Stóru efnahagsmálin

Björn G. Ólafsson segir að frjálslynt fólk verði að halda áfram baráttu sinni fyrir framförum nú þegar íhaldssöm öfl hafi styrkt stöðu sína á Alþingi. Þar undir séu Evrópusamvinna og full aðild Íslands að ESB.

Auglýsing

Evr­ópu­sam­vinna, auð­linda­gjöld, gjald­miðla­mál og kerf­is­breyt­ingar til hag­ræð­ingar virð­ast ekki vera ofar­lega á verk­efna­lista þeirra afla sem nú ræða stjórn­ar­mynd­un. Sam­kvæmt því þarf til dæmis ekki að ræða þjóð­ar­at­kvæði um að ljúka aðild­ar­við­ræðum við ESB, ekki tryggja gjald­töku fyrir kvót­ann né ná fram mark­aðs­að­lögun í land­bún­aði. Með þessu er verið að snið­ganga mörg helstu hags­muna­mál þjóð­ar­innar núna og til fram­tíð­ar. 

Ísland hefur geng­ist undir meg­in­hluta reglu­verks ESB gegnum EES samn­ing­inn. Þar vegur fjór­frelsið einna þyngst. EES samn­ing­ur­inn hefur stuðlað að mik­il­vægum fram­förum í utan­rík­is­við­skiptum og lagaum­hverfi auk þess að stór­bæta hag neyt­enda gegnum tolla­lækk­anir og opnun við­skipta. Fjór­frelsið tryggir aðgengi að vinnu­mark­aði ESB og mótar lag­ara­mma atvinnu­lífs­ins að miklu leyt­i.   Undir EES samn­ing­inn heyra einnig mál­efni fjár­mála­geirans en miklar breyt­ingar og hert eft­ir­lit eru þar á dag­skrá. Þá vega lofts­lags- og umhverf­is­mál þungt í evr­ópskri sam­vinnu. Þrátt fyrir mik­il­vægi EES samn­ings­ins fyrir fyrrum EFTA ríkin Nor­eg, Ísland og Liechten­stein hafa stjórn­völd EFTA ríkj­anna lítil áhrif á mótun þess reglu­verks sem þróað er innan ESB og síðan yfir­fært á EES. Þótt breyt­ingar á reglu­verk­inu hafi yfir­leitt verið til bóta er mik­il­vægt að geta haft áhrif á gang mála en það verður ekki að gagni nema með fullri aðild að ESB.

Með fullri aðild að ESB fá Íslend­ingar sæti í yfir­stjórn ESB með meiri áhrifum en smá­ríki getur yfir­leitt vænst í alþjóða­sam­fé­lag­inu.  Jafn­framt er hægt að taka upp traustan gjald­miðil með öfl­ugum bak­hjarli fyrir fjár­mála­kerf­ið. Tómt mál er að tala um auk­inn stöð­ug­leika í hag­kerf­inu meðan í notkun er sveiflu­kenndur örgjald­mið­ill. Loks er átak í byggða­málum og upp­bygg­ing inn­viða mun auð­veld­ari með aðstoð sjóða ESB.

Auglýsing

And­stæð­ingar Evr­ópu­sam­vinnu telja að margrædd þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla skuli aðeins snú­ast um fulla aðild að ESB en ekki um það hvort ljúka skuli aðild­ar­við­ræð­um. Þessi skoðun er í sam­ræmi við þann áróður að ekk­ert sé um að semja við ESB. Slíkur mál­flutn­ingur gerir lítið úr þeim stóra hópi kjós­enda sem hefur efa­semdir um fulla aðild að ESB en vill ljúka við­ræðum og taka síðan afstöðu á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings. Reglu­verkið hefur tekið miklum breyt­ingum frá árdögum Róm­ar­sátt­mál­ans og hefur aðlag­ast að breyttum aðstæðum með marg­vís­legum hætti, meðal ann­ars í tengslum við samn­inga við ný aðild­ar­ríki svo sem um fisk­veiðar við Möltu og norð­ur­slóða­bú­skap í Skand­in­av­íu.  Í aðild­ar­samn­ingum við ESB um sjáv­ar­út­vegs­mál þarf að tryggja að Íslands­mið verði sér­stakt fisk­veiði­stjórn­un­ar­svæði. Grunnur að slíku sam­komu­lagi við ESB er að ákvæði um þjóð­ar­eign á fisk­veiði­auð­lind­inni sé komið í stjórn­ar­skrá. 

Aðild­ar­við­ræðum við ESB var slitið án þess að nið­ur­staða lægi fyr­ir. Hvers vegna mátti ekki fá fram nið­ur­stöðu í við­ræð­urn­ar? Svarið við þess­ari spurn­ingu fæst ef litið er til þess að sömu öfl hafa barist gegn end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni og hindrað fram­gang ESB við­ræðna. Hníf­ur­inn stendur í kúnni vegna til­lögu um auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skránni. 

Auð­linda­á­kvæðið tryggir eign þjóð­ar­innar á fisk­veiði­rétt­indum á Íslands­mið­um.  Ákvæðið er ekki þjóð­nýt­ing á eign­um ­út­gerð­ar­manna heldur trygg­ing fyrir því að fiski­miðin verði sam­eign Íslend­inga um ókomin ár og fullt gjald fyrir sér­rétt­indi til nýt­ingar skuli renna til rétt­mætra eig­enda auð­lind­ar­inn­ar. Með auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá eru almanna­hags­munir tryggð­ir, einnig þegar kemur að samn­inga­við­ræðum við ESB. Von kvóta­greif­anna er að ákvæði um þjóð­ar­eign í lögum um fisk­veiðar verði orðin tóm er fram líða stundir og kvót­inn telj­ist ský­laus eign þeirra innan fárra ára. 

Hvernig á að styrkja atvinnu­líf eða fjár­magna inn­viði einkum á lands­byggð­inni ef ekki má ræða auð­linda­gjöld,  arð­semi í land­bún­aði né fulla aðild að ESB með aðgengi að fram­kvæmdafé og traustum gjald­miðli? Lítið hefur verið um raun­hæfar til­lögur frá íhalds­öfl­unum um fjár­mögnun kröft­ugrar inn­viða­upp­bygg­ing­ar. Hins vegar getur arður af auð­lindum einkum fiski­miðum og orku lagt þjóð­ar­bú­inu til veru­legar upp­hæðir sem nýta má til inn­viða­upp­bygg­ingar og fleiri hluta.   

Íhalds­söm öfl hafa styrkt stöðu sína á Alþingi eftir síð­ustu kosn­ing­ar. Frjáls­lynt fólk verður að halda áfram bar­átt­unni fyrir fram­för­um. Hér undir er Evr­ópu­sam­vinna og full aðild Íslands að ESB. Jafn­framt þarf að setja auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá og tryggja þar með að eðli­leg arð­sem­is­krafa skili eig­anda auð­lind­ar­innar fé sem nýt­ist til upp­bygg­ing­ar. Mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag getur tryggt geng­is­festu fram að inn­göngu í mynt­banda­lagið og þar með stuðlað að verð­stöð­ug­leika og lægri vöxtum ásamt því að minnka óvissu við alla áætl­ana­gerð.  Þessi fram­fara­mál þjóð­ar­innar verða ekki snið­gengin og eru for­senda fyrir árangri á öðrum sviðum svo sem í rekstri hins opin­bera, mann­rétt­indum og mennta­mál­um. Með þetta vega­nesti getur frjáls­lynt fólk sótt fram með víð­sýni og raun­sæ­i.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar