Hver á að brúa bilið?

Formaður BSRB segir að það þurfi lengja fæðingarorlof í 12 mánuði og að tryggja óskoraðan rétt barna til leikskólavistar þar eftir. Í dag sé 11 mánaða ummönunarbil til staðar.

Auglýsing

Flestir sem þekkja fólk sem á ung börn hafa heyrt sög­urn­ar. Það gengur ekk­ert að fá inni á leik­skóla eftir fæð­ing­ar­or­lof. Það eru engin dag­for­eldri í bæj­ar­fé­lag­inu en mögu­lega kemst barnið inn hjá dag­for­eldri í öðru bæj­ar­fé­lagi eftir hálft ár. Mamman ætlar að lengja orlofið þar sem barnið kemst ekki í dag­vist­un. Hljómar þetta kunn­ug­lega?

Þetta er því miður raun­veru­leik­inn fyrir allt of marga for­eldra. Fæð­ing­ar­or­lofið eru níu mán­uðir sam­an­lagt fyrir báða for­eldra. Að því loknu eru for­eldr­arnir komnir í villta vestrið, þar sem frum­skóg­ar­lög­mál virð­ast ríkja. Sumir eru heppnir og koma sínu barni að hjá dag­for­eldri. Aðrir búa við þá þjón­ustu að bæj­ar­fé­lagið sem þeir búa í tekur við börnum á leik­skóla frá 12 mán­aða aldri og þurfa bara að brúa stutt bil frá því fæð­ing­ar­or­lofi lýk­ur.

En aðrir eru ekki jafn heppn­ir. Nýleg­ar fréttir um unga for­eldra sem sáu sér þann kost vænstan að flytja frá Akur­eyri þar sem barnið komst ekki að hjá dag­for­eldrum færa heim sann­inn um það. Aðrir for­eldrar standa frammi fyrir miklu tekju­tapi þar sem annað for­eldrið þarf að lengja fæð­ing­ar­or­lofið og í mörgum til­vikum vera heima með barnið svo mán­uðum skiptir þar sem engin dag­vist­un­ar­úr­ræði eru í boði.

Auglýsing

Þetta er fal­inn vandi sem verður til þess að annað for­eldrið, í yfir­gnæf­andi fjölda til­vika móð­ir­in, er mun lengur frá vinnu­mark­aði en nauð­syn­legt hefði ver­ið. 

Um 11 mán­aða umönn­un­ar­bil

BSRB gerði nýver­ið úttekt á dag­vist­un­ar­málum í sveit­ar­fé­lögum lands­ins. Sú úttekt leiddi í ljós að mik­ill munur er á þeirri þjón­ustu sem stendur for­eldrum til boða að loknu fæð­ing­ar­or­lofi. Stað­reyndin er sú að börn eru að jafn­aði um 20 mán­aða gömul þegar þau kom­ast inn á leik­skóla. Þar sem fæð­ing­ar­or­lofið er aðeins níu mán­uðir er staðan sú að for­eldrar þurfa að með­al­tali að brúa um 11 mán­aða umönn­un­ar­bil milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla.

Margir eru svo heppnir að börn þeirra kom­ast til­tölu­lega fljótt að hjá dag­for­eldr­um. En það eru engar kvaðir á sveit­ar­fé­lögum að þjón­usta unga for­eldra. Dag­for­eldrar starfa sjálf­stætt og þá er ekki að finna í nema 21 af 74 sveit­ar­fé­lögum í land­inu, en í sveit­ar­fé­lög­unum 21 búa um 88% íbúa lands­ins. Það er hins vegar önnur saga hvort fjöldi dag­for­eldra sé í sam­ræmi við eft­ir­spurn for­eldra. Úttekt BSRB sýnir að sum sveit­ar­fé­lög velta því lítið sem ekk­ert fyrir sér hvernig og hvort for­eldrar nái að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Önnur sveit­ar­fé­lög reyna að tryggja fram­boð dag­for­eldra en segja það erfitt. 

Auð­velt að leysa vand­ann

Vand­inn er öllum ljós en ein­hverra hluta vegna virð­ist standa á því að hann sé leyst­ur. Ein­stök sveit­ar­fé­lög hafa þó tekið við sér og bjóða upp á leik­skóla­vist frá 12 mán­aða aldri. Eins og fram kemur í úttekt BSRB býr tæp­lega fimmt­ungur lands­manna, um 18,4%, í sveit­ar­fé­lögum sem tryggja leik­skóla­vist fyrir börn 12 mán­aða eða yngri.

Önnur sveit­ar­fé­lög hafa lýst vilja til að taka inn yngri börn á leik­skóla en ekki stigið skref­ið. Því er aug­ljóst að ekki ríkir jafn­ræði í þjón­ustu við börn að loknu fæð­ing­ar­or­lofi.

Hér þarf Alþingi að stíga inn í og taka tvö afger­andi skref í þágu jafn­réttis á vinnu­mark­aði til að eyða umönn­un­ar­bil­inu:

  1. Lengja fæð­ing­ar­or­lofið í 12 mán­uði, eins og starfs­hópur um fram­tíð­ar­skipan í fæð­ing­ar­or­lofs­málum gerði að til­lögu sinni til félags­mála­ráð­herra.

  2. Tryggja óskor­aðan rétt barna til leik­skóla­vistar við 12 mán­aða ald­ur, strax að loknu fæð­ing­ar­or­lofi.

Þetta eru hvorki flókin skref né óyf­ir­stíg­an­leg enda hafa þegar sam­bæri­leg skref þegar verið tekin á hinum Norð­ur­lönd­unum þar sem er tryggð sam­fella milli fæð­ing­ar­or­lofs og dag­vist­un­ar­úr­ræð­is. 

Síð­asta heild­stæða umræðan um umönn­un­ar­vanda átti sér stað upp úr 1990. Um það leyti breytt­ist veru­lega þjón­usta gagn­vart barna­fjöl­skyldum og nær öllum börnum var gef­inn kostur á leik­skóla­vist frá tveggja ára aldri. Flestir telja þetta vera eina af meg­in­á­stæðum auk­innar atvinnu­þátt­töku kvenna og þess að þar stöndum við fremst í alþjóð­legum sam­an­burði. Þess vegna er stór­merki­legt að nærri 20 árum síðar hafi þetta kerfi ekki tekið neinum breyt­ing­um, ekk­ert þroskast, í þágu sama mark­miðs. Og það þrátt fyrir að lengi hafi verið ljóst að áhrif þessa fyr­ir­komu­lags séu þau að konur hverfi mun lengur af vinnu­mark­aði en karlar með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á stöðu þeirra á vinnu­mark­aði. 

Jöfnum hlut kynj­anna á vinnu­mark­aði

Vanda­málið er ekki bara for­eldr­anna sem þurfa að brúa bilið og sætta sig við enn meira tekju­tap en ella vegna fjar­vista frá vinnu. Við vitum að fæð­ing­ar­tíðni hér á landi hefur minnkað mikið und­an­farið enda ekki allir sem hafa það fjár­hags­lega svig­rúm sem þarf til að eign­ast börn, eða bæta við fleiri börn­um.

Það er vanda­mál fyrir sam­fé­lagið í heild að for­eldrar þurfi að brúa þetta umönn­un­ar­bil. Rann­sóknir sýna að það eru nær ein­göngu mæð­urnar sem taka á sig vinnu­tap þegar börn þeirra kom­ast ekki að hjá dag­for­eldrum eða á leik­skólum að loknu fæð­ing­ar­or­lofi. 

Raunar sýna tölur frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði að feður taka síður fæð­ing­ar­or­lof nú en fyrir hrun, og þeir sem taka orlof eru styttra frá vinnu en áður. Með stöð­ugum breyt­ingum á fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­inu í kjöl­far hruns­ins voru tekin fjöl­mörg skref aftur á bak hvað þetta varðar og ekki verður séð að smá­vægi­legar hækk­anir á þak­inu yfir margra ára tíma­bil muni færa okkur á sama stað og áður og þaðan af síður að það skili okkur jafnri fæð­ing­ar­or­lofstöku feðra og mæðra. Þegar sem flestir feður tóku fæð­ing­ar­or­lof og lengsta orlofið árið 2008 var það nefni­lega raunin að feður tóku um þrjá mán­uði en mæður tóku 6 mán­uði og eftir þann tíma tók við að brúa umönn­un­ar­bil­ið. Svo þrátt fyrir að taka fæð­ing­ar­or­lofs hafi verið jafn­ari áður meðal kynj­anna hefur hún aldrei verið full­kom­lega jöfn. 

Þessi kyn­bundni munur á fjar­veru frá störfum vegna barn­eigna bitnar á mæðr­un­um, sem fá lægri laun á vinnu­mark­aði, eru álitnar síðri kostur en karlar þegar ráðið er í stöður og eiga minni mögu­leika á fram­gangi í starfi og stjórn­un­ar- og ábyrgð­ar­stöðum en karl­kyns sam­starfs­menn. Þess vegna er það sam­fé­lags­legt verk­efni að breyta fyr­ir­komu­lagi sem nú tryggir að litlu eða engu leyti að báðir for­eldrar fái jafna mögu­leika til þátt­töku á vinnu­mark­aði að loknu fæð­ing­ar­or­lofi. 

Rjúfum þögn­ina og grípum til aðgerða

Alþjóð­legar mæl­ingar sem raða Íslandi í efsta sæti varð­andi jafn­rétti kynj­anna mega ekki verða þess vald­andi að við sofum á verð­inum og teljum stöð­una svo góða að ekki sé þörf á neinum breyt­ing­um. Það er löngu tíma­bært að stjórn­völd rjúfi rúm­lega tveggja ára­tuga þögn um þennan umönn­un­ar­vanda og grípi til aðgerða með því að lengja fæð­ing­ar­or­lofið og eyða umönn­un­ar­bil­inu. 

Höf­undur er for­maður BSRB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar