem­en, sé rutt úr vegi. Hér skipta mat­væli, nær­ing­ar­efni og lyf mestu máli. Halda verður Al Huda­yda­h-höfn opinni og tryggja öryggi, því þangað berst stærstur hluti inn­flutn­ings og mann­úð­ar­að­stoð­ar­ Jemen. Afnema ber tak­mark­anir á ferða­frelsi almenn­ings sem leitar sér aðstoð­ar. Opna ber taf­ar­laust alþjóða­flug­völl Sana og flug­rými yfir Jemen. Þessar lok­anir hafa kostað manns­líf því sú aðstoð sem fólkið hefur þurft á að halda hefur verið ófá­an­leg í land­inu.  

Koma verður á friði

Þegar öllu er á botn­inn hvolft mun þján­ingum íbú­a Jem­en ekki ljúka fyrr en byss­urnar þagna. Aðal­fram­kvæmda­stjóri og Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa ein­róma ítrekað þörf­ina á friði. Við hvetjum alla hlut­að­eig­andi til þess að leita frið­sam­legra lausna með víð­tækri þátt­töku, þar sem konur eiga full­trúa frá upp­hafi til enda. Íbúar Jemen haf þjáðst nóg og við megum ekki láta deigan síga til þess að bjarga manns­lífum og vernda tutt­ugu og eina milljón nauð­staddra – eða meir en þrjá fjórðu hluta alls íbúa­fjölda Jemen. Það er brýn, sam­eig­in­leg sið­ferði­leg skylda okk­ar, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á þján­ingar þeirra. 

Stephen OBrien er fram­kvæmda­stjóra ­mann­úð­ar­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, Margot Wall­ström er utan­rík­is­ráð­herra Sví­þjóðar og Didier Burk­halter er utan­rík­is­ráð­herra Sviss. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar