Je suis þétting byggðar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að útþennsla borgarinnar sé stefna sem hugnist henni ekki. Hún vill þétta byggð og byggja upp borgina.

Auglýsing

Ég er konan sem studdi og sam­þykkti nýtt aðal­skipu­lag. Ég er virkur þátt­tak­andi í aðför­inni að einka­bíln­um. Ég vil fleiri göngu­götur og fleiri hjóla­stíga. Ég fæ í mag­ann af spenn­ingi þegar ég labba um mið­borg­ina og sé upp­bygg­ing­una og ég er hrifin af rísandi Hafn­ar­torgi. Ég studdi og sam­þykkti breyt­ingar á Borg­ar­tún­inu. Ég elska breyttan Grens­ás­veg. Ég vil sjá borg­ina vaxa, stækka og dafna – ég vil þétt­ingu byggð­ar. 

Þétt­ing byggðar er flókið hug­tak og á ein­hverjum tíma­punkti hefur þetta hug­tak fengið á sig nei­kvæða merk­ingu þar sem dreg­inn er upp mynd af komm­ún­ista blokkum í bak­görðum marg­litra timb­ur­húsa. Í bar­átt­unni við þétt­ingu byggðar er fólk til­búið að gera sér upp söknuð á mal­arplön­um, hús­grunnum og illa skipu­lögðum bíla­stæð­um. Nei­kvæðu radd­irnar eru oft háværar og fara mik­inn í að bera út þann boð­skap að verið sé að eyði­leggja og rústa borg­inni. Ég held stundum að þeir sem eru stór­yrt­astir búi ekki í þess­ari borg – borgin var hálf­kláruð og illa frá­gengin en fæð­ist nú sem full­byggð borg. Ég sé götur ramm­ast inn og mið­borg­ina stækka. Ég sé þjón­ustu glæð­ast úti í hverf­um. Ég sé skjól og borg sem gerir okkur kleift að njóta rým­is­ins á milli hús­anna. Því upp­bygg­ing borg­ar­innar er beinn en oft dul­inn ávinn­ingur þétt­ingar byggð­ar­inn­ar. 

Ef borgin var barn og er nú á leið inn í full­orð­insár þá erum við lík­lega á seinni hluta gelgj­unnar núna og gelgjan er öllum erf­ið. Lok­aðar göt­ur, spreng­ing­ar, sand­fok og yfir­gnæf­andi bygg­inga­kranar geta verið erf­iðir nágrann­ar. En líkt og slæm húð og skap­sveiflur þá eru þetta óum­flýj­an­legir fylgi­fiskar og sem betur fer bara tíma­bundn­ir. Með því að byggja í útjaðri borg­ar­innar og halda áfram að þenja út byggð­ina þá hverfa þessi vanda­mál eða fær­ast hið minnsta fjær okk­ur. En þrosk­inn hverfur með, í stað þess að sjá end­ur­nýjun gatna í gömlum hverfum eru lagðar nýjar götur á grænni grundu. Í stað horn­húsa sem nú rísa á gömlum mal­arplönum verður til nýtt hverfi á öðrum stað. Þetta hverfi þarf síðan að þjón­usta og byggja upp með nýjum strætó­leið­um, nýjum gang­stétt­um, nýjum skólum og leik­skólum og þessi sam­eig­in­legi kostn­aður fer á borg­ina.  

Auglýsing

Útþennsla borg­ar­innar er stefna sem hugn­ast mér ekki. Ég vil þétt­ingu byggðar og upp­bygg­ingu borg­ar­inn­ar. Ég vil efla borg­ina innan þeirra marka sem hún er. End­ur­gera götur og torg. Efla þjón­ustu í þegar byggðum hverf­um. Halda áfram með það stór­á­tak sein­ustu ára í end­ur­gerð skóla­lóða. Treysta almenn­ings­sam­göngur og skála svo fyrir þess­ari æðis­legu borg í Mat­höll­inni á Hlemmi sem er að mínu mati tákn­mynd fyrir hina nýju Reykja­vík sem nú er loks­ins að verða stór.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar