10 yfirburðir rafbíla

Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, telur til tíu yfirburði rafbíla fram yfir bíla sem knúnir eru jarðefnaeldsneyti.

Auglýsing

Hátt verð og lítil drægni hefur hingað til yfir­gnæft alla umræðu um kosti og galla raf­bíla í sam­an­burði við hefð­bundna bíla. Þessir múrar eru hins­vegar að molna með snar­lækk­andi raf­hlöðu­verði og meiri drægni á nýjum raf­bíl­um. Lík­lega er því kom­inn tími á að ræða raun­veru­lega yfir­burði raf­bíla sem sam­göngu­tækni.

Hér verða listaðir 10 þættir sem end­ur­spegla þessa yfir­burði þó svo að tveir til þrír ættu í raun duga til að sann­færa hugs­andi fólk sem ekki eru fast í fjötrum aft­ur­halds­semi og for­tíð­ar­þrár.

1 Orku­nýtni

Algert lyk­il­at­riði varð­andi kosti raf­bíla en alltof sjaldan haldið á lofti. Málið er ein­falt, engin sam­göngu­tækni hefur betri orku­nýtni. Raf­bíll þarf aðeins þriðj­ung eða fjórð­ung af þeirri orku sem sprengi­hreyfill­inn þarf til að kom­ast sömu vega­lengd. Heim­ur­inn þarf sem sagt miklu minna af orku til að knýja sam­göngur þegar þær verða raf­vædd­ar.

Bens­ín- og dísil­bílar eru háðir orku úr olíu en raf­orkan í raf­bíl getur hins­vegar komið frá hvaða frumorku sem er eins og vatns­afli, vind-, sól-, sjáv­ar­orku, lífmassa o.s.frv. Þetta þýðir að þjóðir heims hafa jafn­ari mögu­leika í fram­tíð­inni á að knýja eigin sam­göngur í stað þess að vera háðar örfáum olíu­fram­leiðslu­ríkjum eins og í dag.

2 Minna við­hald

Raf­mót­or­inn er ein­fald­lega miklu ein­fald­ari en sprengi­hreyfill­inn. Íhlutir í bens­ín­vél eru eitt­hvað í kringum 2000 á meðan raf­bíla­mót­or­inn hefur um 20. Þegar algeng­ustu véla­bil­anir í bílum eru skoð­aðar kemur í ljós að ekk­ert af því sem þar er að bila er hrein­lega til staðar í raf­bíl­um. Við­halds­kostn­aður raf­bíla er því tals­vert minni.

3 Sjálfa­kandi

Sjálf­keyr­andi bílar fram­tíð­ar­innar verða raf­bílar ekki bens­ín- eða dísil­bíl­ar. Til­raunir bíla­fram­leið­anda með sjálf­keyr­andi bíla snú­ast nær ein­göngu um raf­bíla. Ástæðan er ein­föld, það er marg­falt ein­fald­ara fyrir tölvur að stjórna raf­bíl en bens­ín­bíl og auk þess er mun flókn­ara fyrir mann­lausan bíl að taka olíu en hleðslu. Vissu­lega er óvissa hvenær sjálfa­kandi bílar verða í umferð en rekstr­ar­kostn­aður á mann­lausum raf­leigu­bíl er auð­vitað freist­andi lít­ill.

4 Engin mengun

Það er að koma betur og betur ljós að fjöldi fólks lætur lífið of snemma vegna meng­unar frá bíl­um. Sumar borgir eru farnar að gæla við bann á bens­ín- og dísil­bílum innan nokk­urra ára. Sót ogNOx mengun eru víða að verða lífs­hættu­legur vandi. Það vill svo skemmti­lega til að raf­bílar eru alveg lausir við slíka meng­un.

Auglýsing

5 Kolefn­is­laus akstur

Við glímum við lofts­lags­breyt­ingar vegna kolefnis sem við m.a. brennum í formi olíu í bíl­um. Þó svo að raf­bíl­inn fæð­ist með örlítið stærra kolefn­is­spor vegna fram­leiðslu raf­hlöð­unnar þá er heild­ar­um­hverf­isá­vinn­ing­ur­inn, á líf­tíma raf­bíls­ins, ótví­ræð­ur. Kolefn­is­sporið er aðeins mis­jafnt eftir raf­orku­kerfum en það er nán­ast ekki til það svæði í heim­inum þar sem eng­inn heild­ar­á­vinn­ingur er af raf­bíl­um. Auk þess er kol­a­raf­magn á hraðri útleið í raf­orku­kerfi heims­ins.

6 Hröðun

Raf­bíll­inn er að mörgu leyti skemmti­legri bíll þar sem hröð­unin er miklu meiri. Það er ekk­ert sprengi­hlé í tog­inu á raf­bíl og minnstu raf­bíla­dósir geta auð­veld­lega stungið stærstu bens­ínknúnu krafta­tröll af á fyrstu metr­un­um. Hámarks­hraði hér á landi er hvergi meira en 90 km/klst, þannig að hröðun er í raun miklu betri mæli­kvarði á skemmt­ana­gildi bíla en hraði og þar eru yfir­burðir raf­bíla ótví­ræð­ir.

7 Minni hávaði

Hávaða­mengun er van­met­inn stress­valdur í borgum heims. Stundum þarf þögn­ina til að fólk átti sig hversu umferð­ar­há­vað­inn er í raun mik­ill. Það er öruggt að margur íbú­inn í mið­bæjum stór­borga vildu óska að næt­ur­ferðir með fólk eða vörur væru frekar drifnar af hávaðalausum raf­bíl­um.

8 Orku­geymsla

Raf­bílar hafa mikla fram­tíð­ar­mögu­leika til að styðja við raf­orku­kerfi landa, annað hvort sem orku­geymsla eða var­afl. Þegar raf­bílar verða í fram­tíð­inni í tug­millj­óna­vís tengdir raf­orku­kerf­inu, þá má nota þá til að geyma umframorku frá óreglu­legum orku­gjöfum eins og sól og vindi og stillt þannig betur af fram­boð og eft­ir­spurn.

Raf­hlöður í raf­bílum gætu líka mætt tíma­bundnu topp­álagi í stað þess að ræsa sér­stakt orku­ver fyrir smá inn­skot. Hér heima mætti hugsa sér sviðs­mynd þar sem raf­magn fer í óveðri og í stað þess að senda við­gerð­ar­menn í veð­urofsann, þá getur raf­bíll­inn mætt þörfum heim­ilis í nokkra daga eða þar til læg­ir.

9 Bremsa

Nú erum við komin að auka­at­riðum en það er miklu skemmti­legra að hafa 10 atriði en 8.

Allir sem keyrt hafa raf­bíl vita að þeir nota brems­una mun minn en á bens­ín­bíl. Ástæðan er auð­vitað mót­or­bremsan sem nýtt er til að end­ur­hlaða raf­hlöð­una svo engin orka fari til spill­is. Þetta eykur end­ingu bremsuklossa og minnkar sót sem bremsuklossa sliti fylg­ir.

10 Inn­an­rým­is­hitun

Með öllum nýjum raf­bílum fylgir ókeypis bíl­skúr. Já bíl­skúr, því að mestu gæðin við bíl­skúr er að koma í heitan bíl á vet­urna og losna við að skafa. Raf­bíll býður einmitt upp á þau gæði. Vissu­lega er hægt að kaupa sér­stak­an, rán­dýran og meng­andi fjar­start­búnað á bens­ín- og dísil­bíla en hann er hrein­lega inni­fal­inn í nýjum raf­bíl­um. Það er því alltaf hægt að koma í fun­heitan raf­bíl með snjó­lausar rúður og það er meira segja hægt að taka „bíl­skúr­inn“ með sér ef hleðslu­stæði eru til staðar á vinnu­stöð­um.

Í dag eru raf­bílar bara brota­brot af fólks­bíla­flota heims­ins en margir eru farnir að átta sig á að olíu­knúnir fólks­bílar eru á lík­lega á útleið. Með nýjum teg­undum raf­bíla mun inn­leið­ing­ar­hrað­inn marg­fald­ast og eftir 10 ár þurfa olíu­fé­lögin að aðlaga sig að mjög hröðum sam­drætti í olíu­notk­un. Sumir hlægja að slíkum spám og halda bara ótrauðir áfram að horfa á túbu­sjón­varpið sitt og setja film­urnar sínar í fram­köll­un.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar