Brotið ríkisvald

Saga ríkisvalds á Íslandi undanfarin ár er saga ríkisvalds sem að mörgu leyti hefur brugðist þegnunum og unnið gegn hagsmunum þeirra.

Auglýsing

Allt frá því að nútíma þjóð­ríkið hóf að þró­ast á 16. og 17. öld, með Upp­lýs­ing­unni og þróun henn­ar, hefur hug­takið rík­is­vald verið fyr­ir­ferð­ar­mikið í umfjöllun um sögu og stjórn­mál Vest­ur­landa. Þá helst hversu mikið að umfangi rík­is­valdið eigi að vera og hvert hlut­verk þess skuli vera. Margir fræði­menn hafa fjallað um þetta, meðal ann­ars John Locke í víð­frægri bók sinni „Rit­gerð um rík­is­vald“ þar sem hann setur fram hug­myndir sínar um sam­fé­lags­sátt­mál­ann, á milli þegna og vald­hafa.

Önnur fræg kenn­ing er kenn­ingin um þrí­skipt­ingu rík­is­valds­ins eftir hinn franska Montesquieu. Hún gerir ráð fyrir því að innan hvers ríkis sé vald­inu í raun skipt upp í; lög­gjaf­ar, dóms og fram­kvæmda­vald. Lög­gjaf­inn sér um að gera lög­, ­dóms­vald­ið ­dæmir og fram­kvæmda­valdið fram­kvæmir vilja lög­gjafans. Um það bil svona hefur þetta verið hjá flestum ríkjum sem vilja telja sig til vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja.

Innan rík­is­valds­ins eru svo ýmsa stofn­anir sem fá allskyns hlut­verk og fara eftir vilja lög­gjafans, t.d. Vega­gerð Rík­is­ins, sem sér um að gera vegi og halda þeim við.

Auglýsing

Sé litið yfir sögu hinna ýmsu ríkja er hægt að sjá umfang rík­is­ins með því að skoða ýmsa hag­fræði­lega þætti, til dæmis fjölda opin­berra starfs­manna. Sov­ét­ríkin sál­ugu (1922 – 1991) dæmi um ríki þar sem Ríkið var allt í öllu – á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, allir vinn­andi þegnar þar voru í raun opin­berir starfs­menn. Eins og sést hér á ártöl­unum að framan þá stóð hins sov­éska til­raun yfir í tæp 70 ár, eða þar til Sov­ét­ríkin voru form­lega leyst upp í des­em­ber 1991. Sú til­raun gekk ekki upp, en rík­is­vald hélt engu að síður að vera áfram til í arf­taka Sov­ét­ríkj­anna, Rúss­landi.

Stór opin­ber kerfi í kringum okkur

Ef við lítum okkur nær, þá er Sví­þjóð ef til vill það ríki sem við miðum okkur gjarnan við sem hefur verið með hvað umfangs­mestan rík­is­rekst­ur. Það kerfi komst í mikil vand­ræði í kringum 1990 og raunin varð mik­ill nið­ur­skurður á opin­berum útgjöldum næstu árin. Sem stendur er Sví­þjóð með sjötta stærsta opin­bera geir­ann í ESB og lönd eins og Dan­mörk og Finn­land eru einnig með stóran opin­beran geira, eða meira en 50% af þjóð­ar­fram­leiðslu. Hjá Finnum er talan reyndar nær 60% (Europorta­len.se).

Ísland hefur einnig fylgt þessu munstri og verið með stóran opin­beran geira, þar sem bæði mennta­kerfi og heil­brigð­is­kerfi hafa verið að stærstum hluta í umsjón og rekstri hins opin­bera. Ef til vill má segja að það sé vegna óform­legs sam­fé­lags­sátt­mála sem gerður var ein­hvern tím­ann á 20. öld­inni, en dag­setn­ing hans er óljós.

Í grund­vall­ar­at­riðum er það þannig að vinstri­menn í stjórn­málum eru fylgj­andi umfangs­meiri rík­is­rekstri en hægri menn. Margir hægri menn líta hins vegar á hið opin­bera og hlut­verk rík­is­valds­ins með efa­semdum og í eyrum margra þeirra er orðið „rík­is­vald“ og fras­inn „hið opin­bera“ nán­ast skammar­yrði. Að mati sumra á hægri vængnum á rík­is­valdið í raun bara að halda úti lág­marks þjón­ustu, halda uppi öryggi og verja íbú­ana fyrir inn­rásum erlendra afla, svo dæmi séu tek­in. Jafn­vel hefur heyrst sú hug­mynd hjá sumum hægri mönnum að einka­væða ætti lög­gæslu.

Um þriðj­ungur einka­væddur

Á Íslandi er um þessar mundir talið að um einn þriðji hluti heil­brigð­is­kerf­is­ins sé og hafi verið einka­vædd­ur. Árið 2016 voru fram­kvæmd um 1.6 millj­arður lækn­is­verka og af þeim var um hálf milljón fram­kvæmd af einka­að­il­um, eða um 32% (heim­ild; DV). Kostn­að­ar­þátt­taka almenn­ings hefur einnig stór­aukist, en í grein sem birt­ist eftir Sig­ur­björgu Sig­ur­geirs­dóttur árið 2016, stjórn­sýslu­fræð­ing, kemur fram að kostn­að­ar­þátt­taka sjúk­linga í kostn­aði við sér­fræði­þjón­ustu sé kom­inn upp í allt að 40%. Í grein í Kvenna­blað­inu, þar sem vitnað var í skýrslu frá ASÍ frá árinu 2016, kom fram að ­kostn­að­ar­þátt­taka ­sjúk­linga í heil­brigð­is­kerf­inu hefur tvö­fald­ast á um 30 ára tíma­bili. 

Í grein Sig­ur­bjargar kom einnig fram að frá 1990 hefur hlutur sér­fræð­inga í heil­brigð­is­kerf­inu vaxið stöðugt. Um helm­ingur sér­fræð­inga nú starfar utan rík­is­kerf­is­ins, sem allt frá árinu 2000, eða jafn­vel fyrr, hefur þurft að lifa við nán­ast stöðugan nið­ur­skurð. Kröfur almenn­ings um aukið fjár­magn til mála­flokks­ins, meðal ann­ars und­ir­skriftir 85.000 manna, hafa að stórum hluta verið huns­að­ar. Það dugði einu sinni ekki til og segir þetta ansi mikið um ástandið á íslensku lýð­ræði og afstöðu stjórn­valda til óska almenn­ings.

Þarf hund­ruð millj­arða í inn­viði

Sam­tök Iðn­að­ar­ins birtu fyrir skömmu tölur um þörf­ina á fjár­fest­ingum og við­haldi í svoköll­uðum innviðum sam­fé­lags­ins (vega­kerfi, dreifi og frá­veitu­kerfi, flug­vellir og slíkt). Þar kemur fram að þörfin er rúm­lega þrjú hund­ruð millj­arðar króna. Hvernig gat þetta farið svona?  

Það er nán­ast sama hvar borið er niður í „kerf­um“ lands­ins, alls staðar virð­ist sagan vera sú sama; nið­ur­skurður og grotnun kerfa. Vel má vera að settir hafi verið „plástr­ar“ hér og þar, t.d. með fyr­ir­hug­aðri bygg­ingu nýs hátækni­sjúkra­húss, en það reikn­ast samt ekki sem aukin þjón­usta, því þjón­ustan er veitt af vinn­andi fólki. Lög­gæsla er gott dæmi, en í skýrslu frá Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu frá 2012 um stöð­una í mál­efnum lög­gæslu segir meðal ann­ars: 

„Mann­fæð og fjár­skortur lög­reglu hefur leitt til þess að lög­reglan er hætt að sinna fjöl­mörgum verk­efnum og mögu­leikar á að skipu­leggja sér­stök átaks­verk­efni og þjálfun eru nán­ast eng­ir. Frum­kvæð­is­lög­gæsla hefur því dreg­ist veru­lega saman og störf lög­regl­unnar við að halda uppi alls­herj­ar­reglu, gæta almanna­ör­yggis og stemma stigu við afbrotum hefur skerst veru­lega.“ Þar kemur einnig fram að á árunum 2007-2012 hefur lög­reglu­mönnum fækkað um 81 lög­reglu­mann. Heildar árs­verk við lög­gæslu voru á árinu 2007 um 730, en voru komin niður í 643 árið 2011. Þá kemur einnig fram að bún­aður til að taka á alvar­legum glæpum og fleiru sé mjög tak­mark­að­ur. 

Eitt fremsta og mik­il­væg­asta hlut­verk rík­is­valds er að gæta öryggis íbú­anna. Árið 2016 voru 643 starf­andi lög­reglu­menn á land­inu, en þyrftu að vera um 840 sam­kvæmt mati Lands­sam­bands lög­reglu­manna. Í nýrri skýrslu um skipu­lagða glæp­a­starf­semi kemur einnig fram að verk­efnum lög­reglu hefur fjölg­að, að skortur sé á rann­sókn­ar­lög­reglu­mönnum og að lög­reglan glími við aukið álag. 

Annað kerfi sem hefur svo und­an­farin ár er mennta­kerf­ið, en það er í raun efni í aðra grein. Nægir að nefna að rektor eftir rektor hjá Háskóla Íslands hefur kvartað á opin­berum vett­vangi yfir fjár­mögnun skól­ans, en það er eins og talað sé fyrir daufum eyr­um. 

Brostið rík­is­vald

Saga rík­is­valds hér á landi virð­ist því vera saga um brostið rík­is­vald, hvers virkni hefur verið að gera líf borg­ar­anna og þegn­anna verra heldur en betra. Þetta er einnig saga rík­is­valds sem hefur verið að koma af sér verk­efn­um, t.d. rekstri grunn­skól­anna yfir á lítil og van­máttug sveit­ar­fé­lög. Og vill koma af sér fleiri verk­efn­um, til dæmis öldr­un­ar­þjón­ustu, en þjón­usta við fatl­aða hefur nú þegar verið færð frá ríki til sveit­ar­fé­laga. 

Á sama tíma eru skattar ekki lækk­aðir í sam­ræmi við minni þjón­ustu og sam­drátt, en af hverjum 100 krónum borga Íslend­ingar 34 í skatta, sam­kvæmt OECD. Þá vaknar sú spurn­ing; hvað verður um pen­ing­ana? Ef sífellt er verið að skera niður opin­bera þjón­ustu og kostn­aður almenn­ings að aukast, ætti þá ekki að lækka skatta á móti? Hvers vegna á fólk að vera að borga sömu skatt­ana, en svo í sífellu að vera að borga fyrir þjón­ustu?

Öfl­ugt rík­is­vald – hví ekki?

Hvers vegna er ekki hægt að hafa öfl­ugt og stöndugt rík­is­vald sem veitir þegn­unum gott líf, eða að minnsta grund­völl fyrir góðu lífi? Hvers vegna þarf sífellt að vera að mylja utan úr rík­is­vald­inu, veikja það og gera það van­mátt­ugt um að sjá um verk­efn­in? Er það gert til þess að geta hvatt til leiks ridd­ara einka­væð­ing­ar­inn­ar? Þannig að skattfé almenn­ings geti runnið í prí­vat vasa? Land­læknir sendi frá sér yfir­lýs­ingu síð­ast­liðið vor þar sem hann varar við auk­inni einka­væð­ingu og segir hana auka hætt­una á stjórn­leysi í ráð­stöfun almanna­fjár til heil­brigð­is­mála og að hún geti leitt til stefnu­leysis í mála­flokkn­um.

Hvernig væri að snúa vörn í sókn og styrkja rík­is­valdið á Íslandi, í stað þess að vera sífellt að mylja það sund­ur? Það er ekk­ert sem í raun ætti að vera að styrk­ingu þess, svo lengi sem það beitir þegn­ana ekki ofbeldi. Íslend­ingar vilja opin­bera þjón­ustu á helstu sviðum sam­fé­lags­ins, þetta sýna kann­an­ir, meðal ann­ars frá BSRB og ­Fé­lags­vís­inda­stofn­un, en þar kom fram í nýrri könnun að um 92% lands­manna vilja setja meira fé í heil­brigð­is­mál (ruv.is).

Sögur um að fólk hafi ekki efni á lyfj­um, læknis og tann­lækn­is­heim­sóknum eru sögur sem við viljum ekki heyra. Og almenn­ingur er orð­inn veru­lega þreyttur á sífelldum nið­ur­skurði. Ísland er lítið land þar sem nándin er mik­il, en Ísland er líka ríkt land þar sem til er nóg af pen­ing­um, en kök­unni er rang­lega skipt. Því þarf að breyta. 

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og starfar sem kenn­ari við Fjöl­brauta­skól­ann í Garða­bæ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar