Um meint lúxuslíf hælisleitenda

„Fólk er ekki bara tala á blaði,“ skrifar Brynhildur Bolladóttir sem vill vandaðari umræðu um flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi.

Auglýsing

Rauði kross­inn á Íslandi sinnir marg­vís­legu hjálp­ar­starfi inn­an­lands sem utan. Flest verk­efni Rauða kross­ins eru inn­an­lands og sinna þeim allt í allt um 3000 sjálf­boða­liða, en fram­lag þeirra jafn­ast á við um 100 stöðu­gildi á árs­grund­velli sam­kvæmt nýlegri úttekt.

Öll verk­efni Rauða kross­ins miða að því að koma til móts við þarfir þeirra sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu og eiga sér fáa eða enga aðra málsvara.

Eitt af verk­efnum Rauða kross­ins er aðstoð við þá ein­stak­linga sem óska alþjóð­legrar verndar hér­lend­is. Því verk­efni hefur félagið sinnt síðan árið 1987 en árið 2014 var gerður samn­ingur við inn­an­rík­is­ráðu­neytið um umfangs­meiri aðkomu að mál­efnum þeirra sem óska alþjóð­legrar verndar hér­lend­is. Hér er um að ræða fjöl­breyttan hóp fólks sem kemur frá mörgum ríkj­um. Sum eru stríðs­hrjáð, í öðrum eru stunduð víð­tæk og skipu­lögð mann­rétt­inda­brot og í sumum er félags­leg og efna­hags­leg staða fólks þannig að það finnur sig knúið að leita tæki­færa fyrir sig og fjöl­skyldu sína ann­ars stað­ar. Almennt má segja um þá aðila sem hingað koma og óska alþjóð­legrar verndar að það sé gert í góðri trú. Stundum ber þó við að fólk hafi fengið rangar upp­lýs­ingar og stundum bein­línis vill­andi.

Auglýsing

Vegna umræðu í sam­fé­lag­inu um hvað ein­stak­lingum sem hér óska alþjóð­legrar verndar stendur til boða og hvað ekki þykir Rauða kross­inum ástæða til að benda á nokkrar stað­reyndir um þennan hluta skjól­stæð­inga sína.

Athugið að þau ganga undir nafn­inu búsetu­úr­ræði en ekki hús­næði, enda nær hús­næði ekki nógu vel utan um hvers kyns híbýli þetta eru.
Hælisleitendur sem komið hafa til Íslands fá þjón­ustu frá annað hvort sveit­ar­fé­lagi og/eða Útlend­inga­stofn­un. Sveit­ar­fé­lögin sem veita hæl­is­leit­endum þjón­ustu eru Reykja­vík, Reykja­nes­bær og Hafn­ar­fjörð­ur. Þessir aðilar útvega hæl­is­leit­endum búsetu­úr­ræði. Athugið að þau ganga undir nafn­inu búsetu­úr­ræði en ekki hús­næði, enda nær hús­næði ekki nógu vel utan um hvers kyns híbýli þetta eru. Búsetu­úr­ræðin eru t.d. þannig að um 100 manns búa sam­an, um 30 her­bergi á gangi sem 2-3 deila eða jafn­vel heil fjöl­skylda saman í her­bergi, sem er hvorki stórt né íburð­ar­mik­ið.

Tann­lækna­þjón­usta sem hæl­is­leit­endur á Íslandi fá felst í tveimur val­kost­um. Ann­að­hvort taka verkja­lyf við tann­pínu eða láta draga úr sér tenn­urn­ar. Í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum er gert við tennur í börnum þjá­ist þau af tann­pínu.

Leigu­bíla­þjón­usta hefur ekki staðið hæl­is­leit­endum til boða nema í neyð­ar­til­vikum þar sem um alvar­leg veik­indi hefur verið að ræða, en ekki svo alvar­leg að sjúkra­bíl þyrfti til. Hluti hæl­is­leit­enda hefur fengið strætókort. Eftir að ný reglu­gerð um útlend­inga tók gildi er óljóst hvernig það verður fram­veg­is. Í búsetu­úr­ræði á Kjal­ar­nesi eru 2 km í næstu strætó­stoppi­stöð og á Ásbrú búa hæl­is­leit­endur í iðn­að­ar­hverfi og um tæpur kíló­metri er í næstu strætó­stoppi­stöð það­an.

Lesa má nánar um þau rétt­indi sem hæl­is­leit­endur (um­sækj­endur um alþjóð­lega vernd) hafa í VI. kafla reglu­gerðar um útlend­inga nr. 540/2017. Þó er enn óljóst hvernig nokkrir hlutir koma til fram­kvæmda; í reglu­gerð­inni er t.d. kveðið á um örugg leik­svæði fyrir börn sem ekki hefur komið til fram­kvæmda og er óljóst hvort og hvenær kom­ist til fram­kvæmda.

Ljóst er að hús­næð­is­vandi er mik­ill á Íslandi. Það er verk­efni okkar sem sam­fé­lags að leysa úr þeim vanda, öll saman án þess að draga fólk í dilka.
Ef umsækj­andi um alþjóð­lega vernd fær stöðu sem flótta­mað­ur, sem fæstir þeir sem hingað koma fá, þarf hann að yfir­gefa þau búsetu­úr­ræði sem honum hefur verið séð fyr­ir. Ljóst er að hús­næð­is­vandi er mik­ill á Íslandi. Margir eru í leit að hús­næði; mæð­ur, feð­ur, eldri borg­ar­ar, flótta­fólk, Íslend­ing­ar, inn­flytj­end­ur, stúd­ent­ar, ein­stak­ling­ar. Það er verk­efni okkar sem sam­fé­lags að leysa úr þeim vanda, öll saman án þess að draga fólk í dilka.

Eins og m.a. félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra hefur bent á eru hag­ræn áhrif flótta­fólks á Íslandi jákvæð fyrir íslenskt sam­fé­lag og stað­reyndin sú að þau leggja meira til sam­fé­lags­ins en þau þiggja frá sam­fé­lag­inu. En það má ekki gleyma því að á bak­við slíkar efna­hags­legar tölur er fólk af holdi og blóði sem kemur hingað til lands oft vegna afar erf­iðra aðstæðna heima fyr­ir. Hvort sem um inn­flytj­end­ur, flótta­fólk eða hæl­is­leit­endur er að ræða. Fólk er ekki bara tala á blaði og við skulum vanda okkur að ræða ekki aðeins um það á slíkum grund­velli.

Það er mjög ólík­legt að þeir þús­unda Íslend­inga sem „flýðu“ Ísland til Vest­ur­heims undir lok 19. aldar og í upp­hafi þeirrar 20. hefðu fengið hæli sem flóttamenn.
Þeir sem ákveða að rífa sig og jafn­vel fjöl­skyldu sína upp með rótum og fara til ann­ars lands og óska þar eftir hæli taka slíka ákvörðun ekki af létt­úð. Þeir hæl­is­leit­endur sem koma til Íslands hafa gjarnan flúið heima­land sitt eftir stríð, átök, andúð gegn sér og fjöl­skyldu sinni og hafa ótt­ast um líf sitt. Hingað leitar líka fólk sem ber við aðstæðum sem ekki rétt­læta veit­ingu á stöðu flótta­manns. En höfum í huga að sú skil­grein­ing er afar þröng og sem dæmi má nefna að það er mjög ólík­legt að þeir þús­unda Íslend­inga sem „flýðu“ Ísland til Vest­ur­heims undir lok 19. aldar og í upp­hafi þeirrar 20. hefðu fengið hæli sem flótta­menn. Samt erum við Íslend­ingar afar stoltir af þessum „lönd­um“ okkar í Kanada og afkom­endum þeirra.

Eng­inn þarf að horfa lengi á fréttir til að sjá ástandið víðs­vegar um heim­inn og það er óhugs­andi að ímynda sér allt sem fólk ann­ars staðar í heim­inum hefur þurft að upp­lifa. Og síðan er allt það sem frétt­irnar sýna ekki; ástandið víðs vegar um heim­inn sem heims­byggðin sýnir engan sér­stakan áhuga.

Vissir þú t.d. að stærstu flótta­manna­búðir í heim­inum eru í Kenía og Úganda og að fátæk­ustu ríki heims hýsa langstærstan hluta þeirra 65 milljón manna sem eru á flótta undan ham­förum, stríðs­á­tök­um, ofsóknum og fátækt? Við sem sam­fé­lag getum gert svo miklu betur og boðið fólk vel­kom­ið, sama hvaðan það kem­ur, hvaða tungu­mál það tal­ar, hvernig það lítur út.

Hjálp­umst að við að finna lausnir á þeim áskor­unum sem sam­fé­lagið stendur frammi fyr­ir. Það að hjálpa fólki á ekki og má ekki úti­loka aðstoð við neina aðra.

Höf­undur er upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins á Íslandi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar