Je suis þétting byggðar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að útþennsla borgarinnar sé stefna sem hugnist henni ekki. Hún vill þétta byggð og byggja upp borgina.

Auglýsing

Ég er konan sem studdi og sam­þykkti nýtt aðal­skipu­lag. Ég er virkur þátt­tak­andi í aðför­inni að einka­bíln­um. Ég vil fleiri göngu­götur og fleiri hjóla­stíga. Ég fæ í mag­ann af spenn­ingi þegar ég labba um mið­borg­ina og sé upp­bygg­ing­una og ég er hrifin af rísandi Hafn­ar­torgi. Ég studdi og sam­þykkti breyt­ingar á Borg­ar­tún­inu. Ég elska breyttan Grens­ás­veg. Ég vil sjá borg­ina vaxa, stækka og dafna – ég vil þétt­ingu byggð­ar. 

Þétt­ing byggðar er flókið hug­tak og á ein­hverjum tíma­punkti hefur þetta hug­tak fengið á sig nei­kvæða merk­ingu þar sem dreg­inn er upp mynd af komm­ún­ista blokkum í bak­görðum marg­litra timb­ur­húsa. Í bar­átt­unni við þétt­ingu byggðar er fólk til­búið að gera sér upp söknuð á mal­arplön­um, hús­grunnum og illa skipu­lögðum bíla­stæð­um. Nei­kvæðu radd­irnar eru oft háværar og fara mik­inn í að bera út þann boð­skap að verið sé að eyði­leggja og rústa borg­inni. Ég held stundum að þeir sem eru stór­yrt­astir búi ekki í þess­ari borg – borgin var hálf­kláruð og illa frá­gengin en fæð­ist nú sem full­byggð borg. Ég sé götur ramm­ast inn og mið­borg­ina stækka. Ég sé þjón­ustu glæð­ast úti í hverf­um. Ég sé skjól og borg sem gerir okkur kleift að njóta rým­is­ins á milli hús­anna. Því upp­bygg­ing borg­ar­innar er beinn en oft dul­inn ávinn­ingur þétt­ingar byggð­ar­inn­ar. 

Ef borgin var barn og er nú á leið inn í full­orð­insár þá erum við lík­lega á seinni hluta gelgj­unnar núna og gelgjan er öllum erf­ið. Lok­aðar göt­ur, spreng­ing­ar, sand­fok og yfir­gnæf­andi bygg­inga­kranar geta verið erf­iðir nágrann­ar. En líkt og slæm húð og skap­sveiflur þá eru þetta óum­flýj­an­legir fylgi­fiskar og sem betur fer bara tíma­bundn­ir. Með því að byggja í útjaðri borg­ar­innar og halda áfram að þenja út byggð­ina þá hverfa þessi vanda­mál eða fær­ast hið minnsta fjær okk­ur. En þrosk­inn hverfur með, í stað þess að sjá end­ur­nýjun gatna í gömlum hverfum eru lagðar nýjar götur á grænni grundu. Í stað horn­húsa sem nú rísa á gömlum mal­arplönum verður til nýtt hverfi á öðrum stað. Þetta hverfi þarf síðan að þjón­usta og byggja upp með nýjum strætó­leið­um, nýjum gang­stétt­um, nýjum skólum og leik­skólum og þessi sam­eig­in­legi kostn­aður fer á borg­ina.  

Auglýsing

Útþennsla borg­ar­innar er stefna sem hugn­ast mér ekki. Ég vil þétt­ingu byggðar og upp­bygg­ingu borg­ar­inn­ar. Ég vil efla borg­ina innan þeirra marka sem hún er. End­ur­gera götur og torg. Efla þjón­ustu í þegar byggðum hverf­um. Halda áfram með það stór­á­tak sein­ustu ára í end­ur­gerð skóla­lóða. Treysta almenn­ings­sam­göngur og skála svo fyrir þess­ari æðis­legu borg í Mat­höll­inni á Hlemmi sem er að mínu mati tákn­mynd fyrir hina nýju Reykja­vík sem nú er loks­ins að verða stór.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar