Je suis þétting byggðar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að útþennsla borgarinnar sé stefna sem hugnist henni ekki. Hún vill þétta byggð og byggja upp borgina.

Auglýsing

Ég er konan sem studdi og sam­þykkti nýtt aðal­skipu­lag. Ég er virkur þátt­tak­andi í aðför­inni að einka­bíln­um. Ég vil fleiri göngu­götur og fleiri hjóla­stíga. Ég fæ í mag­ann af spenn­ingi þegar ég labba um mið­borg­ina og sé upp­bygg­ing­una og ég er hrifin af rísandi Hafn­ar­torgi. Ég studdi og sam­þykkti breyt­ingar á Borg­ar­tún­inu. Ég elska breyttan Grens­ás­veg. Ég vil sjá borg­ina vaxa, stækka og dafna – ég vil þétt­ingu byggð­ar. 

Þétt­ing byggðar er flókið hug­tak og á ein­hverjum tíma­punkti hefur þetta hug­tak fengið á sig nei­kvæða merk­ingu þar sem dreg­inn er upp mynd af komm­ún­ista blokkum í bak­görðum marg­litra timb­ur­húsa. Í bar­átt­unni við þétt­ingu byggðar er fólk til­búið að gera sér upp söknuð á mal­arplön­um, hús­grunnum og illa skipu­lögðum bíla­stæð­um. Nei­kvæðu radd­irnar eru oft háværar og fara mik­inn í að bera út þann boð­skap að verið sé að eyði­leggja og rústa borg­inni. Ég held stundum að þeir sem eru stór­yrt­astir búi ekki í þess­ari borg – borgin var hálf­kláruð og illa frá­gengin en fæð­ist nú sem full­byggð borg. Ég sé götur ramm­ast inn og mið­borg­ina stækka. Ég sé þjón­ustu glæð­ast úti í hverf­um. Ég sé skjól og borg sem gerir okkur kleift að njóta rým­is­ins á milli hús­anna. Því upp­bygg­ing borg­ar­innar er beinn en oft dul­inn ávinn­ingur þétt­ingar byggð­ar­inn­ar. 

Ef borgin var barn og er nú á leið inn í full­orð­insár þá erum við lík­lega á seinni hluta gelgj­unnar núna og gelgjan er öllum erf­ið. Lok­aðar göt­ur, spreng­ing­ar, sand­fok og yfir­gnæf­andi bygg­inga­kranar geta verið erf­iðir nágrann­ar. En líkt og slæm húð og skap­sveiflur þá eru þetta óum­flýj­an­legir fylgi­fiskar og sem betur fer bara tíma­bundn­ir. Með því að byggja í útjaðri borg­ar­innar og halda áfram að þenja út byggð­ina þá hverfa þessi vanda­mál eða fær­ast hið minnsta fjær okk­ur. En þrosk­inn hverfur með, í stað þess að sjá end­ur­nýjun gatna í gömlum hverfum eru lagðar nýjar götur á grænni grundu. Í stað horn­húsa sem nú rísa á gömlum mal­arplönum verður til nýtt hverfi á öðrum stað. Þetta hverfi þarf síðan að þjón­usta og byggja upp með nýjum strætó­leið­um, nýjum gang­stétt­um, nýjum skólum og leik­skólum og þessi sam­eig­in­legi kostn­aður fer á borg­ina.  

Auglýsing

Útþennsla borg­ar­innar er stefna sem hugn­ast mér ekki. Ég vil þétt­ingu byggðar og upp­bygg­ingu borg­ar­inn­ar. Ég vil efla borg­ina innan þeirra marka sem hún er. End­ur­gera götur og torg. Efla þjón­ustu í þegar byggðum hverf­um. Halda áfram með það stór­á­tak sein­ustu ára í end­ur­gerð skóla­lóða. Treysta almenn­ings­sam­göngur og skála svo fyrir þess­ari æðis­legu borg í Mat­höll­inni á Hlemmi sem er að mínu mati tákn­mynd fyrir hina nýju Reykja­vík sem nú er loks­ins að verða stór.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar